Bæjarins besta - 21.06.2007, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2007 19
Horfur á föstudag: Vestlæg átt og smá súld
vestanlands, en léttir til fyrir austan. Hlýnandi
veður. Horfur á laugardag: Norðanátt og
léttskýað sunnantil á landinu, en þokubakkar við
norðurströndina. Hiti 8-17 stg. Horfur á
sunnudag: Hæglætisveður og þurrt.
Helgarveðrið
var meiri metnaður í uppfærsl-
unni á Gretti. Það er stór rokk-
söngleikur, sem sýndur var í
risastóru rými sem var sérstak-
lega innréttað sem leikhús.“
–Þú hefur semsagt góða
reynslu af því að vinna með
ungu Vestfirsku fólki.
„Já, það má segja það“
–Hvar á Ísafirði hefurðu
komið þér fyrir í sumar??
„Ég bý í Pólgötunni, hjá
ungu pari, Einari og Krissu.
Það er alveg frábært, húsið er
fullt af köttum, ég er mikill
kattakarl sjálfur og tók Pjakk,
köttinn minn, með mér hingað
vestur. Ég vissi reyndar ekki
að hann væri að koma inn í
heila kommúnu af loðdýrum,
en hann lætur það ekki á sig
fá, frekar en ég, og okkur líður
mjög vel þarna. Það skemmir
heldur ekki fyrir að ég er
aðeins tvær mínútur að labba
í vinnuna.
Mér finnst Ísafjörður æðis-
legur í sumarskrúða, þetta er
mjög skemmtilegur, sjarmer-
andi og yndislegur bær. Mér
þykir alltaf gott að koma hing-
að. Ég hef komið hingað áður
að sumri til og fundist það
frábært. Mér finnst líka gaman
að vera hér á veturna, það er
allt öðruvísi og annar sjarmi,
en sjarmi engu að síður. Allt á
kafi í snjó og dimmt og nota-
legt. En ég vona núna fyrst og
fremst að sumarið verði gott,
byrjunin hefur lofað góðu.“
–Nú hefur starf Morrans
verið þróað í nokkur ár og
komnir margir fastir punktar,
s.s. atriði fyrir skemmtiskip,
leikskólaleikrit og götulista-
dagar, mega bæjarbúar Ísa-
fjarðarbæjar eiga von á ein-
hverjum breytingum í sumar?
„Ég kem auðvitað nýr inn í
þetta. Ég nýt sem betur fer
góðs af því að Elfar Logi hefur
leikstýrt Morranum áður og
getur gefið mér góð ráð, auk
þess sem nokkrir af krökkun-
um hafa verið í Morranum
áður og þekkja hvernig hlutir-
nir ganga fyrir sig. Ég ætla
mér hinsvegar líka að koma
með eitthvað frá mér sjálfum.
Núna strax í fyrstu skemmti-
skipadagskránni er ég búinn
að bæta inn tveimur skemmti-
atriðum sem ekki hafa verið
áður, í bland við það sem áður
hefur verið gert, s.s. dans og
söngur á þjóðlegu nótunum.
Við prófum okkur svo áfram
með þetta. Eins og þú segir er
starf Morrans að mörgu leyti
fastmótað, en ég er á þeirri
skoðun að það sé alltaf pláss
fyrir endurnýjun, að koma
með nýja hluti inn. Ef þeir
síðan virka ekki hendum við
þeim bara og prófum eitthvað
annað.
Götulistadagarnir byrja í
júlí, og það verða allavega
fjórir, ef ekki fimm slíkir dag-
ar. Ég játa það fúslega að við
erum ekkert farin að hugsa út
í hvað við gerum þá. Starf
Morrans byrjar nefnilega með
mjög stífu prógrammi hvað
varðar skemmtiskipin. Ég
fékk fjóra daga til að undirbúa
fyrstu dagskrána fyrir skipin,
en það koma fjölmörg skip
núna strax í byrjun júní.“
–Morrinn tekur miklar tarn-
ir í sumar í skemmtiskipum,
en þau hafa aldrei komið fleiri
til Ísafjarðar. Hvað finnst þér
og krökkunum um svona „ver-
tíðarstemmningu“ í tengslum
við skipin?
„Þetta er vissulega mikil
törn og mikil vinna að leggja
á svona unga krakka, en við
verðum bara að vera raunsæ
og horfast í augu við það að
með skemmtiskipunum fáum
við mikið af þeim peningum
sem þarf í kassann til þess að
Morrinn geti verið til. Þessi
vinna sem krakkarnir leggja í
það skila Morranum þannig
tekjum að það er ráðrúm til að
gera aðra skemmtilega hluti,
eins og götulistadagana og leik-
skólaleikritin. Sú vinna leggur
minna á krakkana, og meira
er verið að flippa og hafa gam-
an. Ég held að það sé börn-
unum hollt að taka skemmti-
skipaskurk á móti glensinu,
svo þau læri að lífið er ekki
bara leikur, maður þarf að
vinna sér inn fyrir frítímanum.
Krakkarnir skilja þetta og eru
óhrædd við að leggja þetta á
sig.
