Bæjarins besta - 22.03.2007, Side 8
FIMMTUDAGUR 22. MARS 20078
STAKKUR SKRIFAR
Sjósókn og fórnir
Stakkur hefur
ritað vikulega pistla í
Bæjarins besta í mörg
ár. Skoðanir hans á
mönnum og málefn-
um hafa oft verið
umdeildar og vakið
umræður. Þær þurfa
alls ekki að fara
saman við skoðanir
útgefenda blaðsins.
Þrátt fyrir það bera
ábyrgðarmenn
blaðsins ábyrgð á
skrifum Stakks á
meðan hann notar
dulnefni sitt.
Per Sulebust
Aðalstræti 6, Bolungarvík
Grétar S. Pétursson Sólveig S. Kristinsdóttir
Anna S. Pétursdóttir Gísli Hallgrímsson
barnabörn og langafabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við fráfall elskulegs
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa
Guðríðar Guðmundsdóttur
frá Flateyri
Kæru ættingjar og vinir. Þökkum auðsýnda
samúð og hlýhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og
langalangömmu
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hlífar
og Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ
Þórunn Kristín Bjarnadóttir Ingimundur Guðmundsson
Guðrún Bjarnadóttir Guðmundur Björn Hagalínsson
G. Skúli Bjarnason Halldóra Ottósdóttir
Sæþór Mildinberg Þórðarson Marta Margrét Haraldsdóttir
Þórður Sæberg Bjarnason Ulla Faag
og aðrir afkomendur.
Eiríkur M. Þórðarson
Fjarðarstræti 2, Ísafirði
Elskulegur sambýlismaður minn
og sonur, faðir okkar og fósturfaðir
lést af slysförum 13. mars. Jarðaförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju
föstudaginn 23. mars kl. 14:00. Þeim sem vildu minnast
hans er bent á björgunarsveitirnar á Vestfjörðum
Pálína K. Þórarinsdóttir
Erla Þorvaldsdóttir
Avona María Eiríksdóttir Fannar Ingason
Brynjar Ingason Almar Ingason
Óttar Gunnarsson Ingi Guðmundsson
Mötuneyti á vegum Ísafjarðarbæj-
ar lækki gjöld um 9% í byrjun ágúst
Samkvæmt tillögum um
lækkun á gjaldskrám vegna
matarkostnaðar í mötuneytum
Ísafjarðarbæjar mun gjaldskrá
leikskóla almennt lækka um
9%, og sama lækkun er lögð
til í mötuneytum Ísafjarðar-
bæjar við grunnskólana á Suð-
ureyri, Flateyri og Þingeyri.
Hins vegar er mötuneytið í
Grunnskólanum á Ísafirði
bundið af samningi við SKG-
veitingar, en í þeim samningi
er uppsagnarákvæði sem segir
að hægt sé að segja samningi
upp með 6 mánaða fyrirvara
af hvorum aðila sem er. Þá
segir að verðlag á mat skv.
tilboði taki breytingum skv.
neysluvísitölu 1. ágúst ár
hvert.
Í bréfi sem Ingibjörg María
Guðmundsdóttir, forstöðu-
maður Skóla- og fjölskyldu-
skrifstofu Ísafjarðarbæjar,
skrifar bæjaryfirvöldum vegna
þessa máls segir meðal annars.
„Það er ekkert annað ákvæði í
samningnum sem hægt er að
vísa til við endurskoðun skv.
bókun bæjarstjórnar. Ekki
borgar sig að segja upp samn-
ingnum því uppsögn tæki
gildi eftir næstu vísitöluteng-
ingu og í næstu vísitöluteng-
ingu kemur fram ef verðbólga
hefur minnkað í samræmi við
lækkun gjaldskráa. Það er því
ekki hægt að endurskoða verð
í mars á grundvelli samnings.“
Segir Ingibjörg einnig að
þar fyrir utan sé verðfyrir-
komulag það sem samþykkt
var síðastliðið haust þess hátt-
ar að foreldrar sem hafi skráð
börn sín í mat alla önnina hafi
nú þegar notið 12% lækkunar
á matarkostnaði, ef miðað er
við neysluvísitölu þann 1.
