Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.04.2008, Blaðsíða 1

Bæjarins besta - 03.04.2008, Blaðsíða 1
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk Fimmtudagur 3. apríl 2008 · 14. tbl. · 25. árg. Snarvitlaus og drykkfelldur unglingur, togarajaxl, umdeildur frétta- ritari á Flateyri, humarveiðimaður, ritstjóri og rithöfundur, strikaður út úr Sjálfstæðisflokknum en kemst ekki úr Samfylkingunni – Reynir Traustason ritstjóri í viðtali við Hlyn Þór Magnússon í miðopnu Vildi aldrei vera sjómaður Ísfirskar skíðagöngukonur sigursælar Ísfirskar konur voru sigur- sælar í skíðagöngu á Skíða- móti Íslands sem fór fram á Ísafirði um helgina. Rannveig Jónsdóttir sigraði í sprett- göngu, sem var fyrsta keppn- isgreinin á mótinu. Stella Hjaltadóttir hampaði Íslands- meistaratitlinum í hefðbund- inni göngu, Sólveig G. Guð- mundsdóttir í frjálsri aðferð og í boðgöngu sigraði A-sveit Ísafjarðar en hana skipuðu Stella Hjaltadóttir, Guðbjörg Rós Sigurðardóttir og Sólveig G. Guðmundsdóttir. Í öllum þessum greinum voru Ísfirð- ingar í þremur fyrstu sætun- um. Á annað hundrað keppend- ur tóku þátt í mótinu og segir Benedikt Hermannson, mót- stjóri Skíðamóts Íslands á Ísa- firði, mótið hafa gengið vel fyrir sig miðað við aðstæður. „Veðrið var stríða okkur að- eins en það var í raun það eina sem klikkaði. Allt annað gekk nánast samkvæmt áætlun og starfsfólkið okkar stóð sig gríðarlega vel. Ég vil koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem með einum eða öðrum hætti komu að þessu móti og gerðu okkur kleift að halda það með þeim glæsibrag sem raun bar vitni. Þá vil ég líka sérstaklega þakka starfs- mönnum skíðasvæðisins sem einnig unnu mjög gott starf við erfiðar aðstæður.“ – thelma@bb.is A-sveit Ísafjarðar í boðgöngu. Valdimar Elíasson, for- maður íbúasamtakanna Átaks á Þingeyri, segir það mjög stingandi að heyra að bærinn sé of langt frá Ísafirði til að koma til greina undir starfsemi Innheimtustofn- unar sveitarfélaga. Sig- urður Pétursson, formað- ur stjórnar stofnunarinn- ar, sagði í samtali við Rík- isútvarpið að Þingeyri kæmi ekki til greina í staðarvali vegna fjar- lægðar frá Ísafirði. „Þetta er náttúrlega mjög slæmt. Það er bara eins og við séum orðin einangruð á báða vegu, en það er náttúrlega allt of langt til okkar hina leiðina. Hingað til hefur ekkert verið of langt fyrir Þingeyringa að fara til Ísafjarðar þar sem mörg okkar stunda vinnu eða nám“, segir Valdimar. „Almenningssam-göng- ur eru góðar og það er ekkert mikið lengra hing- að en til Flateyrar svo dæmi sé tekið. Á þessum tölvu- tímum ættu vegalengdir ekki að skipta svona miklu máli, svo það var vissulega dálítið sting- andi að heyra þetta“, segir Valdimar. – halfdan@bb.is Þingeyring- ar óánægðir

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.