Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.03.2007, Side 19

Bæjarins besta - 22.03.2007, Side 19
FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 19 Sælkerar vikunnar eru Katrín Pálsdóttir og Þorsteinn Másson á Ísafirði Horfur á föstudag: Suðlæg átt og rigning eða slydda með köflum. Hiti 0-8 stig. Horfur á laugardag: Suðlæg átt og rigning eða slydda með köflum. Hiti 0-8 stig. Horfur á sunnudag: Suðlæg átt og rigning eða slydda með köflum. Hiti 0-8 stig. HelgarveðriðÓska eftir kostnaðaráætlunBrunavarnaáætlun Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2007 var lögð fyrir umhverf- isnefnd á dögunum og tekin til umfjöllunar. Á fundinum lagði nefndin til við bæjarstjórn að brunavarnaráætlunin verði samþykkt, en óskar jafnframt eftir að tæknideild geri kostnaðaráætlanir vegna lagfæringar og stækkunar á núverandi slökkvistöð, sem og vegna uppsetningar og eftirlits á eldvarnarkerfum í skólum og leikskólum Ísafjarðarbæjar. „Umhverfisnefnd bendir á nauðsyn þess að eldvarnarkerfi, sem eru í fyrirtækjum og stofnunum séu beintengd við vaktstöð“, segir í fundargerð nefndarinnar. Námsmannanúðlur Sælkerar vikunnar bjóða að þessu sinni upp á tvo rétti sem eiga uppruna sinn að rekja til Austurlanda. Fyrri rétturinn kallast Námsmannanúðlur. „Þennan rétt eldaði ég oft á námsárum mínum í Reykjavík og hann kemur sér vel þegar gríðarleg blankheiti mæta sáru hungri“, segir Þorsteinn. Einn- ig bjóða þau upp á tælenskan rækjurétt. Námsmannanúðlur 1 stk 25 kr. núðlupakki Allt sem til fellur úr ísskápn um s.s. paprika, laukur, skinka, hvítlaukur, pylsur 2 msk smjör/smjörvi Dass af hlyn sírópi og soya ef efni leyfa Núðlurnar eru soðnar sam- kvæmt leiðbeiningum og ekki skemmir fyrir ef ¼ af súpu- tening er bætt í pottinn. Á meðan núðlurnar sjóða, fer maður í það að saxa niður grasið og ketmetið, setur það á pönnuna með smjörinu og lætur þetta malla. Svo hellir maður sírópinu og soyasós- unni yfir grasið og kjötið á pönnunni „Þegar núðlurnar er tilbúnar hellir maður soðinu á djúpan disk og sturtar núðlunum á pönnuna. Svo sullar maður aðeins í gumsinu með spaða og skellir því síðan disk og étur. Soðið má síðan nota sem súpu og þá er maður aldeilis orðinn grand á því með tví- réttað“, segja sælkerarnir. Tælenskur rækjuréttur (Fyrir 4) 750 g af skellausri rækju (helst 70/90 stk í kg eða stærri) 1 stk paprika ½ laukur Nokkrir sveppir 1 stk hvítlauksrif ½ sæt kartafla 2 dósir af Thai Pride red curry sósu ½ af kókosmjólk Sjóðið rækjuna (ef hún er ekki soðin fyrir) og sætu kar- töfluna. Setjið grænmetið á pönnu og léttsteikið. Hellið síðan úr dósunum á pönnuna og bætið við rækjunum og sætu kartöflunni sem á að skera niður í hentuga bita. Berið fram með hrísgrónum og ísköldum gosdrykk. Taka skal fram að því meira sem sett er af kókosmjólk í réttinn því mildari verður hann. Við skorum á Þórarinn Ól- afsson á Ísafirði að verða næsti sælkeri vikunnar. Einbýlishús til sölu! Til sölu er húseignin að Seljalandi 21 á Ísafirði. Húsið er 197m² með kjallara undir hluta af húsinu. Sjón er sögu ríkar! Upplýsingar gefur Halldór Sveinbjörns- son í síma 894 6125þ Ertu orðin(n) áskrifandi? Áskriftarsíminn er 456 4560 Skólahreysti á Ísafirði Hreystikeppnin Skólahreysti verður haldin í íþróttahúsinu á Torfnesi á Ísafirði í dag. Skólahreysti er hreystikeppni fyrir 9. og 10 bekkinga allra grunnskóla landsins. Mótið byggist