Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.05.2007, Page 10

Bæjarins besta - 03.05.2007, Page 10
FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 200710 9 milljarðar umfram áætl- un er ekki niðurskurður! Margt hefur verið rætt og ritað um framkvæmdir ríkis- ins á liðnum árum og ekki allt mjög nákvæmt eða sannleik- anum samkvæmt. Stjórnar- andstaðan hefur klifað á því að ríkissjóður hafi sí og æ frestað framkvæmdum hér og þar, ekki síst á sviði sam- göngumála. Staðreyndin er hins vegar sú að mun meira fé hefur verið lagt til uppbygg- ingar í vegakerfinu en áætlanir gerðu í upphafi ráð fyrir. Allt frá árinu 2003 og til ársins 2008 verða lagðir 9,2 milljarðar króna til vegamála umfram það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Aðeins á árinu 2005 var framlagið lækkað um 1,4 milljarða þegar gripið var til tímabundinnar frestunar verkefna í tvö ár. Þau framlög skila sér tilbaka í ár og á næsta ári. Árið 2003 var framlagið í heild aukið um 2,9 milljarða króna, árið eftir um milljarð, árið 2006 um milljarð, í ár um 2,1 milljarð króna og á næsta ári verður framlag til vega- mála 3,6 milljörðum króna umfram það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Á kjörtímabilinu hefur ver- ið hrundið í framkvæmd um- fangsmiklum vegaframkvæmd- um og umbótum víða um landið og skulu þær helstu taldar upp hér: · Lokið var við tvenn jarð- göng, Fáskrúðsfjarðargöng og göngin undir Almannaskarð. Á síðasta ári var hafin gerð Héðinsfjarðarganga og í ár hefst undirbúningur vegna Óshlíðarganga. · Hafin var tvöföldun Reyk- janesbrautar og er hún nú langt komin ásamt gerð mislægra vegamóta og gatnamóta. Verk- inu á samkvæmt áætlun að ljúka á næsta ári en mögulegt er að verktakinn geti lokið því í ár. · Vesturlandsvegur hefur verið breikkaður á löngum kafla gegnum Mosfellsbæ og byggð mislæg gatnamót. · Hringvegurinn um Staf- holtstungur hefur verið end- urnýjaður á löngum kafla. · Kolgrafafjörður hefur ver- ið þveraður sem hefur haft í för með sér mikla samgöngu- bót. · Vegurinn um Svínadal hefur verið endurbyggður. · Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir á Djúpvegi og Vest- fjarðavegi og umfangsmikl- um áföngum verður náð þar á næstu tveimur árum. · Nýr vegur hefur verið lagð- ur milli Sauðárkróks og Skaga- strandarvegar, Þverárfjalls- vegur, og verður það verk langt komið á þessu ári. · Nýr vegur var lagður fyrir Tjörnes. · Ný brú byggð yfir Þjórsá við Þjórsártún. Af þessari upptalningu má sjá að ýmislegt hefur verið gert. Staða ríkisfjármála er góð og þess vegna eru uppi metnaðarfullar áætlanir um framkvæmdir næstu ár. Þau framlög ná ekki síst til sam- göngumála og er þar af nógu að taka. Framkvæmdir við Sundabraut munu hefjast, unnið verður að breikkun á köflum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar út frá höf- uðborginni og akstursstefnur aðskildar, nýr vegur verður lagður um Arnkötludal, nýr kafli lagður á Vestfjarðavegi milli Þorskafjarðar og Kolla- fjarðar, Útnesvegur endurnýj- aður, kaflar á Fróðárheiði end- urnýjaðir, Hringvegur fyrir botni Hrútafjarðar endurnýj- aður, Hringvegur um Norður- árdal í Skagafirði endurnýj- aður, Dettifossvegur endur- nýjaður að stórum hluta, lagð- ur nýr vegur um sunnanverða Melrakkasléttu, Hófaskarðs- leið og þannig mætti áfram telja. Sé litið á vegafram- kvæmdi á