Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.03.2007, Síða 16

Bæjarins besta - 22.03.2007, Síða 16
FIMMTUDAGUR 22. MARS 200716 Bergljót í Úganda Vel var tekið á móti Bergljótu þegar hún heimsótti almenningsskólann. Úganda er land í austur Afr- íku, ríflega tvisvar sinnum stærra en Ísland. Íbúar lands- ins eru nær 30 milljón talsins, opinbert tungumál er enska. Landið var nýlenda Breta til ársins 1962, þegar það öðlað- ist sjálfstæði. Á árunum 1971- 79 var einræðisstjórn Idi Am- ins við lýði, en valdatíð hans einkenndist af mikilli grimmd og talið er að hundruð þúsunda manna hafi verið pyntaðir og myrtir. Friður hefur að mestu ríkt í Úganda frá árinu 1986, en þá komst núverandi forseti landsins, Yoweri Museveni, til valda. Margir Íslendingar hafa heimsótt Úganda. Bergljót Halldórsdóttir, kennari við Grunnskólann á Ísafirði, er ein af þeim. Hún fór til Úganda fyrir nokkrum misserum og ætlar aftur í sumar. Bergljót fór til að heimsækja vinkonu sína, Ágústu Gísladóttur, sem ætti að vera Ísfirðingum kunn, en hún bjó á Ísafirði um árabil. Ágústa vinnur í höfuðborg Úganda, Kampala, sem um- dæmisstjóri Þróunarsamvinnu- kæmu aðallega einhverjir sér- vitringar og fuglaskoðarar. Það er svo mikill gróður í Úg- anda að villidýrin eru ekki eins sýnileg. Í Kenýa geta verið miklir þurrkar og þá safnast öll dýrin saman að vatnsból- inu en í Úganda er þetta öðru- vísi og dýrin geta bara haldið sig inni í skóginum. Ég hlakka mikið til að fara til Kenýa og sjá hvort munurinn sé mikill, hvort Kenýa sé jafn mikið ferðamannaland og sagt er.“ „Það var ýmislegt sem kom mér á óvart í þessari ferð. Þar sem ég er kennari hef ég kennt krökkum hérna heima ýmis- legt um Afríku og mér fannst alltaf svo kjánalegt að vera að kenna þeim um frumbyggja í Afríku, því ég var viss um að þetta væri ekkert svona lengur. Það kom mér því töluvert á óvart að sjá hversu frumstætt allt var þarna, hve mikil fá- tæktin er.“ Reknir burt af Idi Amin „Ferðin út byrjaði ekki vel. Á leiðinni til London, hvaðan við ætluðum svo að taka tengi- flug til Úganda, lentum við í því að það flugvélin hjá Ice- land Express bilaði. Þar með misstum við af vélinni til Úg- anda og þurftum að bíða tvo daga í London. Þetta var bölv- að vesen og við þurftum að fara á flugvöllinn til að útvega okkur annað far til Úganda. Við tókum leigubíl út á flug- völl og það var skemmtileg tilviljun að leigubílstjórinn hafði búið í Úganda þegar hann var ungur. Þetta var ind- verskur maður á aldur við mig, en honum og fjölskyldu hans hafði verið vísað úr landi í stjórnartíð Idi Amins. Fjöl- skylda hans fékk 90 daga til að yfirgefa landið. Leigubíl- stjórinn sagði að honum hefði fundist alveg rosalega gott að búa í Úganda. Þannig var það með margar fjölskyldur sem höfðu búið í Úganda árum saman, ef ekki áratugum sam- an, þeim var gert að pakka niður og yfirgefa heimili sitt.“ – Bergljót gisti á hóteli ná- lægt þjóðgarði í vestur Úganda sem er m.a. í eigu ungs Breta. „Afi þessa stráks hafði átt teplantekru rétt hjá þar sem hótelið stendur en í valdatíð Idi Amins þurfti hann, eins og svo margir aðrir, að yfirgefa landið. Mörgum árum seinna leyfði ríkisstjórn landsins fólki að endurheimta eigur sínar. Gamli maðurinn var þá látinn en sonur hans fór til Úganda, seldi teplantekruna og setti þetta hótel á fót. Son- urinn lést skömmu síðar og þá tók sonarsonurinn við. Það var ekkert rafmagn á þessu hóteli, vatnið var t.d. allt hitað yfir opnum eldi og því var reykjarlykt af baðvatninu. Hver og einn gisti í eigin skála og á nóttunni voru varðhundar fyrir framan skálana. Það var mjög skemmtileg stemmning í matsalnum því þar var lagt á borð fyrir alla gesti við sama borðið, þannig að kvöldverð- urinn var alltaf sameiginlegur og þá kynntist maður hinum gestunum mun betur en ella.