Bæjarins besta - 22.03.2007, Qupperneq 12
FIMMTUDAGUR 22. MARS 200712
Vöruhúsaþjónusta
hjá Eimskip á Ísafirði
Leitað er að ábyrgum einstaklingi til
starfa í afgreiðslu og vöruhús Eimskips á
Ísafirði. Fyrir réttan aðila er í boði fjölbreytt,
áhugavert og krefjandi starf með marg-
víslegum tækifærum til faglegs og per-
sónulegs þroska. Æskilegt er að viðkom-
andi starfsmaður geti hafið störf sem
fyrst.
Starfs- og ábyrgðarsvið
» Vörumóttaka.
» Vöruafgreiðsla.
Menntunar- og hæfniskröfur
» Lyftararéttindi.
» Meirapróf.
» Hæfni í mannlegum samskiptum.
» Góð þjónustulund og jákvæðni.
» Hreint sakarvottorð.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Haf-
þór Halldórsson, rekstrarstjóri Eimskips
á Ísafirði í síma 525 7891 eða á netfangi
hrh@eimskip.is.
Öllum umsóknum verður svarað og
farið með þær sem trúnaðarmál.
fyrir strákana að koma saman.
„Núna er búið að gera kór-
inn. Síðan geri ég kannski bara
pönkplötu næst, hver veit, en
kórinn heldur áfram. Það er
eitthvað við þennan kór og
þetta er eitthvað það skemmti-
legasta sem ég hef á ævi minni
gert.“
Er von á ykkur á Vestfirði
með tónleika?
„Jú við ætlum að koma um
páskana og spila á Aldrei fór
ég suður og erum að vinna í
því að stækka kórinn með því
að taka eldri og heldri menn
úr Önundarfirði inn í kórinn,
eins og afa og fleiri góða menn.“
Félagsmála-
frömuðurinn
– Þetta hefur verið ágætis
törn þarna fyrir áramót. Að
vera í skólanum, á fullu í nýju
ábyrgðarmiklu starfi og að
taka upp plötu, hvernig er
þetta hægt?
„Kannski er ég bara ofvirk-
ur. Einn vinur minn kallar mig
félagsmálafrömuðinn. Hann
var hérna einhver jólin og einn
og sama daginn var ég að spila
á einhverjum þremur stöðum
ásamt því að elda hátíðarmat-
inn og að skvetta á brennuna
og úr því fékk ég þessa nafn-
gift. Ég er bara þannig, ef það
er lítið að gera hjá mér, sem er
mjög sjaldan, þá verð ég að
búa mér til eitthvað að gera.
Það er sama hvar ég er, ég get
alltaf haft nóg að gera.
Ég fer til að mynda voða
sjaldan sjálfur á ball, það er
yfirleitt þannig að ég er að
spila á þeim. Ég hef til dæmis
aldrei farið á áramótaball, allt-
af verið að spila á Flateyri, að
frá töldum tveimur árum af
síðustu tíu, en þá var ég í annað
skiptið að spila á Þingeyri og
hitt í Bolungarvík. Núna fyrir
síðustu áramót var tvísýnt
með hvort haldið yrði ball á
Flateyri, svo Friðfinnur Hjört-
ur vinur minn sagði: „Ef það
verður ekki ball, þá setjum
við bara keðju yfir grindar-
hliðið og skrifum „Lokað
vegna aumingjaskapar.“
Á Flateyri er svo mikið af
góðu fólki og í gegnum tíðina
hef ég notið mikils stuðnings
vegna þess sem ég hef verið
að gera og fólkið verið dugleg
að sýna að það hafi trú á því,
þó maður trúi því stundum
ekki sjálfur.“
– Mikil hvatning sem sagt?
„Já, það er svo margt sem
maður gerir bara ekki einn.
Maður tekur ekkert upp plötu
einn. Ég væri til dæmis ekki
búinn að gera svona mikið ef
ég hefði ekki Önna bróður eða
stuðning mömmu, pabba ,
systkina minna, ættingja og
vina. Það eru allir til í að
hjálpa. Það eru kannski ekki
margir foreldrar sem eru
svona hvetjandi og sérstak-
lega ef þeir eru af gamla skól-
anum. „Jú jú, góði farðu að
læra á gítar, það er svo prakt-
ískt“ ég held ekki. Amma var
einmitt að forvitnast um nýja
starfið mitt í Skífunni og sagði
til áminningar „en þú ert gít-
arleikari.“ Framinn í bissness
skiptir ekki öllu, það er meira
„þú ert það sem þú kannt“
sem skiptir máli.