ágúst síðastliðinn. Foreldrar
sem skráð hafa börn sín í
mötuneytið einn mánuð í senn
hafa fengið 7% afslátt allt
skólaárið. „Það er því óhætt
að segja að foreldrar barna í
Ísafjarðarbæ hafi notið lækk-
unar í 9 mánuði en ekki ein-
göngu síðustu 3 mánuði skóla-
ársins. Á sama tíma hefur ver-
ið hækkun á hráefni hjá mötu-
Einnig hækkuðu fæðisgjöld
grunnskólabarna á Flateyri,
Suðureyri og Þingeyri þegar
reynt var að samræma gjöld
innan Ísafjarðarbæjar. Gerð er
tillaga um að lækka það. Fæð-
isgjöld hjá SKG veitingum
hækkuðu hins vegar ekki til
neytenda ef nýttur er fullur
afsláttur og hafa þá verið þau
sömu sl. 2 ár. Meðal annars af
þeirri ástæðu er ekki gerð til-
laga um að lækka þá gjald-
skrá.“
Vekur Ingibjörg María einn-
ig athygli á því í bréfi sínu að
mötuneyti Ísafjarðarbæjar
njóta tilsagnar og ráðgjafar frá
matvælafræðingi samkvæmt
samningi, og segir að það
fyrirkomulag hafi reynst vel.
„Nú horfa önnur sveitarfélög
til okkar reynslu í þessum efn-
um við að koma slíku á hjá
sér. Þær aðfinnslur og gagn-
rýni sem komið hefur fram í
fjölmiðlum undanfarið um
skólamötuneyti á höfuðborg-
arsvæðinu á ekki við hjá okk-
ur. SKG veitingar hafa verið
með einstaklega fjölbreyttan
matseðil, vel samsettan, alla
tíð verið með salatbar með
almennum mat og þetta skóla-
ár verið með tvöfaldan mat-
seðil fyrir unglingastigið. Allt
eru þetta atriði sem gagnrýnd
mötuneyti eru að taka upp til
að bæta sig.“
Bæjarráð tók tillögur Ingi-
bjargar til umfjöllunar og
lagði til við bæjarstjórn að
gjaldskrár í mötuneytum rekn-
um af Ísafjarðarbæ lækki um
9% frá og með 1. mars síðast-
liðnum. Bæjarstjóra var falið
að ganga til viðræðna við
SKG-veitingar vegna lækk-
unar á gjaldskrám þeirra
vegna Grunnskólans á Ísa-
firði, Bakkaskjóls í Hnífsdal
og Hlífar á Torfnesi.
neytum í samræmi við verð-
bólgu og þá vísitöluhækkanir.
Gjaldskrá SKG veitinga stóð
í stað milli ára ef foreldrar
skráðu barn sitt alla önnina í
matinn. Það hafa því ekki
komið til framkvæmda hækk-
anir skv. vísitölu eins og ráð-
gert er í samningi þeirra. Sú
vísitala sem þeir hefðu getað
hækkað skv. á nú að lækka í
kjölfar lækkunar á skattlagn-
ingu matvæla. Það er því
óraunhæft að ætla SKG veit-
ingum að lækka um verðbólgu
sem þeir hafa aldrei sett á.“
Þá segir að sama eigi við
um matarsölu til íbúa Hlífar,
dvalaríbúða aldraðra, en kaup-
endur þar fá 7% lækkun á mat-
arskammt ef þeir eru skráðir í
mánaðaráskrift.
