Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.06.2007, Blaðsíða 20

Bæjarins besta - 21.06.2007, Blaðsíða 20
Golf í 714 metra hæð Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk bb.is – fjölsóttasti vestfirski vefurinn Íbúðalánasjóður tekur ekki tillit til stöðu Vestfirðinga Grímur Atlason, bæjar- stjóri Bolungarvíkur, er ekki sáttur við athugasemd- ir Íbúðalánasjóðs, sem gerð- ar voru við kaupsamninga í Bolungavík. Kaupverðið er bæði undir fasteigna- og brunabótamati. Grími finnst ekki tekið tillit til þess að fyrir vestan er fólk í annarri stöðu en annars staðar á landinu. „Á Vestfjörðum er hámarks- lán Íbúðalánasjóðs 18 milljón- ir, en þó aldrei hærra en sem nemur 1,5 margfaldað með fasteignamatinu. Í Reykjavík er sama hámark, en þó aldrei hærra en sem nemur 80% af brunabótamati. Á Austfjörð- um er sama hámark, en þó aldrei hærra en sem nemur 2,0 margfaldað með fasteigna- mati. Þetta finnst mér ein- kennilegur reikningur,“ segir Grímur, „hvers vegna er ekki stuðst við 80% af brunabóta- mati út um allt land?“ „Ég vil taka það fram að mér finnst Íbúðalánasjóður gríðarlega mikilvæg stofn- un, og það yrði banatilræði við landsbyggðina ef hann yrði lagður niður,“ segir Grímur. „Hinsvegar er mjög ósann- gjarnt að maður í Bolung- arvík fái minna lán fyrir eign en maður í Reykjavík.“ – tinna@bb.is Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal er meðal þeirra tíu fiskvinnslufyrirtækja sem verða fyrir mestri skerðingu á aflaheimildum vegna byggða- kvóta. Yfir þrjú hundruð fyrir- tæki þurfa að sæta því að afla- heimildir þeirra séu skertar að meðaltali um rúmlega 4,7% vegna byggðakvóta, línuíviln- unar og bóta vegna skel og rækjubáta, en úthlutun stendur nú yfir fyrir yfirstandandi fisk- veiðiár. Skerðing HG eru tæp 3,1%, eða 333 þorskígildis- tonn. Heildarúthlutun í þessum tegundum nemur 270.065 þorskígildistonnum, en skerð- ingin sem útgerðarfyrirtækin verða fyrir nemur 12.280 þorskígildistonnum. Þau fyr- irtæki sem eru með mesta skerðingu í magni, auk HG, eru HB Grandi hf, Brim hf, Samherji hf, Þorbjörn hf, Vísir hf, FISK-Seafood hf, Rammi hf, Vinnslustöðin hf, og Skinn- ey-Þinganes hf. Skerðing hjá síðastnefnda fyrirtækinu er tæplega 277 þorskígildistonn, en af HB Granda hf. eru tekin 815 tonn. Þetta kemur fram á vef Landssambands íslenskra útgerðarmanna. – tinna@bb.is HG verður fyrir 3,1% skerðingu Golf var leikið á toppi Eyrarfjalls á miðvikudag í síðustu viku. Ekki er vitað að golf hafi verið leikið í svo mikilli hæð á Íslandi áður. Ekki voru golfararnir svo duglegir að þeir drösluðu kylfum sínum upp á topp sjálfir, heldur var þetta liður í kynningarfundi um kláf á Eyrarfjalli og var þyrla fararskjóti golfarana. Markmiðið var að ná að slá golfkúlu yfir Bakkaskemmu sem er gil sem liggur fyrir ofan Bakkahvilft sé horft frá Hnífsdal, og við enda Gleiðarhjalla séð frá Skutulsfirði. Það var Gunnlaugur Jónasson, nýkrýndur Vestfjarðameistari í golfi, sem sló fyrsta höggið og fengu svo menn að spreyta sig koll af kolli. Ekki fékkst uppgefið hvort golfvöllur á Eyrarfjalli sé inni í myndinni hjá athafna- mönnunum sem ætla að reisa kláf í fjallinu. – smari@bb.is Kynning á kláf á toppi Eyrarfjalls Fyrirhuguð staðsetning kláfsins sést hér teiknuð inn á myndina. Hópferð var farin upp á Eyr- arfjall við Skutulsfjörð á mið- vikudag í síðustu viku. Flogið var með þyrlu og var tilgangur ferðarinnar að kynna fyrir fjölmiðlamönnum, möguleg- um fjárfestum og mönnum innan stjórnkerfisins fyrir hugmyndum um að reisa kláf upp á Eyrarfjall. Það eru Úlfar Ágústsson, Úlfur Úlfarsson og Skafti Elíasson sem eru í undirbúningshóp framkvæmd- arinnar. Í kynningu Úlfars uppi á fjalli kom fram að kostnaður við uppsetningu kláfs hlaupi á 450 millj. króna. Markhópur kláfsins eru ferða- menn og er þá horft til farþega sem koma með skemmtiferða- skipum til Ísafjarðar. Að sögn Úlfars þarf að selja 32 þúsund ferðir í kláfinn til að reksturinn beri sig. Næstu skref eru að fara í undirbúningsvinnu að krafti en margvísleg leyfi þarf til að fara út í þetta. Einnig þarf að fara í rannsóknavinnu en eng- inn kláfur er fyrir á landinu. Koma jákvæðar niðurstöður úr þessari vinnu verður leitað fjárfesta til að koma að verk- efninu. „Það er engan veginn víst að þetta gangi upp en það eru tvímælalaust miklir mögu- leikar fólgnir í því að hafa svona kláf sem gengur upp á topp Eyrarfjalls.“ Jafnframt eru uppi hugmyndir um að reisa á toppi Eyrarfjalls veit- ingaaðstöðu fyrir þá ferða- menn sem leggja á fjallið. Ralf Nachbauer, verkfræð- ingur frá austurríska fyrirtæk- inu Doppelmayer, kom til Ísa- fjarðar til að skoða aðstæður. Doppelmayer er leiðandi fyr- irtæki í framleiðslu og upp- setningu kláfa í heiminum. Ralf segir að aðstæður í Eyr- arfjalli séu fínar og segir að mögulegt sé að reisa möstur og endastöðvar á einu ári gangi allt eins og í sögu. – smari@bb.is Feðgarnir Úlfur Úlfarsson og Úlfar Ágústsson.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.