Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.05.2007, Qupperneq 16

Bæjarins besta - 03.05.2007, Qupperneq 16
FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 200716 TILKYNNING TIL ÍBÚA ÍSAFJARÐARBÆJAR Kjörskrá fyrir kosningar til alþingis þann 12. maí 2007, liggur frammi á skrifstofu Ísafjarðarbæjar að Hafnar- stræti 1 á Ísafirði, frá og með mið- vikudeginum 2. maí 2007 og fram að kjördegi. Opnunartími skrifstofu er frá kl. 10:00 til kl. 15:00 alla virka daga. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Á landinu eru fæstir at- vinnulausir einstaklingar á Vestfjörðum en þeir nema 0,8% af áætluðum íbúafjölda fjórðungsins. Fjórir karlar eru nú án atvinnu en 27 konur. Skráð atvinnuleysi í mars 2007 á landinu öllu var 1,3% eða að meðaltali 1.934 manns sem eru 103 færri en í febrúar sl. og minnkaði um 5% milli mánaða. Atvinnuleysi er minna en á sama tíma fyrir ári þegar það var 1,5%, en ef litið er til mars 2006 hefur fækkað um 249 í hópi atvinnulausra, eða um 11%. „Meðalfjöldi atvinnulausra á Vestfjörðum var 31 í mars eða 0,8% af áætluðum mann- afla á Vestfjörðum en var 0,7% í febrúar s.l. Fjöldi at- vinnulausra hefur aukist um 4 milli febrúar og mars. At- vinnuleysi kvenna var 1,6% í mars en var 1,4% í febrúar s.l. og atvinnuleysi karla var 0,3% í mars og sama í febrúar s.l. Atvinnulausir karlar voru 7 í mars en 6 í febrúar s.l. en atvinnulausar konur voru 24 eða 3 fleiri en í febrúar s.l.“, segir í samantekt Vinnumála- stofnunar um stöðu á vinnu- markaði í marsmánuði. – thelma@bb.is 0,8% Vestfirðinga atvinnulausir í mars Á hádegi á föstudag rann út framboðsfrestur til alþingis- kosninganna, sem verða þann 12. maí nk. Tilkynnt var um sex framboð í NV-kjördæmi, framboð Framsóknarflokks- ins, Frjálslynda flokksins, Ís- landshreyfingarinnar, Sam- fylkingarinnar, Sjálfstæðis- flokksins og Vinstri grænna. Alls eru 108 manns á fram- boðslistum í kjördæminu, 49 konur og 59 karlar. Hjá þremur listanna er kynjahlutfall jafnt, en það er hjá Samfylkingu, Sjálfstæð- isflokki og Vinstri grænum. Á framboðslista Framsóknar eru tíu karlar og átta konur, og á listum Frjálslyndra og Íslandshreyfingarinnar eru ellefu karlar og sjö konur. Sé litið til efstu sæta framboðs- listanna sést að aðeins hjá ein- um flokki, Sjálfstæðisflokki, er engin kona í þremur efstu sætunum. – tinna@bb.is 49 konur og 59 karlar í framboði í NV-kjördæmi Sérfræðistörfum á vegum Matís á Vestfjörðum verður fjölgað um helming á næst- unni samkvæmt nýrri áætl- un stofnunarinnar. Mark- miðið er að stuðla að frekari verðmætasköpun í sam- vinnu við fyrirtæki á svæð- inu. Um er ræða starf verk- efnastjóra hjá Aflakaupa- banka, sérfræðing við rann- sóknir í matvælaiðnaði og fiskeldi og starf verkefna- stjóra í vinnslutækni. Í til- kynning frá Matís kemur ennfremur fram að með nýju starfsfólki sé stefnt að því að að skapa aðstöðu og vettvang til aukins sam- starfs við atvinnulíf og stuðla að frekari verðmæta- sköpun í samvinnu við fyrirtæki á svæðinu. Einar Kristinn Guðfinns- son, sjávarútvegsráðherra, segir að fjölgun sérfræði- starfa á vegum Matís á Vest- fjörðum sé einungis byrj- unin á eflingu atvinnulífs í fjórðunginum. „Ég fagna þessari ákvörðun