Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.05.2007, Side 2

Bæjarins besta - 03.05.2007, Side 2
FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 20072 Þennan dag árið1943 fórust fjórtán bandarískir hermenn þegar flugvél (Boeing 24) brotlenti á Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Meðal þeirra var yfirmaður alls herafla Banda- ríkjanna í Evrópu, Frank M. Andrews. Dagurinn í dag 3. maí 2007 – 123. dagur ársins Nafnávöxtun Lífeyris- sjóðs Vestfirðinga var mjög góð á árinu 2006, eða 17%, sem samsvarar 9,5% raun- ávöxtun. Meðaltals raun- ávöxtun síðustu fimm ár er 8,7% og meðaltals raun- ávöxtun síðustu 10 ár er 6,1%. Erlend hlutdeildar- skírteini og hlutabréf voru að gefa bestu ávöxtun á ár- inu um 27% og kemur þar til bæði hækkun á erlendum mörkuðum og lækkun á gengi íslensku krónunnar. Ávöxtun innlendra hlutabréfa var við- unandi en ávöxtun innlendra markaðsskuldabréf var slök sem markaðist af verðlækkun sem var á síðasta ársfjórðungi ársins. Fjárfestingartekjur ársins 2006 námu 3,8 milljörðum króna. Hrein eign til greiðslu lífeyris var 25,9 milljarðar í lok árs 2006 og hækkaði um 3,9 milljarða frá fyrra ári eða um 18%. Skipting eigna í lok árs 2006 var þannig að 42% eigna var í skuldabréfum, 58% í verðbréfum með breytileg- um tekjum, þ.e. hlutabréfum, skuldabréfum og hlutdeildar- skírteinum, 71% í innlendum verðbréfum og 29% í erlend- um verðbréfum. Samkvæmt tryggingarfræði- legri úttekt í lok ársins eru eignir umfram heildarskuld- bindingar 4,2 milljarðar eða 12,6%. Með tilliti til góðrar ávöxtunar og tryggrar stöðu sjóðsins hefur stjórn hans ákveðið að leggja til við árs- fund sem haldinn verður á Ísafirði 17. maí nk. að öll áunnin lífeyrisréttindi og greiðslur til lífeyrisþega verði hækkuð um 10% frá 1. janúar 2007. Með þessarri hækkun Lífeyrissjóðs Vestfirðinga á áunnum lífeyrisréttindum sjóðfélaga hafa réttindin verið hækkuð um 21% á sl. 5 árum. 17% ávöxtun hjá Lífeyrissjóði Vestfirðinga Bókaverðlaun barnanna afhent Bókaverðlaun barnanna voru afhent á Bókasafninu á Ísafirði í síðustu viku, en öll almenn- ings- og skólabókasöfn landsins standa fyrir vali á bestu barnabók ársins 2006. Fjögur börn sem tóku þátt í valinu í Ísafjarðarbæ hlutu bók í verðlaun frá Bókasafninu, þau Sara Dögg Ragnarsdóttir, Ágúst Orri Valsson, Thelma Rut Jóhannsdóttir og Svanhildur. Yfir allt landið var það Fíasól á flandri sem hlaut verðlaunin í flokki íslenskra bóka, en Eragon- öldungurinn, í flokki þýddra bóka. Hjá börnum í Ísafjarðarbæ var Fíasól á flandri vinsæl- ust af íslenskum bókum en Galdrastelpur: eldur hafsins, af þýddum bókum. Hin árvissa brottsending útskriftarnema Mennta- skólans á Ísafirði, svokallað dimissio var á föstudag. Að vanda voru útskriftarnemar klæddir í furðubúning, og í þetta skiptið voru þeir búnir sem englar. Dimissio fer iðulega fram síðasta kennsludag vorannar, og fara þá útskriftarnemar um bæinn með lúðraþyt og bumbu- slátt, gengið er að heimilum helstu fulltrúa kennaraliðs- ins og þeir vaktir með látum. Útskriftarnemarnir mættu í árbít til skólameistara klukkan 8, áður en þeir héldu í skólann, þar sem hefðbundin dagskrá fór fram. Áralöng venja er fyrir dimissio í Menntaskólan- um á Ísafirði líkt og í mörgum fleiri skólum. Englar úr MÍ gerðu Ísfirðingum rúmrusk Hluti hópsins á tröppum Menntaskólans. Ljósm: Friðgerður Ómarsdóttir. Vestfirðingar fjórðungur fram- bjóðenda