Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.05.2007, Blaðsíða 15

Bæjarins besta - 03.05.2007, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2007 15 við stöndum á krossgötum. Fiskvinnsla verður alltaf part- ur af þessu samfélagi en lík- lega með minni hlutdeild í at- vinnulífinu en við upplifum í dag. Ný tækifæri birtast gjarn- an þegar staðið er á krossgöt- um og það er okkar að koma auga á þau og grípa. Það þarf að hlúa vel að frumkvöðlum og bjartsýnu fólki. Hlutverk sveitarstjórna er að gera ramma og áætlanir sem eru öllum kunnar en bregðast síðan við óvæntum uppákomum þess á milli. Gagnsæ stjórnsýsla skiptir öllu máli þegar byggja skal upp og snúa vörn í sókn. Vantraust og tortryggni innan bæjarfélaga eru eitur sem verður að útrýma. Ég hef tröllatrú að í Bolungarvík sé samstilltur og kraftmikill hóp- ur íbúa sem vill byggðalaginu sínu vel og ætlar að taka þátt í uppbyggingunni. Ég hef einfalda sýn á hag- stjórn sveitarfélaga en hún er að gefa í þegar samdráttur er og slá af þegar þensla skapast. Mér finnst að aðrir mættu reyna þá formúlu, hún hefur löngum gefist vel“, segir Grímur Atlason bæjarstjóri. – thelma@bb.is Framtíðin Hvernig leggst framtíðin í þig? „Ég tel framtíðina vera bjarta í Bolungarvík. Mögu- leikarnir eru fyrir hendi og „Fyrirtæki eru að sameinast og hagræða sem aftur hefur áhrif á atvinnuástandið. Staða mála í Bakkavík setur ákveðið strik í reikninginn. Það er því óöryggi í bland við ákveðna bjartsýni. Ef ég þekki Bolvíkinga rétt þá spýta menn í lófana og halda áfram. Bæjaryfirvöld eru að fara yfir framkvæmdaáætlanir sínar með það fyrir augum að flýta því sem hægt og auka þannig eftir- spurn eftir vinnuafli í sveitarfélaginu. Það er engin uppgjöf hér, ég upplifi ákveðinn kraft í samfélaginu.“

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.