Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.05.2007, Side 21

Bæjarins besta - 03.05.2007, Side 21
FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2007 21 Réttindanámskeið fyrir bílstjóra um flutn- inga á hættulegum farmi Fyrirhugað er að halda námskeið á Ísa- firði, ef næg þátttaka fæst, fyrir stjórnend- ur ökutækja sem vilja öðlast réttindi (ADR- skírteini) til að flytja tiltekinn hættulegan farm á vegum á Íslandi og annar staðar á Evrópska efnahagssvæðinu. Grunnnámskeið (flutningur á stykkja- vöru fyrir utan sprengifim- og geislavirk efni) dagana 15.-17. maí 2007. Flutningur í tönkum dagana 18.-19. maí 2007. Skilyrði fyrir þátttöku á námskeiði fyrir flutning í tönkum er að viðkomandi hafi setið grunnnámskeið (stykkjavöruflutning- ar) og staðiðst próf í lok þess. Skráning og nánari upplýsingar fást hjá skrifstofu Vinnueftirlitsins á Ísafirði, Árna- götu 2-4, sími 450 3080 eða á netfanginu vestfirdir@ver.is. Skrá skal þátttöku og greiða þátttöku- gjald í síðasta lagi mánudaginn 14. maí 2007. Rannsóknamaður Hafrannsóknastofnun óskar eftir að ráða rannsóknamann til starfa við útibú stofn- unarinnar á Ísafirði. Starfið felst í aðstoð við greiningar á fæðu fiska (magainnihaldi), innslætti á gögnum og almennum sýna- tökum. Laun eru samkvæmt kjarasamningu fjár- málaráðuneytisins og viðkomandi stéttar- félags. Nánari upplýsingar um starfið veita Hjalti Karlsson í síma 575 2300, netfang: hjalti@ hafro.is og Ólafur S. Ástþórsson í síma 575 2000, netfang: osa@hafro.is. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un, aldur og fyrri störf sendist Hafrannsókna- stofnuninni fyrir 20. maí nk. Hafrannsóknastofnunin, Skúlagötu 4 – 101 Reykjavík. Leikskólabörnum fækkar á Vestfjörðum Leikskólabörnum hefur farið fækkandi á Vestfjörðum undanfarin átta ár sam- kvæmt tölum Hagstofu Íslands. Árið 1998 voru 518 börn skráð í leikskóla á Vestfjörðum en þau voru 380 á síðasta ári. Aðra sögu er að segja á landsvísu þar sem leikskólabörnum fjölgaði um 352 frá desember 2005 eða um 2,1% sem er töluvert meiri fjölgun en undanfarin ár. Nokkuð jafnt var skipt á milli kynja í leikskólum Vestfjarða en 2006 sóttu 182 drengir og 198 stúlkur leik- skóla í fjórðungnum, en árið 1998 voru drengirnir 266 talsins en stúlkurnar 252. Erlingur lætur af störfum í haust Erlingur Sigtryggson, héraðsdómari við Héraðsdóm Vestfjarða, lætur af störfum 1. september nk. Þann sama dag tekur hann við starfi héraðsdómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra. Með bréfi til Dómstólaráðs dagsettu 26. mars sl., óskaði Erlingur eftir flutningi og með hliðsjón af gildandi reglum um flutning héraðsdómara, var orðið við þeirri ósk. Erlingur hefur starfað sem héraðsdómari við Héraðsdóm Vestfjarða frá 1. október 1998. Starf hans við Héraðsdóm Vestfjarða verður auglýst innan tíðar. Margar af tillögum nefndar um atvinnumál á Vestfjörðum hafa þegar verið samþykktar og eru því ekki aðeins tillögur í orði, heldur einnig á borði. Þannig hafa allar tillögur utan einnar, sem fram koma í skýr- slu nefndarinnar um fjölgun opinberra starfa og aukna opinbera þjónustu á Vestfjörð- um, verið samþykktar í við- eigandi ráðuneyti. Það er þó ljóst að margar af tillögunum krefjast þess að vera sam- þykktar í fjárlögum, en