Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.06.2007, Blaðsíða 15

Bæjarins besta - 21.06.2007, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2007 15 myndu á tveimur til þremur vikum geta lokið þessu verki. Kostnaður vegna þessa er því sáralítill miðað við þá hags- muni sem hér um ræðir. Ljóst er að þegar búið er að eyða refnum úr bjarginu mun fuglinn koma aftur. Lundinn og hvítfuglinn koma fljótlega en lengur getur tekið að fá svartfuglinn til að hefja aftur varp á sínum svæðum. Þá er líka orðið tímabært upp á seinni tíma að kortleggja varp- svæði fugla í neðanverðu bjarginu þar sem aðgengi er gott. Staðarþekking á báðum stóru björgunum á Horn- ströndum er að hverfa að fullu næstu einn eða tvo áratugi og því ekki langur tími til stefnu. Ég skora á stjórn Ísafjarð- arbæjar og Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar að taka þetta mál til alvarlegrar umfjöllunar með það í huga að snúa þessari óheillaþróun við í þeirri nátt- úruperlu sem Hornbjarg er. – Tryggvi Guðmundsson, Móholti 7, Ísafirði. Í lok maí s.l. fórum við nokkrir félagar norður í Horn- bjarg til að fá okkur svartfugls- egg í soðið og njóta í leiðinni þeirrar einstæðu náttúrufeg- urðar sem Hornvíkin og björg- in tvö bjóða upp á.Þegar ég var að rölta upp í Hornbjargið, nánar tiltekið Hvolfið austan við Ranann, varð mér hugsað til þess er við Kjartan Sig- mundsson, frændi minn, fór- um þessa sömu leið fyrir um það bil þrjátíu árum, en þá hafði eggjataka frá fjöru ekki þekkst fyrr í Hvolfinu, þótt svo að eggjataka í Rananum hafi verið stunduð um árabil með því að ganga efst upp í hann frá fjöru, allt upp í tæp- lega þrjú hundruð metra hæð. Í ferð okkar Kjartans fyrir þrjátíu árum bar margt fyrir augu, ekki síst á fyrri hluta leiðarinnar upp í eggjaþræð- ingana, þar sem farið var upp skriður og grasbrekkur í ca. 40 gráðu halla. Grasbrekkurn- ar voru þéttsetnar af lunda og fýl og helst þurfti að varast að stíga ekki niður úr lundahol- um eða fá á sig lýsisspýju frá fýlnum. Hvítmáfurinn verpti þarna á hverju nefi og lét ófrið- lega. Breið hilla ofar í bjarginu þar sem svartfuglinn verpti var líka þéttsetin af langvíu. Þetta var sem sé gósenland fuglanna eins og raunar allt Hornbjargið var á þessum tíma. Nú þrjátíu árum síðar er öðruvísi umhorfs á leiðinni upp Hvolfið. Lundinn er gjör- fuglategunda á svæðinu er sú að í framhaldi af friðun refsins á Hornströndum og hömlu- lausri fjölgun hans fór hann að fikra sig niður alla Harð- viðrisgjá og alla leið niður í fjöru. Áður höfðum við oft séð refina sem áttu greni á Innsta dal koma uppúr gjánni með fugl í kjaftinum, en sá fugl var sóttur tiltölulega stutt niður og eingöngu fyrir eitt greni svo það hafði engin áhrif á lífríkið í Harðviðrisgjá. Nú er staðan hins vegar sú að í öllu neðanverðu bjarginu vest- an frá Rana og austur í Látra- vík hefur refurinn búið um sig allan ársins hring. Erfitt er að áætla hversu margir refir eru á þessu svæði, en ekki er ólíklegt að þeir séu þrjátíu til fjörutíu. Hingað til hafa náttúrvernd- arforkólfar, bæði á Vestfjörð- um og á landsvísu, látið þessa óheillaþróun sig litlu varða. Má þó segja að oft hafi um- ræða og aðgerðir farið af stað af minna tilefni þar sem reikna má með varlega áætlað að á þessu svæði hafi meira en eitt hundrað þúsund fuglar misst varpsvæði sitt. Á Hornströnd- um hefur öll