– Það hlýtur að skipta miklu
að listræna hliðin fá svona
mikinn stuðning og það er
kannski frekar sérstakt frá
fólki sem hefur þurft að kom-
ast áfram á handaflinu öðru
fremur?
„Já, spáðu í eins og fyrir
Flateyri að eiga okkur strák-
ana. Þarna á bæjarfélagið ein-
hverja karaktera sem alltaf eru
til í að fara upp á svið þegar
eitthvað er um að vera og
skemmta.“
– Það er flott að það njóti
virðingar.
„Það er æðislegt að hafa
bæinn sinn á bak við sig. Það
er svolítið sérstakt að fara úr
þessu umhverfi og spila fyrir
annan hóp en þann sem ég er
vanur hér fyrir vestan. Að
þekkja engan, en halda áfram
að vera sami maðurinn, án
þess að vita hvort þú fáir það
sama til baka. Það hefur tekist
ágætlega. Þegar ég var búinn
að vinna í þrjá daga í Skífunni,
þá vissu allir þar að ég heiti
Halldór Gunnar og ég er Páls-
son og ég kem frá Flateyri og
Flateyri er við Önundarfjörð.
Önfirsku Bítlarnir
Ertu að spila í einhverju
bandi núna?
„Ég er að æfa með Skífu-
bandinu, en það er hljómsveit
starfsmanna Skífunnar við
Laugarveg. Bandið tróð meira
að segja upp á Langa Magna á
dögunum í starfsmennaferð-
inni góðu. Ég er líka enn í
vestfirsku sveitinni BMX, við
eigum eftir að taka lokahnykk-
inn allavega á okkar samstaf,
við eigum svo mikið af efni
sem við þurfum að gera eitt-
hvað við. Ég og Ásgeir erum
líka alltaf eitthvað að vinna
saman. Við erum búnir að gera
tvær plötur, við gerðum líka
poppplötu sem átti að koma
út á sama tíma og kóraplatan.
Hún er bara í biðstöðu. Núna
erum við að skoða hvort við
ættum ekki að gera pönkplötu.
Síðan á ég eftir að gera plötu
með „Bítlunum mínum.“ Ein-
„Eftir þriggja daga atvinnuleysi fannst mér ég bara vera algjör aumingi
og þetta gamla „að taka fyrstu vinnuna sem býðst, annars færð þú
enga“ tók yfir. Ég gleymdi alveg að hugsa til þess að í Reykjavík eru
einhverjir 3500 vinnustaðir. Þannig að á fimmtán mínútum fann ég
staðinn, fór í viðtal og réði mig í vinnu sem bananabílstóri.“
hvern tímann var Paul Mc
Cartney spurður að því hvað
væri nú eftirminnilegast frá
ferlinum, þar sem hann hafði
spilað með öllu helsta tónlist-
arfólki heims. Hann svaraði
því til að það hefðu bara verið
einir Bítlar. Það er eins með
strákana heima, þeir eru Bítl-
arnir mínir, Goggi, Halli,
Hlynur, Geiri,Ívar, Stebbi og
Önni. Það eru einhverjir töfrar
í þessum vinahópi. Við vorum
7 eða 8 strákar í árganginum
sem fæddur er 1981, það kom
einhver stelpa þarna í 3.bekk,
annars voru það bara við – og
við vorum kallaðir Víkinga-
sveitin. Þó við hittumst kann-
ski ekki rosalega mikið í dag,
þá eru samt þetta bræðralag
og þessi óbilandi ást á Önund-
arfirði. Ég veit að þetta getur
hljómað eins og klisja, en það
er eitthvað.“
– Snjóflóðið sem féll á Flat-
eyri var auðvitað hræðilegt
áfall fyrir þetta litla samfélag,
heldurðu að það hafi haft áhrif
á vinaböndin?
„Auðvitað. Við gengum nátt-
úrulega í gegnum þetta saman.