“ Hjálpað að standa á eigin fótum – Murchison Falls þjóð- garðurinn sem er í norðvestur- hluta Úganda var einnig heim- sóttur. Um Murchisson foss- ana rennur öll Níl, en kraftur- inn er gífurlegur þegar vatnið þrengir sér um sjö metra breitt gil og fellur svo 43 metra. „Við sigldum upp að þess- um fossum, en á leiðinni þang- að sáum við fíl standa úti í fljótinu. Okkur var sagt að hann væri búinn að standa þarna í hálfan mánuð, á sama staðnum. Hann hafði lent með fótinn í gildru og var í fljótinu til að kæla sárið. Til að bjarga fílnum þurfti að svæfa hann áður en gildran yrði fjarlægð, en allt gengur svo ótrúlega hægt þarna að ekkert hafði gerst í tvær vikur.“ – Candle Light Foundation er hjálparstofnun sem stofnuð var af Erlu Halldórsdóttur þjóðfélagsfræðingi, árið 2001. Bergljót heimsótti stofnunina, en hún hefur það að markmiði að hjálpa ungum stúlkum sem lent hafa í ógöngum, búa jafn- vel á götunni eða neyta fíkni- efna. Stúlkurnar eru flestar munaðarlausar, oftast hafa foreldrarnir látist vegna al- næmis og um þriðjungur stúlkn- anna eru sjálfar með alnæmi. „Þarna læra stúlkurnar að vinna fyrir sér með því að búa til kerti sem eru síðan seld, þeim er kennt á tölvu, að sauma og að bjarga sér og sjá um sig sjálfar. Þetta eru korn- ungar stúlkur, sumar þeirra eiga börn, en börnin fá pössun á meðan stúlkurnar eru að vinna og í skólanum.“ Þetta mannlega til staðar – Á meðan á dvöl Bergljótar stóð heimsótti hún tvenns- konar skóla, annars vegar einkaskóla rekinn að breskum sið, en hann sækja börn ríkra foreldra, og hinsvegar venju- legan almenningsskóla. „Í almenningsskólanum voru um 70 krakkar í einum bekk. Þau eru kannski svona þrjú til fjögur um eina bók og þegar við komum voru flest skriffæri búin. Þegar engin skriffæri eru til verður kennsl- an svolítið öðruvísi, kennt er með miklum endurtekningum og á syngjandi hátt. Öll börnin eiga að vera í skólabúningum, en mér var sagt að það væri ekki svo strangt tekið á því, hafi foreldrar ekki efni á bún- ingi vilja kennararnir frekar að börnin mæti án hans en að þau sitji heima. Börnin eru líka öll snoðuð, en það er gert til að koma í veg fyrir vanda- stofnunar Íslands í Úganda. „Ágústa er búin að vera í Afríku í mörg ár. Fyrst var hún í Namibíu, svo var hún í Mósambík áður en hún fluttist til Úganda. Hún kann best við sig í Úganda, henni finnst fólkið þar sérstaklega gott. Það er mjög hógvært og vinsamlegt.“ Gerði sér ekki grein fyrir fátæktinni „Úganda er ekki ferða- mannaland eins og Kenýa, og þangað koma ekki margir ferðamenn. Okkur var sagt af bandarískum manni sem við hittum að fáar ferðir væru seldar til Úganda og þangað Bergljót og skólastjóri almennings skólans. mál eins og lús. Kennslukon- an í bekknum sem ég heim- sótti skar sig dálítið úr, því hún var alveg ofboðslega fín og fallega klædd. Eins og umhverfið var þarna í kring fannst manni kannski ekki að það tæki því að punta sig fyrir vinnuna, en kennslukonan kom þarna í rosalega fínum fötum. Mér finnst þetta svolítið athyglis- vert. Þarna er flottur kennari, hámenntaður, í dragtinni sinni og hún er bara að kenna við svona fátæklegar aðstæður. Börnunum fækkar í hverjum bekk, þannig að það eru til- tölulega fá börn eftir í 12 ára bekk. Í skólanum var sérdeild, en þar eru blindir, fatlaðir og þroskaheftir saman í bekk. Þetta kemur mörgum á óvart, að það skuli yfir höfuð vera sérdeild, en auðvitað er þetta mannlega alveg til staðar þarna líka, það er bara svo mikil fátækt að umbúnaðurinn er ekki eins og hjá okkur.“ – Bergljót ætlar aftur til Úganda í sumar, og þá til að vera í tvo mánuði. „Ég ætla til Úganda aftur, en einnig til Kenýa og Zanzi- bar. Það er ekki alveg ákveðið hvernig við höfum þetta, en við ætlum að skoða okkur þarna um, mig hefur alltaf langað mikið til Zanzibar. Það er al- drei að vita nema ég komi við í einhverjum skólum þessum löndum og kynni mér aðstæð- ur og aðferðir eins og við gerð- um síðast.“ – tinna@bb.is Markaður við þjóðveginn í Úganda. Börnin eru oft þrjú til fjögur um eina bók.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.