Það var metaðsókn að Morr-
anum í sumar og þurfti að
vísa fleirum frá en komust að
alls. Það er því smekkfullur
varamannabekkur, og ágætis
aðhald fyrir krakkana sem
komust að, að það sé mikil
ásókn í starfið. Við sögðum
það líka við hópinn á fyrsta
degi að ef einhver stæði sig
ekki væri lítið mál að skipta
honum út fyrir einhvern annan
sem langar að vera með.
Krakkarnir tóku þetta gott og
gilt og hafa lagt sig alla fram
hingað til og gera það vonandi
áfram. Mér finnst hópurinn
æðislegur og þessi fyrsta vika
er búin að vera frábær og ég
hlakka til þeirrar næstu og
sumarsins í heild.“
Stund milli stríða hjá Morrakrökkunum.
Rótarýklúbbur Ísafjarðar
fór í ferð til Flateyjar á Breiða-
firði fyrir stuttu og þræddi
helstu þorp norðanverðra
Vestfjarða í leiðinni. Um 20
manns, félagar og eiginkonur
þeirra lögðu af stað frá Ísafirði
og var fyrsti áfangastaðurinn
Vatnadalur í Súgandafirði, þar
sem kirkjan á Stað var skoðuð.
Næst var haldið til Flateyrar
þar sem kirkja þorpsins var
skoðuð.
Að því loknu var gamla
bókabúðin á Flateyri skoðuð,
áður en komið var við í Fé-
lagsbæ, þar sem hópurinn
snæddi hádegisverð. Þá var
haldið að Holti í Önundarfirði
þar sem presturinn séra Stína
Gísladóttir tók á móti hópnum
í kirkju staðarins, áður en
haldið var í Dýrafjörð þar sem
Bergur á Felli tók á móti hópn-
um í Þingeyrarkirkju og sagði
hópnum sögu hennar. Ferð-
inni var síðan heitið að Mjólká
þar sem Orkubú Vestfjarða
bauð upp á hressingu.
Að lokinni óvæntri hress-
ingu í Flókalundi, var haldið
á Brjánslæk þar sem ferjan
Baldur var tekin út í Flatey.
– smari@bb.is
Sumarferð
til Flateyjar
Sælkeri vikunnar er Fanný Margrét
Bjarnardóttir á Suðureyri
Sítrónufylltur kryddjurta-
kjúklingur og eplakaka
Sælkeri vikunnar býður að
þessu sinni upp á gómsætan
kryddjurtakjúkling í ofni,
fylltan með sítrónu. Í eftirrétt
er heit og eplakaka, sem auð-
velt er að gera. Fanný bendir
sérstaklega á að eldunartími
kjúklingsins getur verið mis-
munandi eftir ofnum, og þá er
gott ráð að mæla kjarnhitann
með þar til gerðu tæki, en
þegar kjarnhitinn nær 71°C er
kjúklingurinn tilbúinn.
Kryddjurtakjúklingur í ofni
heill kjúklingur
sítróna
timian
basil
rósmarín
salt og pipar eftir smekk
Setjið kryddjurtirnar undir
húðina á kjúklingnum. Ristið
djúp sár í sítrónuna, áður en
hún er sett inn í kjúklinginn,
og lokið síðan opinu með því
að binda fætur kjúklingsins
saman. Bakið kjúklinginn í
ofni við 180°C í u.þ.b. klukku-
tíma, eða þar til kjarnhiti hefur
náð 71°C.
Heit eplakaka
200 g hveiti
200 g sykur
200 g smjörlíki
4 epli
kanilsykur
möndlur
saxað súkkulaði
Hnoðið hráefnið í deigið
saman, og búið til pylsu úr
deiginu. Kælið það síðan í
ísskáp í u.þ.b. tvo tíma. Skerið
eplin smátt og setjið í eldfast
mót, stráið kanilsykri yfir.
Skerið deigið í sneiðar og
setjið yfir eplin, stráið að lok-
um möndlum og söxuðu súkku-
laði yfir.
Bakið í ofni við 170°C í 30
mín. Gott er að hafa ís eða
rjóma með.
Ég skora á Ársæl Níelsson
og Auði Birnu Guðnadóttur
að töfra fram eitthvað gott.
Blót og hálfheiðið brúðkaup í Skatnavör
Eyvindur Eiríksson Vestfjarðagoði hefur blásið til blóts að heiðnum sið á fimmtudag.
Blótað verður í Skatnavör neðan Arnarness um eða upp úr klukkan 18. Blóttollur er
enginn en mönnum er bent á að koma með þær vistir sem þeir kjósa, í föstu eða fljót-
andi formi. Allir eru velkomnir á blótið, heiðnir jafnt sem óheiðnir. Við þetta má bæta
að á sama stað verður hálfheiðið og hálfkristið brúðkaup á laugardag þar sem gefin verða
saman Anna Sigríður Ólafsdóttir og Úlfur Úlfarsson. Vígsluna annast þau séra Magnús
Erlingsson, sóknarprestur á Ísafirði, og Jónína K. Berg, fyrrverandi allsherjargoði.