Það var ákveðið uppgjör sem
átti sér stað er við minntumst
að 10 ár voru liðin frá flóðinu.
Þar gátum við rætt þessi mál
og vorum öll saman í að fletta
gömlum Morgunblöðum og
bara tala. Bakgrunnur okkar
gerir okkur að því sem við
erum, og við erum það sem
við erum út frá þessum at-
burði. Flóðið þjappaði fólki
saman. Það voru auðvitað ekki
margir á staðnum og þú bara
veitir stuðning manneskjunni
sem er við hliðina á þér, sama
hver það. Ég get ekki lýst því
hvernig þessi vinahópur virk-
ar, en ef það er eitthvað sem
þarf að gera, þá er það alltaf
bara gert.“
Þeir fiska sem róa
– Hver er svo stefnan?
„Eins og er þá hyggst ég
halda áfram í Skífunni, það er
mjög gaman. Þar er ég alltaf
inn í því hvað er að gerast.
Skemmtilegt að fá þarna tæki-
færi til að bæta mig og gera
betur. Svo er það náttúrulega
að halda áfram í tónlistinni,
halda áfram að semja. Ég lít
mjög upp til Gunnars Þórðar-
sonar, þó ég fíli ekki allt sem
hann er að gera, en hann hefur
allt frá 1960 verið að semja
lög sem eru við hæfi og henta
hverjum áratug, það er alltaf
stór hópur sem fílar það sem
hann er að gera.“
– Það er líka þessi iðni sem
er svo mikilvæg.
„Það eru bara aldargömul
sannindi að þeir fiska sem róa.
Talandi um það þá er ég senni-
lega eini Fjallabróðirinn sem
aldrei hefur verið til sjós, ég
er bara sjóhræddur, flug-
hræddur og hreinlega lífhrædd-
ur. Það var líka aldrei pláss
fyrir það þegar ég var yngri.
Ég var í frystihúsinu á daginn,
svo að baka pizzur á Vagnin-
um og svo að spila þar. Varð-
andi sjómennskuna þá ætla
ég bara að leyfa strákunum að
eiga hana, þó það væri nú flott
að hafa hana með í feril-
skránni. Líka með flugið, ég
flýg yfirleitt aldrei vestur,
svona af því að það er svo
sérstaklega þægilegt að keyra“,
segir Halldór í gamansömum
tón.
– Þú minntist á Vagninn,
þú hefur nú verið töluvert við-
loðandi rokkbúlluna frægu í
gegnum tíðina?
„Ég sver það ég hef gert allt
á Vagninum nema reka hann,
ég hef spilað þar, eldað, unnið
á barnum, málað staðinn, þrif-
ið hann og sinnt dyravörslu.
Ég á bara eftir að reka hann,
ég verð ábyggilega góður
Vagnstjóri einn góðan veður-
dag.“
– Þetta er merkilegur staður.
„Þetta er frábær staður, það
þarf bara að koma honum aftur
í gagnið. Hann er frábært fé-
lagsmiðstöð fyrir okkur sem
eldri erum og það er ekki
óvanalegt að fólk komi keyr-
andi úr næstu sveitum til að
sækja skemmtanir á Vagnin-
um og það eru engir duglegri
en Víkarar að koma á Vagn-
inn. Staðurinn hefur mikið
mojo.“
– Hann hefur væntanlega
átt sinn þátt í móta þig sem
tónlistarmann og spilara.
„Vagninn hefur verið mikill
skóli fyrir mig í því að koma
fram. Ég veit ekki hversu oft
ég hef spilað þar. Ég söng til
dæmis fyrst á Vagninum, en
það hefur mér alltaf þótt mjög
erfitt. Það er bara eitthvað við
þennan stað, hann er svo
miklu meira en pöbb. Það
hreinlega varðar byggðamál
að halda svona stað gang-
andi.“
– Það er auðvelt að eiga
spjall við Halldór Gunnar, það
virðist því alveg rétt sem hann
segir að hann geti spjallað við
hvern sem er um hvað sem er.
En einhvers staðar þarf allt að
enda og Bæjarins besta óskar
Halldóri Gunnari velfarnaðar
í hverju sem hann kann að
taka sér fyrir iðnar hendur.
– annska@bb.is