kostn- aður við fjölgun opinberra starfa á Vestfjörðum nemur samtals um 500 milljónum króna á ári. Það er hlutverk hvers og eins ráðuneytis að fylgja þeim tillögum sínum, sem þurfa að vera samþykktar í fjárlögum, eftir. Eins og fram hefur komið er gert ráð fyrir að opinberum störfum á Vestfjörðum fjölgi um 80, en flestar tillögurnar miða við að þær taki gildi í ár eða á næsta ári. Aðeins er mið- að við að ein tillaga muni taka gildi seinna en 2008. Sjö af þrjátíu og sjö tillögum eru tímabundin verkefni, til 3-5 ára. Tillögurnar lúta að vöktun fuglalífs og gróðurs, gróðurkortagerð á Vestfjörð- um, samhæfðum gagnagrunni yfir stöðvarekstur Veðurstof- unnar, skráning öryggismála- safns Þjóðskjalasafns Íslands, skráning kirkjugripa og færsla skráningar inn í gagnagrunn minjavörslunnar og snjóflóða- rannsóknarverkefni. Margar tillögur Vestfjarða- nefndar þegar samþykktar Opnunartími Sundhallar- innar á Ísafirði hefur verið lengdur um nokkra tíma, tvö kvöld í viku. Að sögn Jóhönnu Gunnarsdóttur, forstöðukonu Sundhallarinnar, kemur leng- ing opnunartíma til vegna breytinga á æfingatöflu Sund- félagsins Vestra. Ókeypis hefur verið í sundlaugar Ísa- fjarðarbæjar fyrir börn á grunnskólaaldri síðan um ára- mót og segir Jóhanna starfs- fólk finna fyrir mikilli aukn- ingu, þá sérstaklega á kvöldin. Börn fjölmenni í sund eftir kvöldmat, sem þekktist ekki áður. Þó að gestum af yngri kynslóðinni hafi fjölgað mikið frá áramótum segir Jóhanna að töluverð aukning hafi einnig verið í komu fullorð- inna, sérstaklega á morgn- anna. Lára Thorarensen, forstöðu- kona íþróttamiðstöðvarinnar á Flateyri, tekur í sama streng og Jóhanna, þó að hún merki ekki jafn mikla aukningu á komu fullorðinna í sundlaug- ina. – tinna@bb.is Opnunartími Sundhallarinnar lengdur Samkvæmt nýrri áætlun um komu skemmtiferðaskipa eru 26 skip væntanleg til Ísafjarð- ar í sumar í stað 28 sem áður höfðu tilkynnt komu sína. Alls var fimm skipakomum aflýst, en þrjár nýjar bættust við. Að sögn Guðmundar M. Krist- jánssonar, hafnarstjóra Ísa- fjarðarbæjar, eru helstu ástæð- ur þess að skipin aflýstu kom- um sínum þær, að skipin hafa verið seld nýjum eigendum, ferðir falla niður vegna lítillar skráningar o.fl. Þrátt fyrir þetta lítur sumarið vel út, og skipakomum fjölgar um fjórar frá síðasta ári, en þá komu 22 skip til Ísafjarðar. Samanlagður farþegafjöldi um borð í skipunum er 16.484 manns, þar af eru um 2000 manns um borð í Queen Eliza- beth II sem jafnframt er stær- sta skipið sem kemur í sumar, eða tæp 80.000 brúttótonn. Fyrsta skipið kemur 9. júní en það síðasta leggst að bryggju 2. september. Þann 15. ágúst er von á þremur skipum til Ísafjarðar og standa vonir til að þau geti öll lagst að brygg- ju, það minnsta við Ásgeirs- bakka og hin tvö í Sundahöfn. Það væri í fyrsta sinn sem svo mörg skip leggjast að bryggju á Ísafirði í einu. Samanlagður fjöldi farþeganna á skipunum þremur er um 1.500 manns. Guðmundur M. Kristjáns- son segir að forbókanir fyrir sumarið 2008 gefi í skyn enn frekari fjölgun skipakoma til Ísafjarðar, og segir hann það afar ánægjulegt og gefi til kynna að markaðsstarf sé að skila sér. – tinna@bb.is Skemmtiferðaskipum fjölgar Skemmtiferðaskip við Sundahöfn á Ísafirði.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.