Vestfjörðum ein- um saman er áætla að verja tæpum 10 milljörðum króna í framkvæmdir á árunum 2007-2010. Fyrir utan þessar umfangs- miklu framkvæmdir vil ég sér- staklega geta þess að meira fé verður lagt í umferðaröryggis- aðgerðir á árunum 2007 til 2010 samkvæmt umferðarör- yggisáætlun eða alls 1.760 milljónir króna. Mestum hluta þess fjármagns er varið í að kaupa fleiri eftirlitsmyndavél- ar og búnað fyrir lögreglu og efla eftirlit hennar svo og til þess að bæta umhverfi vega þar sem umferð er mikil og hætt hefur verið við slysum. Af þessu má hverjum manni ljóst vera að í engu hefur verið slakað á framkvæmdum í vegamálum á síðustu árum og það verður heldur ekki gert á næstu árum. 9 milljarða króna umfram áætlanir er því ekki niðurskurður á framkvæmda- fé – það liggur í augum uppi. Fjármunir eru fyrir hendi, verkefnin eru næg og vilji þjóðarinnar er að halda áfram stórátaki í vegamálum. – Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra. Höf- undur skipar 1. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi. Sturla Böðvarsson. Stórátak í uppbyggingu ferðaþjónustu á Vestfjörðum Vinstri græn hafa lagt fram og kynnt tillögur um að hefja skuli stórátak til uppbygging- ar á grunnstoðum sjálfbærrar ferðaþjónustu í Norðvestur- kjördæmi og verja til þess um- talsverðu fjármagni ár hvert næstu fimm árin. Við höfum bent á að Vestfirðir státa af fjölbreyttri náttúru og lífríki sem laðar nú þegar til sín sí- vaxandi fjölda ferðafólks og jafnframt sé að finna í lands- hlutanum fjölmarga merka sögustaði sem ekki eiga sína líka annarsstaðar. Með slíku átaki væri rækilega tekið á og greidd leið Vestfirðinga sem sameinast hafa um það mark- mið að stórefla ferðaþjónustu sem atvinnuveg á Vestfjörð- um. kom fram að um 1500 sjó- stangaveiðimenn eru væntan- legir til Vestfjarða í sumar á vegum fyrirtækisins Hvíldar- kletts á Suðureyri sem tekur nú í fyrsta sinn á móti slíkum hópum. Þá eru ótaldir þeir sem koma á vegum annarra aðila. Elías segir þetta flotta inn- spýtingu í samfélagið fyrir vestan. Helstu kröfurnar hjá sjóstangaveiðimönnum eru þær að vera í litlu sjávarþorpi, búa í einbýli og vera í göngu- færi við þjónustu og að sjálf- sögðu höfnina. Á kynningu á ferðaþjónustu á Vestfjörðum fyrir skemmstu lýstu fulltrúar þeirra möguleikum svæðisins en bentu á að efnhagsstefna stjórnvalda væri þeim mjög andsnúin, himinháir vextir, verðbólga og þensla annars- staðar í samfélaginu, skert samkeppnisstaða í samgöng- um, flutningskostnaði, hátt raforkuverð o.fl. gerði þeim erfitt um vik. Það þyrfti öfl- ugan grunnstuðning við grein- ina. Vonbrigði með skýrslu s.k. Vestfjarðarnefndar Það hafa margir orðið fyrir vonbrigðum með skýrslu Vestfjarðarnefndar s.k. sem skilaði af sér á dögunum. Enda skýrslan samin á síðustu dög- um ríkisstjórnar sem setið hef- ur samfleytt í 16 ár og er í sjálfu sér ekki merkilegt plagg. Dugleysi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks talar sínu máli en stefna hennar hefur bein- línis verið aðför að byggð og atvinnulífi á Vestfjörðum. Fólksfækkun og skerðing tekna á undanförnum árum talar sínu máli. Það þarf full- komna hugarfarsbreytinu hjá stjórnvöldum ef snúa á þessari þróun við, segir Halldór Hall- dórsson bæjarstjóri Ísafjarðar- bæjar í bréfi til okkar þing- manna. Nóg komið af skýrslum, við þurfum aðgerðir „Vestfirðir verða ekki