Bæjarins besta - 03.05.2007, Síða 18
FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 200718
Ein þjóð í einu landi - jöfn tækifæri
Ég fór af stað í kosninga-
baráttuna undir merkjum
Samfylkingarinnar til að berj-
ast gegn misréttinu sem hefur
farið vaxandi hér á landi á
liðnum árum. Misréttinu verð-
ur ekki eytt með ríkisstjórn
þar sem markaðslögmálin eru
ein látin ráða. Ríkisstjórnin
hefur sofið á verðinum og
ekkert gert til að sporna gegn
þessari þróun. Það skortir
skilning á því að velferð al-
mennings, jafnrétti, réttlæti og
félagslegt öryggi eru forsend-
ur árangurs í atvinnu- og efna-
hagslífi þjóðarinnar.
Misréttið birtist í
ýmsum myndum
Í fyrsta lagi birtist misréttið
í vaxandi bili á milli ríkra og
fátækra, þar sem stækkandi
hópur veit ekki aura sinna tal
um leið og ótrúlega stór hópur
Íslendinga er skilgreindur
undir fátæktarmörkum þ.á.m.
eru yfir 5000 börn sem búa
við fátækt. Rannsóknir sýna
að tannheilsu hrakar m.a.
vegna þess að foreldrar hafa
ekki efni á eðlilegri tannhirðu
og hár kostnaður í skólum og
í félagsstarfi mismunar börn-
um.
Í öðru lagi er misrétti á milli
karla og kvenna, þar sem kyn-
bundinn launamunur er látinn
viðgangast og lítið miðar í að
auka hlut kvenna í stjórnum
og ráðum á vegum hins opin-
bera eða einkaaðila.
Í þriðja lagi má nefna aukið
misrétti milli landsbyggðar og
höfuðborgarsvæðis, þar sem
þjónustan á landsbyggðinni,
samgöngur, háhraðanetteng-
ingar og öruggt símasamband
eða rafmagn eru ennþá ekki
sjálfsögð og eðlileg réttindi.
Sum svæði hafa hreinlega orð-
ið útundan. Vestfirðir og
Norðvesturland hafa farið á
mis við hagvöxt undanfarinna
ára og setið eftir í tíð núver-
andi ríkisstjórnar.
Brýnustu verkefnin til að
jafna stöðu Norðvesturkjör-
dæmis í samkeppninni við
höfuðborgarsvæðið eru:
Átak í samgöngu- og at-
vinnumálum. Ljúka þarf við
Bolungarvíkurgöng og hring-
veg á Vestfjörðum með tvenn-
um göngum. Jafnframt þarf
að hraða gerð Sundabrautar
og tvöföldun þjóðvegarins frá
Reykjavík upp í Borgarfjörð
og afnema veggjaldið í Hval-
fjarðargöngum.
Efla þarf atvinnulíf á Vest-
fjörðum og á Norðurlandi
vestra og tryggja svæðinu
eðlilega hlutdeild í opinberum
störfum í landinu. Samfylk-
ingin hefur fengið samþykkta
tillögu þar að lútandi á Al-
þingi, „störf án staðsetningar”.
Að bæta samkeppnishæfni
svæðisins með lækkun flutn-
ingskostnaðar, stórbættri há-
hraðanetsþjónustu og örugg-
ara GSM símasambandi, lægra
raforkuverði og 3ja fasa raf-
magni.
Að tryggja öfluga menntun
og velferðarþjónustu í heima-
héraði með framhaldsnámi
a.m.k. til 18 ára aldurs. Tryggja
þarf að hægt verði að ljúka
iðn- og starfsnámi í héraði.
Styrkja þarf framhaldsskóla-
og háskólana þrjá í kjördæm-
inu og fjölga þeim og koma
upp sjálfstæðum háskóla á
Ísafirði og með háskólanámi í
iðn- og verkmenntagreinum á
Akranesi. Byggja þarf upp fram-
haldsnám á Hólmavík, suð-
urfjörðum Vestfjarða, Hvamms-
tanga og á Blönduósi í sam-
starfi við starfandi framhalds-
skóla. Standa þarf vörðu um
og byggja enn frekar upp
heilsugæslu- og sjúkrahús-
þjónustu í kjördæminu og
stórauka fjárframlög til mál-
efna fatlaðra.
Við viljum nýja
ríkisstjórn í vor
Tólf ára ríkisstjórnarssam-
starfi fer vonandi að ljúka.
Stjórnarflokkarnir reyna með
örvæntingarfullum viljayfir-
lýsingum og kosningavíxlum
að hindra að svo verði. Fólk
sér vonandi í gegnum þessi
kosningaloforð og ég hvet
kjósendur til að forðast eftir-
líkingar og kjósa þá flokka
sem einlæglega hafa barist og
vilja berjast fyrir auknu rétt-
læti og jöfnuði í þessu ágæta
landi okkar.
Börnin okkar og eldri borg-
arar þessa lands, sem og allur
almenningur, eiga skilið að fá
nýja og betir ríkisstjórn undir
forsæti Samfylkingarinnar
eftir kosningarnar í vor.
– Guðbjartur Hannesson.
Höfundur skipar fyrsta sæti
Samfylkingarinnar í NV-
kjördæmi.
Guðbjartur Hannesson.
Hvað skal virkja?
Afar áhugavert er að fylgj-
ast með árlegri hönnunar-
keppni véla- og iðnverkfræði-
nema við Háskóla Íslands þar
sem nemendur standa frammi
fyrir því að leysa krefjandi
tækniverkefni sem fyrir þá er
lögð. Ef farið er inn á vefsíðu
verk.hi.is, þar inn á nemenda-
félög og síðan inn á hönnun-
arkeppni má kynna sér þessa
áhugaverðu keppni. Í kvöld-
fréttum 23. apríl var jafnframt
sýndur afrakstur nemana sem
bar yfirskriftina „Tæknileg
iðnhönnun“, ekki síður áhuga-
verð. Félag véla- og iðnverk-
fræðinema heldur jafnframt
utan um alþjóðlega Lego-
hönnunarkeppni sem hægt er
að kynna sér á síðunni first-
lego.is, keppni fyrir grunn-
skólanemendur á aldrinum
10-16 ára og verður haldin í
þriðja sinn í haust.
Markmið keppninnar að
hanna aðgengileg nýsköpun-
arverkefni sem byggja á tækni
en ekki síður á eflingu sjáls-
trausts, leiðtogahæfni og líf-
leikni. Vinningslið úr Salar-
skóla frá því í fyrra heldur til
Noregs 18. maí n.k. og verður
spennandi að fylgjast með
gengi þeirra. Í ár hafa fulltrúar
16 grunnskóla skráð sig til
keppninnar en í ár komast 22
lið að. Liðin fá 8 vikur til að
undirbúa sig, þau æfa stíft,
skipt er upp í hópa, sumir
vinna við lego, aðrir við tækni,
enn aðrir við forritun svo eitt-
hvað sé nefnd svo keppin er
fjölþætt. Það er athyglisvert
að heyra að í þessari keppni
reynist landsbyggðin mjög
virk. Svona nokkru þarf að
koma mun fyrr inn í grunn-
skóla landsins til móttækilegra
barnanna. Þessi keppi er sér-
stök og afar eftirtektarverð,
veitir kynslóðunum innblást-
ur. Fyrir nokkrum árum vor-
um við systir mín fram-
kvæmdaaðilar fyrir Listasum-
ar í Súðavík, þeirri heimilis-
Pálína Vagnsdóttir.