athygli talsmanna náttúrverndar farið í að halda óbreyttu ástandi hvað refinn varðar, það er að hafa hann friðaðan áfram og láta hann stjórna lífríkinu á svæðinu. Þetta sé svo gott fyrir ferða- mennskuna. Undir þetta tekur svo kór sumargöngufólks á Hornströndum, sem upplifir hátind ferðar um ægifagurt landið þegar það getur gefið spökum refnum af nesti sínu og horfst í augu við hann á meðan hann naslar í sig harð- fisk og annað góðgæti. Burtséð frá því hvort refur- inn verði áfram friðaður á Hornströndum eða hvort farið verður í einhverjar aðgerðir til að koma á jafnvægi í líf- ríkinu á svæðinu þá er orðið óhjákvæmilegt að koma ástand- inu í Hornbjargi í eðlilegt horf aftur. Hornbjarg er ein af okk- ar stórkostlegustu náttúrperl- um. Í framtíðinni væri hægt að leyfa ferðamönnum að upplifa þá ógleymanlegu sýn að fara í land á völdum stöðum undir bjarginu og sjá og heyra þá miklu náttúrusymfóníu sem þar hefur verið í gegnum tíðina. Fjárhagsleg verðmæti þessa geta orðið miklu meiri en okkur dettur í hug í dag. Til að endurheimta lífríkið undir bjarginu þarf að gera tvennt. Í fyrsta lagi þarf að setja upp girðingar á brún Harðviðrisgjár sem refurinn kemst ekki yfir. Bjargbrúnin er mjög snjólétt og yrði þetta því mjög auðvelt í fram- kvæmd. Í öðru lagi þarf að veita heimild og ráða refa- skyttur til að útrýma refnum úr bjarginu. Almennt séð er ekki hægt að útrýma ref, en þarna er um að ræða mjög afmarkað svæði sem refurinn er á og tvær til þrjá skyttur samlega horfinn, hvítmáfur- inn er líka horfinn, fýlar á stangli eru ennþá í brekkunni og svartfuglinn upp í hillu er horfinn nema nokkir fuglar kúrðu út í bláenda hillunnar. Í þessari stóru hillu þar sem tekin voru áður um eittþúsund svartfuglsegg fengust nú þrett- án egg með því að skríða út í enda hennar. Þessi ótrúlega breyting á líf- ríkinu er ekki bundin við þetta svæði eitt í Hornbjarginu. Allt vestan frá Rana austur að Fjölum er sama sjónin. Lunda- brekkurnar auðar, hvítmáfur- inn og svartbakur horfnir, svartfuglinn í neðstu þræð- ingum er horfinn, fýllinn sést á stangli og æðarkollan sem verpti í fjörunni er einnig horf- in. Eina fuglategundin sem heldur velli er ritan sem verpir á litlum klettasnösum í þver- hnípu berginu. Ástæðan fyrir þessu hruni Tryggvi Guðmundsson. Umhverfisslys í Hornbjargi Hornbjarg. Ljósm: Mats Wibe Lund. Byggðakvóti auglýstur til umsóknar Fiskistofa hefur auglýst til umsóknar úthlutanir byggðakvóta í Bol- ungarvík. Almenn skilyrði umsækjenda eru að þeir hafi leyfi til veiða í atvinnuskyni, bátar séu skráðir með heimahöfn í Bolungarvík 1. maí 2007. og að eigendur þeirra séu með skráð lögheimili í Bolungarvík þann 1. maí. Umsóknum skal skilað til Fiskistofu. Umsóknarfrestur er til og með 27. júní 2007 Úthlutaður byggðakvóti Bolvíkinga á yfir- standandi fiskveiðiári Bolvíkinga er 68 þorskígildistonn. Mikill gestagangur í Ósvör Mikill gestagangur hefur verið í Ósvör undanfarið. Gestir úr skemmtiferðaskipum eru farnir að streyma í safnið og í síðustu viku tók safnvörðurinn á móti á tólf rútum með yfir 600 manns úr skipunum. Bolungarvík er kölluð elsta verstöð Íslands og Ósvör er lifandi minjasafn um útgerðarhætti fyrri tíma á Íslandi. Finnbogi Bernódusson er safnvörður. Ósvör er í um 4 kílómetra akstursfjarlægð frá Bolungarvíkurkaupstað.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.