Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.06.2007, Blaðsíða 18

Bæjarins besta - 21.06.2007, Blaðsíða 18
FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 200718 Mannlífið Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Smáauglýsingar Til sölu er ísskápur á kr. 5.000. Einnig hornhilla og ýmislegt fleira vegna flutninga. Upplýs- ingar í síma 690 3448. Kaupi bíla til niðurrifs. Uppl. í síma 899 4201. Til sölu er Toyota Corolla XL, árg. 1992, ekinn 135 þús. km. Sumar- og vetrardekk á felgum fylgja. Verð aðeins kr. 100 þús. Uppl. í síma 895 4115. Til sölu er Narwhal, 4 metra, harðbotna, 40 hestafla Yamaha rústfrí kerra. Yfirbreiðsla og ýmsir fylgihlutir. Á sama stað er til sölu Alpen Cruiser Allure tjaldvagn árg. 1992. Er í góðu standi og með nýrri yfirbreiðslu. Uppl. í síma 869 1654. Til sölu er lítið notaður þurrkari með bar.a Uppl. í síma 456 3330. Til sölu eru lítið notaðir Exel göngustafir, 115 cm langir. Uppl. í síma894 0625. Ég heiti Melkorka Ýr og er 11 ára. Mig langar að passa barn í sumar. Uppl. í símum 456 5319 eða 866 6114. Til sölu er Subaru Impreza árg. 2001, ekinn 105 þús. km. Sum- ar- og vetrardekk, bílalán. Skoða uppítöku á ódýrari bifreið. Uppl. í síma 892 1688. Til sölu er Opel Astra árg. 2000, ekinn 85 þús. km. Beinskiptur, 4 dyra, góður bíll á góðu verði. Upplýsingar í síma 564 0583 eða 869 0583. Reiðhjól sex ára gamallar stúlku hvarf frá húsið við Urðarveg um þar síðustu helgi. Hjólið er bleikt með hvítum dekkjum. Mínu mús lás og á því stendur Miss Daisy. Þess er sárt saknað. Vinsam- legast hafið samband í síma 895 8597 eða 892 2118 ef þið finnið hjólið. Til sölu er kajak með öllu. Uppl. í síma 893 1058. Til leigu er rúmgóð og björt 5- 6 herb. íbúð á Engjavegi. Leig- ist frá 1. júlí. Uppl. í síma 456 5515 eða 898 2596. Til sölu er Combi Camp tjald- vagn árg. 99. Vel með farinn, nýtt fortjald. Upplýsingar í síma 825 7081. Til sölu eru fjögur Bridgestone sumardekk, 205-70 R15. Uppl. í síma 865 9637. Til sölu er MMC Outlander árg. 05. Uppl. í síma 897 6743. Til sölu er 4ra herb. íbúð að Eyrargötu 6. Uppl. í síma 898 8377. Til sölu er Grace kerra. Uppl. í síma 587 5553. 50m² íbúðin mín með interneti, húsgögnum, örbylgjuofni, sjón- varpi og öðru tilheyrandi er til leigu í júlí og ágúst. Stysti leigu- tími er ein vika. Íbúðin er með fínum garði og staðsett í miðbæ Álaborgar í Danmörku. Uppl. gefur Hafdís Sunna í síma +45 20820777 eða á netfanginu hafdissunna@simnet.is. Morrastjórinn Björn Gunnlaugsson. Morrastjórinn Björn Gunnlaugsson Það er leikstjórinn Björn Gunnlaugsson sem stýrir Morr- anum, atvinnuleikhúsi ungs fólks í Ísafjarðarbæ, í sumar. Björn, eða Bjössi eins og hann er einatt kallaður, lauk námi í leikstjórn frá Carnegie Mellon University í Pittsburgh árið 1991. Þá nam hann leikhús- fræði við háskólann í Stokk- hólmi og tók framhaldsnám í leikstjórn við Drama Studio í London. Bjössi hefur mikla reynslu af vinnu með ungl- ingum, og hefur hann m.a. sett upp tvö Sólrisuleikrit við Menntaskólann á Ísafirði, Leyndarmál árið 1997 og Gretti 2004. Blaðamaður BB hitti Bjössa þegar fyrstu vinnuviku Morrans var að ljúka og forvitnaðist lítið eitt um manninn og starfið fram- undan. –Hvernig kom það til að þú tókst að þér Morrann? „Það vill þannig til að á þessum árum sem ég hef verið unnið sem leikstjóri hef ég alltaf meira og meira verið að sérhæfa