Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.04.2008, Blaðsíða 9

Bæjarins besta - 03.04.2008, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2008 9 Þór næst flottasti í vaxtarræktinni Ísfirðingurinn Þór Harðarson hafnaði í öðru sæti á Íslandsmótinu í vaxtarrækt sem fór fram á Akureyri um páskana. Lét hann í minni pokann fyrir hinu góðkunna vöðvatrölli Magnúsi Bess Júlíussyni, sem fór með sigur af hólmi. Þeir kepptu í -100 gramma flokki sem er þyngsti flokkurinn á mótinu. Þór hefur í árafjöld haft áhuga á vaxtarrækt og keppt nokkrum sinnum en hann varð Íslandsmeistari í +90 kílógramma flokki árið 2004. Atvinnuleysi minnkar í Bolungarvík Atvinnulausum fækkar um 11 manns eða um 85% í Bol- ungarvík milli loka ágúst í fyrra og febrúar í ár. Kemur þetta fram í nýútkomnu vefriti fjármálaráðuneytisins. Í fyrra voru atvinnulausir í bænum 13 talsins, en fyrir um mánuði voru þeir einungis 2. Bolungarvík er eitt þriggja sveitarfélaga sem tiltekið er í ritinu þar sem atvinnuleysi hefur minnkað, en hin eru Ísafjarðarbær og Reykjavíkurborg. Annað starfsár Sólstafa, systursamtaka Stígamóta á Vestfjörðum, er að hefjast en hlé hefur verið á starfseminni síðan um áramót. Helsta verk- efnið framundan er að ýta úr vör verkefni til að fræða full- orðna um kynferðisofbeldi gangvart börnum. Nú þegar hefur ein starfskona Sólstafa farið á leiðbeinandanámskeið hjá Blátt áfram, samtök sem standa að forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi á börn- um, og þrjár til viðbótar fara á sama námskeið þann 10. maí. „Það sem við lærum þar er að leiða námskeiðið Verndarar barna. Það er komið frá gras- rótarsamtökum Darkness 2 light sem hefur höfuðstöðvar í Charleston í Suður Karólínu, og leitast þau við að vernda börn gegn kynferðislegri mis- notkun með því að leggja ábyrgðina á herðar hinna full- orðnu“, segir Harpa Oddbjörns- dóttir, Sólstafakona á vef sam- takanna. „Í dag erum við með hóp fólks sem er bjartsýnt á að láta þetta ganga og gera Ísafjarðabæ að fyrsta samfé- laginu á Íslandi sem hefur tek- ið höndum saman um að vernda börnin. Í Ísafjarðarbæ eru rúmlega 300 manns sem vinna með börnum og því er mikið verk fyrir höndum. Við ætlum okk- ur í sameiningu að safna um þrem milljónum til þess að allir þessir starfsmenn geti setið þetta mikilvæga nám- skeið.“ Harpa segir að þrátt fyrir að starfsemin hafi legið niðri í tvo mánuði hafi ýmis- legt gerst og þar má nefna styrktartónleika sem Nemenda- félag Menntaskólans á Ísafirði stóð fyrir í sólrisuvikunni og landssöfnun Zontakvenna þar sem seld var næla til styrktar Stígamóta og. „Það er einstak- lega ánægjulegt að sjá hve vel okkur hefur verið tekið hérna og við finnum fyrir gríðarlega miklum stuðningi frá samfé- laginu. Greinilegt er að löngu var komin tími til að setja upp þessa þjónustu hér.“ Vekja heilt bæjarfélag til vitundar Bæjarráð Bolungarvíkur hefur ítrekað kröfur sínar um að Umhverfisráðuneytið taki mið af kjarasamningi við gerð á nýjum samningi við Náttúrustofu Vestfjarða. Á bæjarráðsfundi var farið yfir drög að nýjum samningi sem er framhald af eldri samningi sem rann út í lok árs 2007. Bolungarvíkur- kaupstaður gerði á sínum tíma fyrirvara við undirritun samningsins vegna launa forstöðumanns en þau voru umtalsvert hærri en Um- hverfisráðuneytið var tilbúið að viðurkenna. Þetta breytist ekki í nýjum drögum. Sam- kvæmt þeim skulu laun for- stöðumanns nema 5,4 millj- ónum króna og 3,8 milljónir eru ætlaðar til almenns