byggð- ir upp á grundvelli skýrslu opinberrar nefndar“ segir í for- ystugrein Morgunblaðsins 19. apríl sl. Bragð er að þá barnið finnur. Í stað aðgerða valdi ríkisstjórnin að setja saman enn eina skýrsluna, slá um- ræðunni á dreif, smjörklípu- aðferðin kallaði Davíð Odds- son það þegar menn reyna að draga athyglina frá erfiðum málum með slíkum hætti. Vissulega eru margir góðir hlutir nefndir í skýrslunni en Vestfirðingar þurfa aðgerðir. Morgunblaðið gagnrýnir stjórn- arþingmennina og ráðherrana harðlega en tekur undir þær áherslur sem við í Vg höfum haldið fram og barist fyrir. „Grundvöllurinn að byggð Hin svarta þoku- móða sjávarút- vegsráðherra Það var hins vegar athyglis- vert að heyra þingmenn Sjálf- stæðisflokksins af Vestfjörð- um tala niður til ferðaþjón- ustunnar og þeirra sem í henni starfa. Einar K. Guðfinnsson fyrrverandi formaður Ferða- málaráðs ritaði pistil um svarta þokumóðu ferðaþjónustunnar á Vestfjörðum á heimasíðu sína fyrir skömmu. Þar sagði hann um tillögur mínar um stórátak í stuðningi við uppbyggingu ferðaþjón- ustu á Vestfjörðum, m.a í sjó- stangaveiði náttúrskoðun ofl: „Þau áttu það sameiginlegt að vera tillögur, semsé að vera tillögur um atvinnutækifæri sem skapa myndu störf fáeina mánuði á ári. Hvað íbúar Vest- fjarða eiga svo að gera hinn hluta ársins var hinsvegar í svörtustu þokumóðu...vinna í þrjá mánuði á ári, en frí í 9!!!“ Vestfirðingar hafa trú á ferða- þjónustunni sem atvinnugrein Það kveður við annan tón hjá Elíasi Guðmundssyni framkvæmdastjóra Hvíldar- kletts þegar talað er um mögu- leika ferðaþjónustunnar á Vestfjörðum. Í fréttum sjón- varps 22. apríl síðastliðinn á Vestfjörðum er fiskurinn og nálægð byggðanna við auðug fiskimið.“ Það er þessi auðlind sem Vestfirðingar eiga að njóta forgangsréttar til. Og eins og tekið upp úr stefnuskrá Vinstri grænna heldur Morg- unblaðið áfram: „Vestfirðir sem ferðamannasvæði eru vannýtt auðlind. Það á við um alla Vestfirði en alveg sérstak- lega Djúpið sjálft, Jökulfirð- ina, Hornstrandir og norður Strandir.“ Ég vil bæta við: Reykhólar, Barðströnd, Látra- bjarg, - já Suðurfirðirnir allir. Ef Vestfirðingar fá að njóta auðlinda sinna til lands og sjávar og jafnréttis í ytri að- stæðum ásamt öflugum bak- stuðning stjórnvalda er hægt að snúa vörn í sókn á Vest- fjörðum. Það þarf að skipta fullkomlega um hugarfar hjá stjórnvöldum og það verður aðeins gert með því að skipta um ríkisstjórn. Við Vinstri græn höfum kynnt aðgerða- áætlun okkar í atvinnu-, byggða- og samgöngumálum. Við ætl- um að ganga í verkin og það gerum við með þínum stuðn- ingi. – Jón Bjarnason, þing- maður Vinstri grænna í NV-kjördæmi. Jón Bjarnason. ÍSAFJARÐARBÆR AUGLÝSIR EFTIR DAGFORELDRUM Á SKRÁ Ísafjarðarbær óskar eftir dagforeldr- um á skrá. Mikil brýn þörf eru fyrir fleiri dagforeldra. Áhugasamir hafi samband við leikskólafulltrúa fyrir nánari upplýsingar. Um leyfisveiting- ar fer samkvæmt reglugerð um dag- gæslu barna í heimahúsum. Umsóknir skulu berast til Sigurlínu Jónasdóttur, leikskólafulltrúa Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæj- ar, Hafnarstræti 1, Ísafirði. Leikskóla- fulltrúi veitir nánari upplýsingar í síma 450 8000, netfang: leikskola fulltrui@isafjordur.is. Leikskólafulltrúi Skóla- og fjölskyldu- skrifstofu Ísafjarðarbæjar

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.