fyrirtæk- isins. Þetta er staðfesting á ásetningi okkar að fylgja fast eftir tillögum Vest- fjarðanefndar um eflingu opinberra starfa á Vestfjörð- um. Ég ræddi við forsvars- menn fyrirtækja sem heyra undir mitt ráðuneti strax og skýrslan kom út að, um að hefjast handa við að undir- búa fjölgun starfa og þetta fyrsti afraksturinn. Mjög fljótlega munu birtast aug- lýsingar Hafrannsókna- stofnunar og síðan verður bara haldið áfram. Þetta er byrjunin á miklu verkefni sem við ætlum okkur að standa undir“, segir Einar Kristinn Guðfinnsson, sjáv- arútvegsráðherra. „Ég vek athygli á að þetta eru sérfræðistörf sem krefj- ast menntunar og þekkingar alveg eins og við Vestfirð- ingar höfum verið að óska eftir og ég vona að þetta verði til þess að efla þekk- ingarsamfélag á Vestfjörð- um enn betur“, segir Einar Kristinn. – thelma@bb.is Sérfræðistörf- um fjölgað á Vestfjörðum Sérfræðistörfum á vegum Matís á Vestfjörðum verð- ur fjölgað um helming á næstunni. Mynd: Matís. Eitt stærsta framtakið í vestfirskri ferðaþjónustu Hvíldarklettur á Suðureyri hefur á undanförnum vikum, í samvinnu við Island Pro- Travel og Angelreisen, unnið að undirbúningi vegna komu sjóstangveiðimanna til Suður- eyrar og Flateyrar. Um er að ræða eitt stærsta framtak í ferðaþjónustu á Vestfjörðum í langan tíma. Fyrirtækið Seigla á Akureyri er þessa dagana að ljúka smíði á 22 bátum fyrir þetta verkefni og koma fyrstu bátarnir í þessari viku. Einnig er verið að leggja lokahönd á endurnýjun og breytinga á 10 húsum á Suður- eyri, ásamt byggingu 12 sum- arhúsa, sem sérstaklega eru hönnuð fyrir þetta verkefni. Salan á sjóstangveiðiferð- unum hefur staðið síðan í sept- ember í fyrra og hafa selst um 1500 og sæti í þessar ferðir, sem verður að teljast mjög góður árangur. „Framgangur þessa verkefnis hefði ekki ver- ið mögulegur nema með sam- stilltu átaki allra aðila og sem smá þakklætisvott til bæjar- yfirvalda og íbúa svæðisins hafa aðstandendur verkefnis- ins ákveðið að gefa allt að 100 flugsæti á flugleiðinni Ísa- fjörður til Reykjavíkur, 50 sæti þann 1. maí og 50 sæti þann 15 maí“, segir í tilkynn- ingu. Flugsætin eru í tengslum við leiguflug sem verður viku- legt í allt sumar til Ísafjarðar. Vilja aðstandendur verkefnis- ins því leyfa Vestfirðingum að nýta sér laus sæti í þessu leiguflugi. Þeir sem vilja nýta sér þessi sæti þurfa að senda nafn og kennitölu í netfangið gistiheimili@sudureyri.is og fá áhugasamir nánari upplýs- ingar um flugið sendar til baka. – thelma@bb.is Slökkvilið Ísafjarðarbæjar hélt æfingu í Hnífsdal sl. föstudag, þar sem kveikt var í raðhúsunum við Árvelli. Kveikt var í einu raðhúsi í einu og skiptu slökkvilið bæjanna í Ísafjarðarbæ húsunum á milli sín. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd logaði eldurinn glatt, en slökkviliðinu gekk greiðlega að slökkva eldinn og gekk æfingin afar vel. Reykköfun var tekin sérstaklega fyrir á æfingunni. Áætlað er að halda aðra æfingu á næstunni, en þá verður kveikt í blokkinni að Ár- völlum. – tinna@bb.is Raðhúsin að Árvöllum í ljósum logum Raðhúsin að Árvöllum í Hnífsdal stóðu í ljósum logum á föstudagskvöldið. Mynd: Ágúst Atlason.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.