upp á fimm keppnis- greinum, piltar keppa í s.k. upphífingum og dýfum, stúlk- ur í armbeygjum og fitness- greip en bæði kynin keppa svo í hraðaþraut, sem byggð er á mörgum mismunandi þrautum. Árið í ár er þriðja árið sem mótið er haldið, en það er nú í fyrsta skipti haldið á lands- vísu. Alls verða haldnar 10 forkeppnir í Skólahreysti en keppnin á Ísafirði er sú níunda í röðinni. Stigahæsti skólinn úr hverjum riðli kemst í úr- slitakeppnina sem haldin verður í Laugardalshöll þann 26.apríl. Það er til mikils að vinna því sá skóli sem hreppir fyrsta sæti í úrslitum fær 200 þúsund krónur í verðlaun sem rennur til nemendafélags skól- ans. Annað sætið fær 100 þús- und krónur og þriðja sætið fær 50 þúsund krónur. Skólarnir sem keppa á Ísa- firði eru Grunnskóli Bolung- arvíkur, Grunnskólinn á Ísa- firði, Grunnskólinn á Þingeyri og Grunnskólinn í Súðavík. Þess ber að geta að keppnin verður tekin upp og sýnd á Skjá einum nk. þriðjudag. Þá verður úrslitakeppnin sýnd beint frá Laugardalshöll laug- ardaginn 26. apríl. – tinna@bb.is Þrautirnar sem krakkarnir takast á við eru margvíslegar. Sérkennilegt skordýr fannst í fyrirtækinu Marel á Ísafirði nýlega en talið er að það hafi flust með varningi erlendis frá. Að því er fram kemur á vef Náttúrustofu Vestfjarða er skepnan sennilega húsamargfætla (Scutigera coleoptrata), eða náinn ættingi hennar. Húsamargfætla hefur fundist nokkrum sinnum á Íslandi, en ekki hefur frést af henni á Vestfjörðum áður. Húsamargfætlur eru upprunnar við Miðjarðarhafið, en hefur breiðst út um mestan hluta Evr- ópu, Asíu og Norður Ameríku. Húsamargfætlan getur lif- að allan sinn aldur innanhúss og er því algengur fylgifiskur mannsins. Fullvaxin hefur hún að meðaltali 15 fótapör, en þegar hún klekkst úr eggi eru þau stundum bara fjögur en síðan fjölgar pörunum um eitt við hver hamskipti. Húsa- margfætlur eru rándýr og lifa á ýmsum skordýrum, sem þær drepa með eitri. Þær geta bitið menn en það er ekki al- gengt. – thelma@bb.is Sérkennileg padda fannst í Marel sem talið er að sé húsamargfætla. Mynd: nave.is. Húsamargfætla á Ísafirði Búist við fjölda ferða- manna til Ísafjarðar Margir ferðamenn munu leggja leið sína á Vestfirði í sumar ef marka má fjölda fyrirspurna sem hafa borist Upplýsingamiðstöð ferða- mála á Ísafirði. Heimir Hans- son, forstöðumaður Upplýs- ingamiðstöðvarinnar, segir að fjöldinn hafi komið honum á óvart en fyrirspurnirnar hafi byrjað að streyma inn strax eftir síðasta sumar. Þær hafa svo farið úr því að vera al- menns eðlis í að vera bein- skeyttari og nákvæmari eftir því sem nær líður sumri, af því má draga þá ályktun að fólk sé búið að ákveða að koma vestur. Heimir segir að spurt sé um allt milli himins og jarðar, um ástand vega, ferðir á Hornstrandir, áætlun Breiðafjarðarferjunnar og fleira. Sérstaklega er mikið um útivistartengdar fyrirspurnir. Það er ekki aðeins sumarið sem leggst vel í Heimi því tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður og Skíðavikan hafa greinilega vakið áhuga fólks. Þá er fólk aðallega að velta fyrir sér húsnæði, en gistirým- ið sem Upplýsingamiðstöðin hefur á skrá á Ísafirði er við það að fyllast. Heimir hefur bent fólki á fjölda gistimögu- leika í nágrannabæjum Ísa- fjarðar og taka flestir vel í það. – tinna@bb.is Upplýsingamiðstöð ferðamála á Ísafirði, Edinborgarhúsinu.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.