Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.05.2007, Síða 23

Bæjarins besta - 03.05.2007, Síða 23
FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2007 23 Sýslumaðurinn á Ísafirði Laust starf Sýslumaðurinn á Ísafirði auglýsir laust skrifstofustarf. Um er að ræða starf í af- greiðslu Tryggingastofnunar. Umsóknarfrestur er til 11. maí 2007. Ráð- ið verður í starfið frá 1. júní 2007. Laun eru samkvæmt samningi ríkisins og SFR. Allar nánari upplýsingar veitir Óli M. Lúð- víksson skrifstofustjóri í síma 450 3715. Áskriftarsíminn er 456 4560 Ertu orðin(n) áskrifandi? Meðal þess sem breyting á aðalskipulagi hefur í för með sér er gerð nýrrar götu austan Hafnarstrætis. Breyta á aðalskipulagi Flateyrar Tillaga að breyttu aðal- skipulagi Flateyrar fyrir árin 1996-2015 hefur verið auglýst með áorðnum breytingum. Tillagan tekur til breytinga á svæði austan við Hafnarstræti, milli Tjarnargötu og Ránar- götu, sem ætlað er fyrir íbúð- arsvæði, iðnaðarsvæði og blandaða landnotkun, breytist í svæði fyrir verslunar- og þjónustusvæði. Þá er gert ráð fyrir nýrri götu austan Hafn- arstrætis. „Sjóstangaveiði er ný at- vinnugrein innan ferðaþjón- ustugeirans og er að skjóta rótum í sjávarbyggðum Vest- fjarða. Þörf er fyrir hentugt gistirými í nálægð við hafnar- svæði fyrir þessa starfsemi. Megin markmið með breyt- ingu á aðalskipulagi þessu er að skapa svæði fyrir útleigu- hús nálagt hafnarsvæðinu“, segir í tilkynningu. Samtímis breytingu á aðal- skipulagi er auglýst deili- skipulagstillaga sem tekur til lagningu götu austan við og samsíða Hafnarstræti, þar er gert ráð fyrir 9 nýjum lóðum fyrir útleiguhús. Þeir sem telja sig eiga hags- muna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við aðalskipulagsbreytingartil- löguna og deiliskipulagstil- löguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til þriðju- dagsins 5. júní. Skriflegum athugasemdum skal skila á bæjarskrifstofur Ísafjarðar- bæjar, Stjórnsýsluhúsinu Hafn- arstræti 1, Ísafirði. Rétt er að geta að þeir sem ekki gera athugasemdir við breytingartillöguna fyrir til- skilinn frest teljast samþykkir henni. Breytingartillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og á heimasíðu Ísafjarðarbæj- ar til þriðjudagsins 22. maí. – thelma@bb.is Halldór Halldórsson, bæjar- stjóri Ísafjarðarbæjar, segist mjög hlynntur því að efna til íbúakosningar vegna áforma um olíuhreinsistöð á Vest- fjörðum. „Mín skoðun er klár- lega sú að það eigi að nýta þá upplýstu umræðu sem er í gangi og þegar helstu upplýs- ingar liggja fyrir að ganga til íbúakosningar áður en næsta skref verður tekið. Ég tel mig ekki hafa umboð til að segja af eða á í þessu máli.“ Mikil umræða hefur átt sér stað í samfélaginu eftir að hug- myndir um að reisa olíu- hreinsistöð á Vestfjörðum voru kynntar. Starfsemin gæti skapað um 500 störf en einnig þarf að taka inn í reikninginn þau áhrif sem slík stöð hefði á umhverfið. Greint var frá því að náist samvinna við stjórn- völd gæti stöðin risið á næstu fjórum árum. Fyrirtækið Íslenskur há- tækniiðnaður í samstarfi við rússneska fyrirtækið Kata Mag-Nafta, dótturfyrirtæki Geostream, vinnur að hug- myndum um hreinsistöðina og segja forsvarsmenn þeirra að mengun frá stöðinni yrði vegin upp með hreinna elds- neyti á bíla- og skipaflota landsmanna og líkur séu á að bensínverð í landinu lækki á komandi árum. – thelma@bb.is Ný flotbryggja í Sundahöfn Alls bárust fimm tilboð í gerð flotbryggju við Sundahöfn á Ísa- firði, en tilboð í verkið voru opnuð hjá tæknideild Ísafjarðarbæjar og Siglingastofnun Íslands fyrir stuttu. Lægsta tilboð í verkið nemur um 9,7 milljónum króna, en það var frá Króli ehf. í Garðabæ. Hæsta tilboðið var um 22,8 millj- ónir króna, en það var frá Selju- skógum ehf. Akranesi. Kostnaðar- áætlun hljóðaði upp á 16.337.950 krónur. Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, segir að nýja bryggjan muni leysa af hólmi gömlu Dokku- bryggjuna þar sem björgunarbátur- inn Sturla Halldórsson liggur, en bryggjan er illa farin og nær ónýt. Gert er ráð fyrir að nýja bryggjan verði tekin í notkun í sumar. Tilboð í verkið voru sem hér segir: Seljuskógar ehf., Akranesi: 22.816.900 kr. Geirnaglinn ehf., Ísafirði: 17.787.750 kr. Bátaland ehf., Hafnarfirði: 14.047.514 kr. Olís hf., Reykjavík: 13.000.000 kr. Króli ehf., Garðabæ: 9.669.400 kr. – tinna@bb.is Vill efna til íbúakosningar Ný flotbryggja í Sundahöfn verður tekin í notkun í sumar.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.