Þá segir í bréfinu: „Ef bæj-
arstjórn óskar eftir því að nið-
urgreiða fæðiskostnað í grunn-
skólanum á Ísafirði eða hjá
íbúum Hlífar eru eigendur
SKG veitinga tilbúnir til að
taka það inn í uppgjör sín en
að öðru leyti er það mat þeirra
og undirritaðrar að nú þegar
hafi viðskiptavinir þeirra notið
afsláttar sem er meiri en lækk-
un skatts gæfi beint og hefur
verið í lengri tíma en skatta-
lækkunin. Hins vegar skal á
það bent að mötuneyti sem nú
eru að lækka verðskrá sína í
kjölfar skattalækkana hækk-
uðu gjaldskrár 1. janúar sl.
Það er því oft á tíðum á fölsk-
um forsendum sem lækkun á
sér stað. Hjá Ísafjarðarbæ
hækkaði fæðisgjald leikskóla-
barna 1. janúar 2007 og því er
tillaga um að lækka hana.
Lækka á verð í mötuneytum Ísafjarðarbæjar.
Það kreppir að okkur Vestfirðingum. Við höfum séð dökkt útlit fyrr. En
nú höfum við enn verið minnt á það hve náttúran getur reynst óblíð og
grimm. Tveir sjómenn fórust í síðustu viku og öll erum við hnípin og hugur
okkar er með þeim sem eiga um sárt að binda. Aðstandendum eru sendar
dýpstu samúðarkveðjur vegna missis þeirra. Á stundu sem slíkri skortir orð.
Vestfirðingar hafa sótt sjóinn og viljað hafa til þess frelsi og aðstæður
hafa skapað þann veruleika að nú er sjórinn sóttur fast á litlum bátum. Stærri
skipin eru farin annað og því verður að horfast í augu við þann veruleika, að
þeir sem sækja á smærri skipum eiga erfiðari leik. Þau þola ekki sömu veður
og geta ekki sótt eins langt og hin. Íslenska þjóðin á sér nokkuð langa sögu
slysavarna sem urðu til þess að Slysavarnafélag Íslands var stofnað árið
1928. Þjóðin vildi leggja sitt af mörkum til þess að varna slysum og takast
á við afleiðingar þeirra.
Enn eru þeir góðu menn, karlar og konur, sem leggja sitt af mörkum til að
bjarga fólki við erfiðar aðstæður afar mikilvægur hlekkur þjóðlífsins og
verður svo um ókmna tíð. Margt hefur áunnist á liðnum áratugum og sjónir
okkar beinast enn að því sem betur má fara. Það er því í skugga þess að tveir
sjósóknarar létu lífið í harðri lífsbaráttu sem umræðan um úrlausn handa
Vestfirðingum fer fram.
Eins og nú háttar til á Alþingi, komið að lokum kjörtímabils og allt í hers
höndum ef svo má segja eru líkur á því að fundin verði lausn strax, afar
litlar. Enn sem fyrr munu heimamenn taka að sér það hlutverk að vera í
fararbroddi. Lausnir verða að fæðast hér heima fyrir innan fjórðungs, en
þar með er ekki sagt að lausnir verði ekki þegnar annars staðar frá. Við
þurfum á öllu okkar að halda og meiru til. Enn furða margir sig á því hvers
vegna Vestfirðingar máttu ekki stunda sauðfjárbúskap. Héðan hefur komið
eitt besta féð á Íslandi um aldir.
Sjálfsagt hefur það verið sama eðli kvótakerfis og í sjávarútvegi sem þar
réði för. En hverju sem sætti var kvótinn skorinn niður í landbúnaði, en han
hvarf að miklum hluta vegna ákvarðana þeirra sem trúað var fyrir honum
í sjávarútvegi. Engu að síður hafa verið til hér menn sem hafa barist áfram
við þær aðstæður sem þeim voru skapaðar og áttu ekki aðra kosti en smá-
skipaútgerð. Því þarf að breyta eða að minnsta kosti skoða alla fleti á því að
kvótinn geti nýst á stærri skipum sem þola betur sjósókn en þau mörgu
smáu skip sem nú eru gerð út.
Engu að síður hafa þeir sem stundað hafa smáskipaútgerð sýnt af sér
mikinn dugnað og því er sorgin mikil þegar menn láta lifið við það að draga
fisk að landi.