Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.04.2008, Blaðsíða 13

Bæjarins besta - 03.04.2008, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2008 13 ins heima, og þegar ég spurði af hverju ég væri í þessu félagi, þá rak hann upp stór augu og sagði: Nú, pabbi þinn er í fé- laginu, af hverju skyldir þú ekki vera það líka? Ég lét þar við sitja og átti ágæta samleið með þessum flokki, þó ég sé nú á miðjunni held ég fremur en hægri mað- ur. Já, ég lét gott heita og þetta var allt í lagi þangað til Halldóra konan mín kom vest- ur, kommúnisti úr Reykjavík. Hún komst að því, líklega árið 1978, að hún var orðin sjálf- stæðismaður og komin í félag- ið. Þá var Eiríkur Finnur Greipsson formaður minnir mig, og hún spyr hann með nokkrum þjósti hvers vegna hún sé skráð í þetta félag. Hann horfir á hana stórum augum og segir: Nú, Reynir er í félaginu! Þetta varð til að forherða hana í kommúnis- manum. En þetta þótti bara sjálfsagt, maður fæddist ein- faldlega í einhvern flokk. En síðan var ég að valda þessum flokki meira tjóni en að ég gerði honum eitthvert gagn. Ég man þegar efnt var til borgarafundar á Flateyri til að mótmæla fyrirhugaðri rad- arstöð Kanans á Barðanum. Þeim sem stóðu fyrir fundin- um þótti rétt að sýna mikla pólitíska breidd fundarins og hafa einn úr hverjum flokki skráðan fyrir fundarboðinu, en fundu engan sjálfstæðismann annan en mig sem var tilbúinn að mótmæla komu Kanans sem átti að skapa aukna hag- sæld fyrir byggðarlagið. Ég var alveg til í að mótmæla þeim ósköpum og var einn af fundarboðendum. Ég held að Sjálfstæðis- flokkurinn á Flateyri hafi al- drei fyrirgefið mér það. Þetta var mikill átakafundur og gríðarleg heift í mönnum. Guði sé lof þá fór þetta í stað- inn á Bolafjall og menn vita hvernig staðan þar er í dag.“ Strikaður út úr Sjálfstæðisflokknum – En núna ertu í andstöðu við alla flokka, eða hvað? „Nei, ég reyni bara til horfa til þess sem menn sýna af sér, hvar í flokki sem þeir eru. Ef þeir standa sig sæmilega í verkum sínum, þá styð ég þá. Ég var reyndar settur út úr Sjálfstæðisflokknum nokkru eftir mál Árna Johnsens. Þá var ég strokaður út af félaga- skrá. Ég held að það sé eins- dæmi. Þetta gerðist í kjölfarið á því að ég skúbbaði um Árna Johnsen og það mál allt sam- an. Ég kom löngu síðar á kjör- stað og ætlaði að styðja Vil- hjálm Þ. Vilhjálmsson í próf- kjöri, en þá var mér sagt að ég væri ekki á félagaskránni. Þeir voru hins vegar snöggir að elta mig meðan þeir vildu hafa mig í flokknum. Þeir voru fljótir að uppgötva það þegar ég flutti fyrst í Þorlákshöfn og síðan til Reykjavíkur og voru undir eins búnir að senda mér gíróseðlana á nýja heim- ilisfangið. En varðandi þetta prófkjör, þá braut ég odd af oflæti mínu til að geta stutt metsölubók. Á eftir henni skrifaði ég um alheimsfegurð- ardrottninguna Lindu Péturs- dóttur, Linda, ljós og skuggar, og hún seldist mjög vel. Svo kom babb í bátinn. Ég skrifaði bókina Skuggabörn um eiturlyfjaheiminn og hún seldist undir væntingum. Aft- ur á móti horfði stór hluti þjóð- arinnar á samnefnda heimilda- mynd sem þeir gerðu saman Lýður Árnason, læknir og góður félagi minn, og Jóakim Reynisson, verkfræðingur og barnabarn Jóakims Pálssonar útgerðarjöfurs í Hnífsdal. Myndin var sýnd í Sjónvarp- inu og fékk þjóðarathygli en bókin seldist dræmlega. Síð- asta bókin mín var örlagasaga Rögnu Aðalsteinsdóttur á Laugabóli við Ísafjarðardjúp. Ég er reyndar með þrjár metsölubækur, sem verður að teljast gott. Og hinar, ja, hvað er gott? Þegar maður er einu sinni búinn að vera með met- sölubók, þá vill maður alltaf vera með metsölubók. Ég hef náð tveimur bókum í nálægt tíu þúsund eintaka sölu, annars vegar Sonju, sem er heimskonan, og hins vegar algerri andstæðu hennar, sem er Ragna á Laugabóli. Ég verð nú að viðurkenna að ég varð mjög hissa á því. Ég skrifaði Rögnu mest af hugsjón og var