rekstrar. Samkvæmt ákvæð- um laga er áskilið að for- stöðumaður Náttúrstofu skuli vera náttúrufræðingur eða að hafa sambærilega menntun og skuli framlag ríkisins nema launum hans í fullu starfi. Í gildi er kjara- samningur milli fjármálaráð- herra fyrir hönd ríkisins og Félags íslenskra náttúru- fræðinga (FÍN) frá 18. mars 2005. Á grundvelli þessa kjarasamnings hefur FÍN gert kjarasamninga við fjór- ar náttúrustofur. Í óháðu áliti sem Eiríkur S. Svavarsson, hdl. vann fyrir Samtök Nátt- úrustofa þann 5. janúar kem- ur fram að sá kjarasamning- ur hljóti að gilda þegar fram- lag til launa forstöðumanns er ákveðið. Náttúrustofa Vestfjarða hóf starfsemi í ársbyrjun 1997. Hún er al- hliða rannsóknar- og þjón- ustustofnun í náttúrufræðum á Vestfjörðum. Náttúrustof- an starfar eftir lögum um Náttúrufræðistofnun Íslands og Náttúrustofur og er rekin af sveitarfélögum á Vest- fjörðum með stuðningi rík- isins. Verkefni náttúrustof- unnar eru öflun upplýsinga um náttúru Vestfjarða og gera þær aðgengilegar þeim sem á þurfa að halda. Nátt- úrustofa Vestfjarða tekur að sér margvísleg verkefni á þessu sviði fyrir; sveitarfé- lög, stofnanir eða einkaaðila. – thelma@bb.is Ítreka kröfur vegna launa forstöðu- manns Náttúrustofu Vestfjarða Nokkuð hefur verið um skemmdarverk að undan- förnu á norðurgafli gamla kaupfélagshússins á Ísa- firði. Óljóst er hverjir eru þarna að verki eða hvaða hvatir liggja að baki þess- um tilgangslausu skemmd- arverkum, en ljóst er að þau valda eigendum húss- ins miklum leiðindum og fjárhagslegu tjóni. Einn húseiganda sagði í samtali við blaðið að svo virðist sem grjóti sé ítrek- að kastað í vegginn með þeim afleiðingum að sí- fellt fleiri plötur losna af honum og brotna. – halfdan@bb.is Tilgangslaus skemmdarverk Tilgangslaus skemmd- arverk hafa verið unn- in á norðurgafli hússins. Fasteignir heilbrigðisstofn- ana til Fasteigna ríkissjóðs Ákveðið hefur verið að Fast- eignir ríkissjóðs (FR) taki í áföngum við umsjón og rekstri fasteigna sem nú eru reknar af heilbrigðisstofnunum. Í fyrsta áfanga sem fer fram á þessu ári mun FR meðal annars taka við fasteignum heilbrigðis- stofnana á Vestfjörðum. Í því felst að FR taka að sér viðhald og endurbætur á húsnæði með hliðstæðum hætti og þegar á við um framhaldsskóla og lög- gæslustofnanir. Heilbrigðis- ráðuneytið mun beita sér fyrir nauðsynlegum fjárveitingum til stofnana sem standi undir kostnaði við húsaleigusamn- inga framvegis. Fulltrúar FR hafa nú þegar komið í fyrstu heimsókn til Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ og Heilbrigðis- stofnunarinnar Bolungarvík til að kynna sér aðstæður. Fasteignir ríkissjóðs hafa um- sjón með fasteignum í eigu ríkisins í umboði fjármála- ráðuneytis. Fjöldi þeirra, víðs- vegar um landið, er um 200. Að auki tekur stofnunin fast- eignir á leigu á almennum markaði og endurleigir þær stofnunum ríkisins. Megin verkefni stofnunarinnar eru útleiga húsnæðis til ríkisstofn- ana og að viðhalda því og endurbæta svo það nýtist sem best starfsemi leigjenda. Fasteignum ríkissjóðs hefur einnig verið falin umsjón með leiðréttingu á skráningu fast- eigna ríkisins í opinberum skrám þannig að þær endur- spegli rétta eignastöðu ríkis- ins. Ríkið geti að því búnu gert fullnægjandi grein fyrir eigum sínum hvað varðar fjölda, staðsetningu, notkun og verðmæti. – thelma@bb.is Fasteignir heilbrigðisstofnana á Vestfjörðum munu færast yfir til Fasteigna ríkissjóðs.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.