Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.03.2007, Síða 18

Bæjarins besta - 22.03.2007, Síða 18
FIMMTUDAGUR 22. MARS 200718 Ábendingar um efni sendist til Thelmu Hjaltadóttur, thelma@bb.is – sími 849 8699 Mannlífið Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Blogg Sigmars Guðmundssonar sigmarg.blog.is/blog/sigmarg Smáauglýsingar Veggsamstæða fæst gefins ef hún er stótt. Á sama stað er til sölu sjónvarpsskápur og borð- stofuborð fyrir lítinn pening. Uppl. í síma 869 8015. Til sölu eru parketslípivélar með efnum. Tilvalið tækifæri fyrir smið sem vill vinna sjálfstætt. Uppl. í síma 893 9362. Óska eftir 3ja herb. íbúð til leigu frá 10. apríl. Uppl. gefur Guffý í síma 868 8464. Til sölu er húseignin að Selja- landi 21 á Ísafirði. Húsið er 197m² með kjallara undir hluta af hús- inu. Sjón er sögu ríkar. Uppl. gefur Halldór Sveinbjörnsson í síma 894 6125. Til sölu er íbúðarhúsið í Fremri Breiðadal. Húsið er 163m² að stærð og í góðu standi. Húsið er laust nú þegar. Á sama stað er til leigu eða sölu harðfisk- hjallur ásamt verkunaraðstöðu. Hjallurinn er laus nú þegar. Leig- ist eða selst saman eða í sitt hvoru lagi. Uppl. í símum 456 6112 eða 894 4512. Ef þú þarft að losna við Lazy Boy stólinn, skaltu hringja í síma 867 9146. Til leigu er 3ja herb. risíbúð á Ísafirði með húsgögnum og húsbúnaði frá 15. apríl nk. Uppl. gefur Eiríkur í síma 845 2685. Á föstudegi fyrir um tveimur vik- um voru útibuxur sonar okkar teknar af leikskólanum Sólborg, örugglega í misgripum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekist að hafa uppá þeim. Buxurnar eru glænýjar, svartar með axlaböndum og endurskini. Buxurnar eru í stærð 116-122 og framleiddar af Color Kids. Ef þið finnið svona buxur í fór- um ykkar, vinsamlegast hafið samband í síma 694 9913 (Óli) eða 699 2392 (Katrín). Spurning vikunnar Hefur þú trú á átaki af hálfu stjórnvalda vegna atvinnu- og byggðamála á Vestfjörðum? Alls svöruðu 613. Já sögðu 78 eða 13% Nei sögðu 535 eða 87% Stofnfé í Spari- sjóði Vest- firðinga óskast keypt! Upplýsingar í síma 844 8262 Árshátíð Grunnskóla Ísafjarðar var haldin í síðustu viku. Þrír hressir krakkar úr 7. bekk Grunnskóla Ísafjarðar fengu það hlutverk að vera fjölmiðlafulltrúar hátíðarinnar. Hátíðin er hápunktur vetrarins og allir nemendur skólans taka þátt eða um 520 börn, hvort sem það er í leik eða undirbúningi. Þunginn af undirbúningnum hvílir þó mestmegnis á nemum í 7. bekk, en ágóðanum af hátíðinni verður varið til að fjármagna ferð nemenda í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði sem farin er ár hvert. Þau Bæring Rúnar Henrysson, Heiðdís Hrönn Magnúsdóttir og Tómas Helgi Svavarsson settust niður með blaðamanni og svöruðu spurningum hans. –Hver var yfirskrift hátíðarinnar í ár? „Yfirskriftin í ár var Póstkort. Það er svona þema á hverju ári, í fyrra var t.d. Veröldin er leiksvið og árið þar áður var Hlátur og grátur.“ –Hvernig fer þetta allt saman fram? „7. bekkur sér alltaf um hátíðina. Hann er eini bekkurinn sem leikur á öllum sýningunum, en hinir bekkirnir skipta sýningunum á milli sín. Í ár er það þannig að milli atriða hinna bekkjanna erum við í 7. bekk með lítil atriði og kynnum svo hin atriðin. 7. bekkur sér líka um miðasölu.“ –Hvað er skemmtilegast við árshátíðina? „Að sjá leikritin hjá hinum bekkjunum og kynnast krökk- unum í skólanum betur. Það er líka gaman að skemmta öðrum og flestum finnst gaman að leika. Það er auðvitað best ef allt heppnast vel og er flott.“ –Til hvers finnst ykkur árshátíðin vera? „Til að skemmta fólki og skemmta okkur, kynnast betur og leyfa foreldrum og ættingjum að sjá hvað við erum að gera. Við lærum líka að koma fram, sem er mikilvægt.“ – tinna@bb.is Bæring, Heiðdís og Tómas eru fjölmiðlafulltrúar 7. bekkjar. Árshátíð GÍ vegleg að vanda Mikil stemmning var á árshátíð Grunnskólans á Ísa- firði sem hófst á fmmtudag í síðustu viku. Fimm sýningar voru á dagskránni og var þemað „Póstkort“. Hver ár- gangur flutti eitt atriði og voru öll atriðin frumsamin. Greini- legt var að heilmikil vinna var lögð í að gera hátíðina sem best úr garði enda hefur skóla- starfið verið markað að undir- búningnum undanfarnar vik- ur. Þá nálgaðist hver bekkjar- deild viðfangsefnið á sinn hátt og var fjölbreytnin þar allsráð- andi. Póstkortin komu frá ýmsum heimshornum og komu ýmsar persónur við sögu. Til dæmis var farið til Englands þar sem drottningin var heimsótt, komið var við í Disney-landi í Ameríku og pósturinn Njáll færði Stubbunum og Rauð- hettu póstkort. Skemmtunin þótti heppnast með eindæm- um vel en henni var framhald- ið um kvöldið og á föstudag. Hátíðin er hápunktur vetrar- ins og allir nemendur skólans tóku þátt eða um 520 börn, hvort sem það er í leik eða undirbúningi. Þunginn af und- irbúningnum hvíldi þó mest megnis á nemendum í 7. bekk, en ágóðanum af hátíðinni verður varið til að fjármagna ferð nemenda í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði. Póstkort víða úr heimi á árshátíð GÍ Póstkortin komu frá ýmsum heimshornum, meðal annars Tælandi. Olsen bræðurnir Dönsku voru aðalnúmerið á veglegri Evróvisjón árshátíð Kaupþings í gærkvöldi. Allt varð brjálað í 1800 manna veislunni þegar Danirnir stigu á stokk en þeir sigruðu Evróvisjón eftirminnilega árið 2000. Gert var ráð fyrir að Olsen bræður flyttu þrjú lög á árshátíðinni en þeir bættu nokkrum við vegna góðra undirtekta Kaupþingsfólks. Evróvisjónþemað mæltist vel fyrir hjá fólki og það var vel pakkað á dans- gólfinu í öllum atriðunum. Icy tríóið kom saman og söng gleðibankann, Stebbi og Eyfi tóku Nínu (tvírætt orðalag), Selma söng bæði evróvisjónlögin sín, Eiríkur söng nýja lagið og Páll Óskar söng og þeytti skífum.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.