Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.05.2007, Page 3

Bæjarins besta - 03.05.2007, Page 3
FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2007 3 Leikskólabörn héldu upp á Dag umhverfisins Elstu börnin úr leikskólum Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkur fögnuðu Degi umhverfisins með árlegri heimsókn til Gámaþjónustu Vestfjarða í síðustu viku. „Ruslið var brennt og tekið með krana. Við sáum tætarann tæta dýnu og svo margt fleira. Við sáum ruslabílinn sturta ruslinu ofan í ruslagáminn. Þar sáum við stígvél með mynd af Bangsímon, bók, epli, klósett, brauð og margt fleira. Við sáum líka kassavél sem býr til einn stóran kassa úr litlum kössum og þeir eru sendir til útlanda og gerðir aftur litlir þar. Við sáum líka ónýtan bíl og rallýdekk,“ er haft eftir börnunum á vef Suðureyrar. Dagur umhverfisins var að þessu sinni að þessu sinni tileinkaður loftmengun. Leikskólar í Ísafjarðarbæ og í Bolungavik hafa í samvinnu við Gámaþjónustu Vestfjarða unnið að því að gera elstu börn leikskólans meðvituð um umhverfið í kringum þau og hversu mikilvæg endurvinnsla og endurnýting er. SUMARSTÖRF HJÁ ÍSAFJARÐARBÆ Flokkstjórar óskast í Vinnuskóla Ísa- fjarðarbæjar. Vinnutími er frá kl. 08 til 17 alla virka daga. Einnig er óskað eftir yfirflokkstjóra. Vinna hefst í 20. viku ársins. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 450 8052. AFLEYSINGAR Í ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ Konur og karlar óskast til afleysinga í sumar í Sundhöllina við Austurveg og á vallarsvæðið á Torfnesi. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 891 6832. Vestfjarðarnefndin skipuð áður en borg- arafundurinn Lifi Vestfirðir var haldinn Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar lagði á síðasta bæjarstjórnarfundi fram bók- un þar sem Vestfjarðaskýrsl- unni er fagnað. Í bókuninni segir m.a. að umræða um at- vinnumál og ákvörðun um skipan nefndarinnar hafi verið tekin áður en borgarafundur- inn Lifi Vestfirðir var haldinn í Hömrum. Fram kemur í bók- uninni að nefnd um atvinnu- mál á Vestfjörðum setji fram mikilvægar tillögur sem sam- þykktar hafa verið í ráðuneyt- um. Þá væntir meirihlutinn þess að kjörnir fulltrúar á Al- þingi og ný ríkisstjórn muni fylgja tillögum nefndarinnar eftir og láti framkvæma allt sem í skýrslunni kemur fram. Bókun meirihlutans í heild sinni: „Undirrituð fagna skýrslu nefndar á vegum forsætisráð- herra. Þar koma fram mikil- vægar tillögur sem samþykkt- ar hafa verið í ráðuneytum. Þá eru tillögur um að hraða vegaframkvæmdum, lækkun flutningskostnaðar vegna þunga- takmarkana, hringtengingu ljósleiðara, aukið afhending- aröryggi rafmagns og um 80 tillögur að störfum. Því til við- bótar leggur nefndin fram til- lögur að 50 öðrum störfum. Forsætisráðherra hefur fylgt skýrslunni úr hlaði og ber að fagna því að ríkisstjórn hafi samþykkt þessa skýrslu, sem markar nýtt og jákvætt upphaf varðandi fjölgun starfa á Vestfjörðum. Umræða um atvinnumál og ákvörðun um skipan nefndar- innar var tekin áður en al- mennur borgarafundur var haldinn í Hömrum. Sveitar- stjórnarmenn á Vestfjörðum funduðu með ríkisstjórn 2. febrúar s.l. og bæjarstjóri Ísa- fjarðarbæjar fylgdi eftir sam- þykktum bæjarstjórnar Ísa- fjarðarbæjar á fundi með forsætisráðherra. Borgara- fundur á Ísafirði var góð og þörf viðbót við fyrri sam- þykktir og fundi með ríkis- stjórninni. Undirrituð vænta þess að kjörnir fulltrúar á Alþingi og ný ríkisstjórn muni fylgja til- lögum nefndarinnar eftir og láti framkvæma allt sem þar kemur fram. Fjöldi starfa er laus á norðanverðum Vest- fjörðum í dag eins og sjá má í atvinnuauglýsingum og er vonast til að sem flestir sæki um þau, þannig að hér fjölgi íbúum á svæðinu.“ Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði. Halldór kynnti skýrslu Vestfjarðanefndar Hátt í hundrað manns voru á hádegisfundi sjálfstæðis- manna á Ísafirði þar sem skýrsla nefndar um leiðir til að styrkja atvinnulíf á Vest- fjörðum var kynnt. Það var Halldór Halldórsson, bæjar- stjóri Ísafjarðarbæjar og for- maður Sambands íslenskra sveitarfélaga sem kynnti skýrsl- una, en Halldór átti sæti í nefndinni. Fundargestum gafst tækifæri á að spyrja Halldór spjörunum úr varðandi skýrsl- una og létu þeir ekki á sér standa. M.a. var Halldór inntur eftir framtíð húsnæðis héraðsskól- ans á Núpi og hversvegna eng- ar hugmyndir um nýtingu hús- næðisins komu fram í skýrsl- unni, en húsnæðið hefur nú verið sett á sölu. Þá var spurt um hverjir fengju að kjósa um olíuhreinsistöð, kæmi til íbúa- kosninga. Í svörum Halldórs kom fram að hugmyndir varð- andi framtíð héraðsskólans hafi komið fram hjá nefndinni, m.a. um að þar yrði komið á fót fangelsi. Þær hugmyndir voru kynntar Fangelsismála- stofnun og var það mat hennar að héraðsskólinn hentaði ekki í slíkan rekstur. Halldór ítrek- aði þá að kæmi til íbúakosn- inga um olíuhreinsunarstöð væri líklegt að um það fengju allir Vestfirðingar að kjósa. Auk þess að svara spurn- ingum gerði Halldór grein fyrir vinnu Vestfjarðanefnd- arinnar og þeim tillögum sem settar eru fram í skýrslunni. Halldór vakti m.a. athygli á því að nú þegar hefðu þrjár stöður á Vestfjörðum verið auglýstar lausar til umsóknar á vegum Matís og væri það liður í því að fylgja tillögum nefndarinnar eftir. Kynningin fór fram að beiðni sjálfstæðismanna en fram kom að Halldór og aðrir nefndarmenn væru reiðubúnir til að kynna skýrsluna sem víðast, væri eftir því leitað. Fundurinn var haldinn í kosningamiðstöð Sjálfstæðis- flokksins á Ísafirði og var sá fyrsti í röð súpufunda sem haldnir verða fram að kosn- ingum. Næsti fundur verður haldinn í dag og þá situr Einar Oddur Kristjánsson, fyrir svörum um efnahagsmál. Mikill leikur var í hnísum sem umkringdu gúmmíbát í mynni Skutulsfjarðar í blíðviðrinu á dögunum. Að sögn Einars Halldórssonar, léku þær sér umhverfis bátinn í dágóðan tíma og er hann sigldi burt eltu þær hann. Hnísa er minnsta hvalategundin hér við land en afar algeng. Hnísur fara oft saman í hópum þó svo að stundum megi rekast á stök dýr. Þær er helst að finna inni á fjörðum og flóum enda kunna þær best við sig á grunnsævi. Hnísur eru tannhvalir eins og höfrungar en tilheyra sérstakri ættkvísl.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.