aldrei með neinar sérstakar væntingar um sölu. Mér fannst saga hennar einfaldlega alltaf heillandi. Salan á þeirri bók kom mörgum öðrum en mér á óvart. Það var enginn sem hafði spáð henni þessu gengi í jólabókaflóðinu. En það kom engum á óvart að bókin um Sonju skyldi slá í gegn. Það sem er skemmtilegt er að þetta eru svo gjörólíkar per- sónur. Önnur lifir alla sína ævi í vestfirskum dal og sér vissulega bæði ljósið og skuggana og allt það, hin er á fleygiferð um alla heims- byggðina. Það er áhugavert að velta því fyrir sér hvor hafi í rauninni öðlast meiri lífs- fyllingu. Ég held að Ragna hafi vinninginn þar. Það er ekki allt fengið með haug af peningum og fullt af frægu fólki í kringum sig. Kannski er mikilvægara að geta horft á grasið gróa, kannski veitir það meiri lífsfyllingu að gefa smá- atriðunum í lífinu gaum.“ Þrefalt lífs- tíðarfangelsi – Þú hefur snúið þér að því að horfa á grasið gróa þegar þú fórst úr sjómennskunni í blaðamennskuna ... „Ja, ég held að það hafi ver- ið farsælt vegna þess að maður á helst ekki að vera þar sem maður vill ekki vera. Eins og ég sagði, þá var sjómennskan aldrei nema til bráðabirgða. Ég fór bara á sjóinn af því að ég þoldi ekki við í frystihúsi og tolldi lengi á sjónum vegna þess að þar voru miklir pen- ingar. Í rauninni hefur mér alltaf fundist sjórinn vera heldur skrítið fyrirbæri. Átökin við hafið og svoleiðis klisjur hafa aldrei heillað mig. Sveitagenin í mér eru ráðandi – grösugur dalur og áin sem liðast eftir honum miðjum höfða miklu frekar til mín en opið haf. Ein- hvern tímann fann ég það út að ég væri búinn að afplána þrefalt lífstíðarfangelsi á sjó ef miðað er við að sitja inni í átta ár. Auðvitað var gaman þegar vel fiskaðist og gaman að koma í land með fullt skip og allt það. En það var að sama skapi djöfullegt að fara út á sjó aftur. Þarna ertu svo félagslega einangraður, bara þetta þrönga samfélag í þess- um járnkassa úti á sjó. Þannig líf hefur aldrei heillað mig.“ Þegar Addi stökk í sjóinn – Þú sagðist hafa verið ung- ur á bát hjá Adda Kitta Gau. Hvernig var hann sem skip- stjóri? Ég hef þekkt hann í áratugi og aldrei kynnst hon- um nema sem einstaklega ljúf- um og hlýjum manni. Og al- drei heyrt honum lýst öðruvísi í landi. Aftur á móti hef ég heyrt að hann hafi verið snar- vitlaus úti á sjó ... „Já, hann var alveg kol- geggjaður. Ég varð vitni að því fræga atviki þegar hann stökk í sjóinn í bræðiskasti. Ég var á dekkinu og Benni Överby sem var stýrimaður og fleiri góðir menn. Addi er eldhugi og öskraði eins og vitfirringur og allt þurfti að ganga á ljóshraða. Við vorum nýkomnir út á sjó og allir meira og minna hálfþunnir og ruglaðir og ekkert gekk eins og það átti að ganga. Við vor- um einhvern veginn búnir að vefja rússanum utan um belg- inn – rússinn er tóg sem er notað til að draga pokann upp að skipshliðinni þegar verið er að taka trollið – og þetta var allt í einhverju doðarugli og kallinn öskrandi í gluggan- um. Ég man ekki hvort hann kallaði okkur múkka í mann- askít, það var að minnsta kosti eitthvað álíka. Svo heyrum við allt í einu ennþá rosalegra öskur, síðan hurðarskell og að síðustu heyrðum við skvamp. Þá hafði hann ætlað að stökkva niður á dekk, hundrað og eitthvað kílóa maður, og hafði það fyrir sið að stökkva af bátapallinum og niður á lunninguna og þaðan niður á þilfarið. En bát- urinn tók veltu þegar hann stökk þannig að lunningin var ekki þar sem hún átti að vera og hann lenti beint í hafinu. Það er skömm frá því að segja, en við hlógum svo mik- ið þegar hann var hangandi þarna í trollinu og horfði upp til okkar bænaraugum, að við ætluðum hreinlega ekki að hafa hann um borð. Það var ekki fyrr en Benni Överby tók sig taki að það hafðist að ná kallinum inn á þilfarið. Þetta er ákaflega falleg minning þegar kallinn fór í sjóinn.