Bæjarins besta - 22.03.2007, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 15
Augnlæknir
Þóra Gunnarsdóttir, augnlæknir verður
með móttöku á Ísafirði dagana 2.-5. apríl.
Tímapantanir eru frá og með 28. mars í
síma 450 4500 á milli kl. 08:00 - 16:00 alla
virka daga.
Raggagarður fær gjöf
Félag Álft- og Seyðfirðinga færðu Raggagarði í Súðavík 100.000 krónur
að gjöf á dögunum. Styrkurinn er ætlaður til framkvæmda í garðinum nú
í vor. Eins og fram hefur komið er Raggagarður búin að festa kaup á
stórum og voldugum leikkastala og öryggishellum undir hann, sem
verður aðgengilegur gestum garðsins nú í sumar. Í fyrrahaust hlupu
framkvæmdir í garðinum á 8 milljónum króna, en fyrsti áfangi garðsins
var opnaður árið 2005. Garðurinn er staðsettur í ytri byggð Súðavíkur.
Sjaldséðir fuglar á Vestfjörðum
Farfuglarnir eru koma til landsins þessa dagana og með þeim hafa verið að koma
fuglar sem eru sjaldséðir á Vestfjörðum. Svartþrestir (Turdus merula) hafa verið að
sjást á nokkrum stöðum í Strandasýslu, á Ísafirði og í Bolungarvík. Þeir hafa sést yfir
vetur hér vestra t.d. á Þingeyri en talið er að þessir fuglar hafi verið nýkomnir.
Svarþröstur verpir í Reykjavík en er sjaldgæfur varpfugl. Glóbrystingur (Erithacus
rubecula) sást við Kirkjuból í Steingrímsfirði og við Miðhús í Kollafirði (Stranda-
sýsla). Einnig sást vepja (Vanellus vanellus) við Kirkjuból í Steingrímsfirði.
Hús Ratsjárstöðvarinn-
ar á almennan markað
Íbúðarhús í Bolungarvík
sem voru í eigu Ratsjár-
stöðvarinnar á Bolafjalli
verða sett á almennan mark-
að. Þetta segir bæjarstjóri
Bolungarvíkur, Grímur Atla-
son. Húsin eru nú í eigu
Lýsingar hf., og stendur til
að setja þau í sölu, en ekki
leigja út eins og bæjaryfir-
völd höfðu verið að vonast
til. Ekki kemur til greina
að bærinn kaupir húsin,
enda segir Grímur frekar
verið að vinna í því að selja
íbúðir í eigu bæjarins.
Þannig hafa 50 af 80 íbúð-
um bæjarins verið seldar á
síðustu árum.
Grímur segir að starfs-
menn stöðvarinnar sem
sagt var upp störfum í haust
séu því miður að tínast úr
bænum, en fæstir þeirra sáu
sér fært að vera um kyrrt.
Til stendur að fjarstýra
þremur ratsjárstöðvum Rat-
sjárstofnunar Íslands á
landsbyggðinni frá stöð á
Miðnesheiði.
Styrkir Húsafriðunarnefnd-
ar í ár til húsa á Vestfjörðum
nema rétt tæpum 50 milljón-
um króna. Stærstu styrkirnir
voru ákvarðaðir af fjárlaga-
nefnd ríkisins í samráði við
Húsafriðunarnefnd í nóvem-
ber á síðasta ári. Þá fengu út-
hlutað styrkjum Barnaskólinn
Reykjanesi, Einarshús Bol-
ungarvík, Miðstræti 3, Bol-
ungarvík, Íbúðarhúsið í Eyrar-
dal, Álftafirði, Verslunin
Bræðurnir Eyjólfsson á Flat-
eyri, Vatneyrarbúð á Patreks-
firði, Pakkhúsið Vatnseyri,
Gamla prestssetrið Brjánslæk,
Vélsmiðja Guðmundar J. Sig-
urðssonar og Síldarverksmiðj-
an Djúpavík. Í þeirri úthlutun
fengu einnig Patreksfjarðar-
kirkja, Staðarkirkja, Aðalvík
og Bíldudalskirkja styrki, en
sú síðastnefnda fékk hæsta
styrkinn eða 5 milljónir. Þessir
styrkir nema rúmum 40 millj-
ónum króna.
Minni styrkir til húsa á
Vestfjörðum fóru til Verts-
húss í Flatey, verslunarhússins
í Hæstakaupstað á Ísafirði,
Herkastalans á Ísafirði, Mjall-
argötu 5 á Ísafirði, Dunhaga á
Tálknafirði, gamla bæjarins á
Sveinseyri, Brekkugötu 8,
Fjarðargötu 5 og Fjarðargötu
8 á Þingeyri, Steinhússins á
Hólmavík og hákarlahjalls á
Reyðarhlein, lægstu styrkir í
þessum flokki námu 200 þús-
undum króna og sá hæsti var
600 þúsund. Nokkrar friðaðar
kirkjur að auki fengu styrki
frá Húsafriðunarnefnd en þar
fékk stærstan styrkinn Hóls-
kirkja í Bolungarvík eða 900
þúsund krónur. Aðrar kirkjur
sem fengur styrki eru: Gufu-
dalskirkja, Eyrarkirkja í Seyð-
isfirði, Staðarkirkja Staðardal
og Bænhúsið í Furufirði.
Nokkur friðuð hús á Vest-
fjörðum fengu að auki styrki
en þau eru: Jónassenshús,
Miðkaupstað á Ísafirði, Gamla
Faktorshúsið Neðstakaupstað,
Edinborgarhúsið, Gamla salt-
húsið á Þingeyri og Riis-hús
Borðeyri sem fékk hæsta styrk-
inn eða 1 milljón króna.
Nær 50 milljónir króna til
framkvæmda á Vestfjörðum
Edinborgarhúsið á Ísafirði er á meðal þeirra húsa sem fengu styrk frá Húsafriðunarnefnd.
Landbúnaðarráðherra undirrit-
ar samstarfssamning við Storm
Guðni Ágústsson, landbún-
aðarráðherra, undirritaði á
dögunum fyrsta samstarfs-
samning landbúnaðarráðu-
neytisins um byggingu reið-
húsa og er hann við Hesta-
mannafélagið Storm á Vest-
fjörðum. Ráðuneytið styrkir
félagið um 12 milljónir króna.
Áður höfðu stjórnir Hesta-
mannafélagsins Storms og
Knapaskjóls ehf. auk Halldóra
Halldórssonar bæjarstjóra Ísa-
fjarðarbæjar undirritað samn-
inginn.
Samstarfssamningar við
hestamannafélögin er leið
landbúnaðarráðuneytisins í að
efla og styrkja hestamennsku
á Íslandi. Í mars 2006 úthlut-
aði nefnd sem skipuð var af
landbúnaðarráðherra styrkj-
um til byggingar 28 reiðhúsa
víðs vegar um landið. Heildar-
úthlutun styrkja nam 330
milljónum króna en alls bárust
nefndinni 41 umsókn.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar
samþykkti í mars 2006 bygg-
ingarleyfi fyrir 820 fermetra
reiðhöll á 6.600 fermetra lóð
á Söndum í Dýrafirði. Reið-
höllin á Söndum er nú fullgerð
og starfsemi þegar hafin.
Stefnt er að því að vígja húsið
formlega nú í lok mars.
Hesthús Stormsfélaga að Söndum í Dýrafirði.