í Norðvesturkjördæmi 25% frambjóðenda til al- þingiskosninga í NV-kjör- dæmi eru búsettir á Vestfjörð- um, eða 27 af 108. Fimm Vest- firðingar eru á framboðslistum Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna, Samfylkingar og Frjálslyndra, fjórir á lista Ís- landshreyfingarinnar og þrír á lista Framsóknar. Vestfirskir frambjóðendur Framsóknar- flokksins eru þau Svanlaug Guðnadóttir, hjúkrunarfræð- ingur, Ísafirði, Sveinn Bernó- dusson, vélsmiður, Bolungar- vík og Jóhann Hannibalsson, bóndi, Bolungarvík. Frá Frjálslynda flokkinum eru Guðjón Arnar Kristjáns- son, alþingismaður og for- maður Frjálslynda flokksins, Ísafirði, Kristinn H. Gunnars- son, alþingismaður Bolungar- vík, Guðmundur Björn Haga- línsson, bóndi og formaður eldri borgara í Önundarfirði, Flateyri, Lýður Árnason, heil- brigðisstarfsmaður, Bolung- arvík og Páll Jens Reynisson, véla- og iðnaðarverkfræði- nemi við HÍ, Hólmavík. Pálína Vagnsdóttir, athafna- kona úr Bolungarvík leiðir Ís- landshreyfinguna, en auk hennar eru Vestfirðingarnir Kristján S. Pétursson, nemi, Ísafirði og Ragna Aðalsteins- dóttir, bóndi, Ísafirði. Vestfirðingar úr röðum Samfylkingarinnar eru Sig- urður Pétursson, bæjarfulltrúi, Ísafirði. Helga Vala Helga- dóttir, fjölmiðlakona og laga- nemi, Bolungarvík. Bryndís Friðgeirsdóttir, verkefnastjóri, Ísafirði. Páll Finnbogason, vélstjóri, Patreksfirði og Pétur Sigurðsson, formaður Verka- lýðsfélags Vestfirðinga, Ísa- firði. Sjálfstæðisflokkurinn teflir fram Einari Kristni Guðfinns- syni, sjávarútvegsráðherra, Bolungarvík, Einari Oddi Kristjánssyni, alþingismanni, Flateyri, Birnu Lárusdóttur, forseta bæjarstjórnar, Ísafirði, Eyrúnu Ingibjörgu Sigþórs- dóttur, oddvita, Tálknafirði og Óðni Gestssyni, framkvæmda- stjóra, Suðureyri. Þá eru vestfirskir frambjóð- endur Vinstri grænna þau Ingibjörg Inga Guðmunds- dóttir, íþróttafræðingur, Tálkna- firði, Jóna Benediktsdóttir, að- stoðarskólastjóri, Ísafirði, Rósmundur Númason, verk- stjóri, Hólmavík, Lilja Rafney Magnúsdóttir, verkakona, Suðureyri og Jón Fanndal Þórðarson, verslunarmaður, Hnífsdal. – tinna@bb.is Oskar Svärd fyrstur í Fossavatnsgöngunni Um 250 keppendur voru skráðir í Fossavatnsgönguna sem fram fór í blíðskaparveðri á laugardaginn. Þetta var í 72. sinn sem gangan er haldin og hafa þátttakendur aldrei verið fleiri. Erlendir þátttakendur voru um 30 talsins og komu m.a. frá Bandaríkjunum, Sví- þjóð, Spáni, Ítalíu, Noregi og Danmörku. Það var Svíinn Oskar Svärd sem var fyrstur í mark í 50 km göngu karla, en Oskar er margfaldur sigurveg- ari Vasa göngunnar. Fyrstur Íslendinga í 50 km göngunni var Magnús Eiríks- son, en hann keppti í flokki 50-65 ára karla. Susanne Nyström frá Svíþjóð var fyrst kvenna í mark í 50 km göng- unni, önnur í mark var Stella Hjaltadóttir frá Ísafirði. Ingi- björg Elín Magnúsdóttir var fyrst í mark í 20 km göngu kvenna, en í 20 km göngu karla kom Einar Ólafsson fyrstur í mark. Egill Ari Gunn- arsson var fyrstur til að klára 10 km göngu karla, en Sólveig Guðmunda Guðmundsdóttir var fyrst í flokki kvenna. Í stystu göngunni, 7 km var Arna Kristbjörnsdóttir fyrst kvenna í mark, en Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson var fyrstur karla. Úrslit Fossa- vatnsgöngunnar má finna í heild sinni á vef Skíðafélags Ísfirðinga. – tinna@bb.is Keppendur í 50 km göngu ræstir af stað.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.