“ – Hlær hann ekki að þessu sjálfur núna? „Jú, hann gerir það, og Addi er algert ljúfmenni. Sumir eru bara þannig á sjó, að þeir um- hverfast og breytast í villi- menn. Ég var með nokkrum þannig skipstjórum. Veiðieðl- ið ber menn einhvern veginn ofurliði. Það eru ýmsar sögur til af Adda á þessum árum en ég held að hann hafi róast mikið með árunum. Þarna var hann 25 ára gamall en við hinir í áhöfninni vorum flestir þetta sextán til átján ára, al- gerir vitleysingar og heldur skrautlegt lið. Þegar þessi bát- ur kom í land var allt byggð- arlagið undirlagt.“ Erfiðast að hreinsa ímynd DV – Snúum okkur að nútíman- um. Er DV hið nýja komið fyrir vindinn? Er leiðin fram- undan greið? Hverjar eru lífs- líkurnar? „Reksturinn í fyrra var mjög erfiður og tapið mikið en blað- ið naut stuðnings Baugs sem er meirihlutaeigandi, rétt eins og að Ísafold og seinna Birt- íngi. Þegar ég loksins féllst á að færa mig yfir á DV í ágúst- byrjun í fyrra eftir áeggjan Hreins Loftssonar stjórnarfor- manns, þá var það mín skoðun að þetta væri vonlítið. Kannski er erfiðasta verk- efnið á DV að hreinsa ímynd blaðsins. Ég var nú með þá hugmynd að breyta um nafn á blaðinu og menn sögðu að það yrði gert ef það væri skil- yrði fyrir því að ég kæmi. Sömu meirihlutaeigendur eru að Tímaritaútgáfunni Birtíngi og DV og þeir leiddu mér fyrir sjónir að DV ætti sér miklu Villa og skráði mig í flokkinn aftur. Svo hef ég ekkert heyrt frá þeim síðan og ekki fengið neinar tilkynningar um at- burði né heldur gíróseðla. Hvort þeir ætla ekkert að leyfa mér að vera í flokknum veit ég hreinlega ekki. En það er þá líka allt í lagi.“ Kemst ekki úr Samfylkingunni „Það er snúnara með Sam- fylkinguna. Einhvern tímann vildi ég styðja Össur. Guð- mundur Sigurðsson smali frá Flateyri, frægasti kosninga- smali allra tíma, fékk mig til að skrá mig í flokkinn upp á það að ég gengi úr honum strax daginn eftir. Ennþá er Samfylkingin samt að elta mig varðandi félagsgjöld og eitt- hvað. Ég virðist vera á skrá þar endalaust. En Guðmundur má eiga það, að hann er búinn að koma allri þessari fjölskyldu í flesta stjórnmálaflokka. Einhvern tímann fyrir mörgum árum var félagatali Framsóknarflokks- ins laumað inn á DV og ég fór að blaða í þessum ósköpum. Þá sá ég að Halldóra kona mín var skráð í Framsóknar- flokkinn og að minnsta kosti tvö af börnunum okkar. Þá höfðu menn verið að bakka Alfreð upp og einhvern veg- inn doblað hana til að ganga í flokkinn gegn því að hún yrði skráð úr honum daginn eftir. Ég held að hún sé ennþá nauðug í Framsóknarflokkn- um. Guðmundur smalar alveg miskunnarlaust inn í alla flokka. Hann hlífði mér að vísu við því á þeim tíma að setja mig í Framsókn, sem betur fer. Það kostaði nú dálítið uppnám hjá krökkunum að frétta að þau væru í Framsóknarflokknum. Yfirleitt er nú auðveldara að komast inn í flokka en úr þeim. Nema hvað mig og Sjálfstæðisflokkinn varðar, þá var hvort tveggja jafnauðvelt og gerðist í báðum tilvikum án þess að ég væri spurður.“ Þrjár metsölubækur – Bækurnar, hvað ertu bú- inn að senda frá þér margar bækur, eins og það er orðað? „Sjö bækur, þar af þrjár ævisögur. Fyrsta bókin var Á hælum löggunnar, saga Sveins Þormóðssonar blaðaljósmynd- ara. Næst var Seiður Græn- lands, þar sem segir frá Ís- lendingum á Grænlandi. Það kom mörgum á óvart að hún seldist bara fjandi vel og var meira að segja held ég sölu- hæst á Ísafirði. Þriðja bókin var Ameríski draumurinn þar sem ég ætlaði að búa til röð formúlubóka. Sú bók seldist fremur illa þótt ég hefði flaggað þar Bjarna Tryggvasyni geimfara og fleiri stórmennum. En það merkilega var að ég hafði tekið eina sögupersónuna, Sonju Wendel Benjamínsson Zorr- illa, út úr Ameríska draumn- um til að gera um hana sér- staka bók sem heitir Sonja, líf og leyndardómar, og hún varð Reynir á spjalli við ættfræðinginn, Kjartan Gunnar Kjartansson, sem starfar á DV.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.