Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.05.2007, Page 24

Bæjarins besta - 03.05.2007, Page 24
FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 200724 Faglærðu starfsfólki fjölgar á leikskólum Faglærðu starfsfólki á leik- skólum á Vestfjörðum hefur fjölgað töluvert frá árinu 1998, en þá var faglært starfsfólk 20 af 122 starfsmönnum leik- skóla á svæðinu. Árið 2006 hafði faglærðu starfsfólki leik- skólanna fjölgað í 32, en alls voru 120 skráðir starfsmenn. Á Vestfjörðum eru skráðir 13 leikskólar. Starfsfólki með aðra uppeldismenntun fjölg- aði um fjóra á tímabilinu, úr einum upp í fimm. Ófaglærðu starfsfólki hefur fækkað úr 87 í 59 á tímabilinu og starfs- mönnum með aðra menntun hefur fjölgað um 10, úr 14 í 24. Opnunartími leikskólanna hefur styst síðan árið 1998, en þá voru tveir leikskólar á Vest- fjörðum opnir allt árið. Tveir voru opnir 50 vikur eða leng- ur, og níu opnir í 46 til 47 vikur. Árið 2006 var enginn leikskóli opinn allar vikur ársins, sjö voru opnir í 48 til 49 vikur og fimm í 46 til 47 vikur. Opnunartími er ótil- greindur hjá einum leikskól- anum á svæðinu. – tinna@bb.is Meirihluti húsanna sem Súðavíkurhreppur lét byggja á Langeyri, svokallaðir iðn- garðar, hafa verið tekin í notk- un. Ómar M. Jónsson, sveitar- stjóri Súðavíkur, segir að nýt- ing á húsunum sé framar björt- ustu vonum, en um 70% af húsnæðinu er komið í notkun og fyrirspurnir liggja fyrir hjá hreppnum um kaup á hluta þess húsnæðis sem enn er laust. Meðal fyrirtækja í iðn- görðunum má nefna sprautu- verkstæðið Minney ehf., sem opnaði fyrir réttu ári. Ómar segir því ljóst að skortur á atvinnurými hafi verið til stað- ar, en hann muni ekki verða á næstunni. Í framhaldi af byggingu iðn- garðanna, tóku einstaklingar í Súðavík sig til og byggðu þriðja húsið við hlið iðngarð- anna. Þannig komu verktakar og sjálfstæðir atvinnurekend- ur sér þaki yfir höfuðið. Telur Ómar það afar jákvætt. Ljóst er að mikil bjartsýni og já- kvæðni ríkir í atvinnumálum í Súðavík, en Vestfiskur ehf. er í óðaönn að koma sér fyrir í gömlu húsnæði rækjuvinnsl- unnar Frosta hf. Þar stendur til að vinnsla og útgerð hefjist eftir skamman tíma. Iðngarðarnir í Súða- vík í mikilli notkun Nýting á iðngörðunum í Súðavík er framar björtustu vonum. Leikskólinn Sólborg á Ísafirði.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.