mig í að starfa með unglingum og ungu fólki. Þó að ég hafi unnið með atvinnu- leikurum nokkrum sinnum þá finnst mér þeir ekki nærri jafn skemmtilegir og ungir leikar- ar. Atvinnuleikararnir eru oft orðnir að dálitlum stjörnum, líta kannski stórt á sig og eru svo ofsalega mikið annað að gera. Hinsvegar, þegar ég er að setja upp sýningu með unglingum, eru þeir að gefa sig alla í vinnuna, af öllu hjarta, sál og líkama. Það finnst mér afar skemmtilegt. Í vor var Kómedíuleikhús- ið, undir stjórn Elfars Loga Hannessonar, ráðið af Ísa- fjarðarbæ til að halda utan um Morrann. Elfar sá sér ekki fært að sjá um leikstjórnina sjálfu, þannig að hann fór á stúfana til að skoða leikstjóra sem væru á lausu og gætu komið til greina. Hann leitaði sér upplýsinga um ýmsa leik- stjóra, en sá að reynsla mín, og það sem ég hef verið að fást við undanfarin tíu ár, hent- ar verkefni af því tagi sem Morrinn er mjög vel. Ég hef mikið verið að setja upp leik- verk með bæði grunn- og menntaskólakrökkum og það er að verða mín sérgrein. Og án þess að ég vilji monta mig mikið þá eru fáir hér á landi sem hafa gert jafn mikið af því undanfarin ár, og ég. Þetta var ein af ástæðunum sem Logi gaf mér þegar hann hringdi í mig og bauð mér starfið. Svo getur reyndar vel verið að hann hafi verið búinn að tala við 30 manns og allir hafi sagt honum að fara til fjand- ans, ég veit það ekki,“ segir Bjössi hlæjandi. –Hvernig líður þér að vera kominn aftur á Ísafjörð? „Alveg gríðarlega vel, sér- staklega af því að síðustu tvö skipti sem ég var hérna var allt á kafi í snjó. Í bæði skiptin var ég að leikstýra Sólrisuleik- ritum við Menntaskólann á Ísafirði. Fyrir tíu árum síðan leikstýrði ég íslenska leikrit- inu Leyndarmáli, en í því lék fólk sem núna er að verða heimsfrægt, s.s. Rúna Esra- dóttir og Eiríkur Örn Norð- dahl. Fyrir þremur árum síðan leikstýrði ég síðan söngleikn- um Gretti. Eðli málsins vegna var því allt á kafi í snjó í bæði skiptin, enda Sólrisan um vet- ur.“ –Hvernig fannst þér að setja upp þessar tvær sýningar í menntaskólanum? „Það var afar skemmtilegt. Ég held samt að það sé ekkert ósanngjarnt að segja að það hafi verið skemmtilegra að setja upp Gretti. Þá er ég ekki að gagnrýna krakkana sem tóku þátt í Leyndarmáli, en það var töluverður munur á fjölda þátttakenda og kraftin- um sem var í leikfélaginu á milli þessara sýninga. Í fyrra skiptið var verið að setja upp lítið og sætt íslenskt leikrit, sýnt í gryfjunni í menntaskól- anum. Þó að það hafi verið gaman og skemmtilegt að vinna að þeirri sýningu verður að segjast eins og er að það Alls svöruðu 296. Já sögðu 240 eða 81% Nei sögðu 56 eða 19% Spurning vikunnar Hefur reykingabannið gengið vel að þínu mati? Blogg Láru Ómarsdóttur http://blogg.visir.is/lara Það er svo skrýtið með mannanna verk og gjörðir. Dómur liggur yfirleitt ekki fyrir fyrr en löngu eftir að menn eru fallnir frá. Jón Sigurðsson, forseti, er einn slíkra. Hann var langt á undan sinni samtíð og þegar hlegið var að hugmyndum Íslendinga um sjálfstæði, sagt að þessi fátæka þjóð hefði ekki efni á að standa á eigin fótum, þá reiknaði hann það bara út og komst að því að ef eitthvað var þá skulduðu Danir okkur en við ekki þeim. Jón óraði ekki fyrir að Íslendingar yrðu í raun alveg sjálfstæðir, honum fannst bara rétt að við fengjum að ráða okkur sjálf.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.