Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.04.2008, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 03.04.2008, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2008 3 Vonast eftir liðstyrk fyrir sumarið Sameinað lið Boltafélags Ísafjarðar og Bolungarvíkur hefur nú leikið tvo leiki í keppninni um Lengjubikarinn og tapað þeim báðum. „Það voru sex manns meiddir, og þar að auki eigum við í markmannsvandræðum. Þetta verður leyst fyrir sumarið. Þeir verða varla meiddir að eilífu þessir strákar, og þar að auki vonumst við til að fá liðstyrk fyrir sumarið“, segir Svavar Þór Guðmundsson, formaður meistaraflokksráðs BÍ. Liðið tekur ekki þátt í VISA-bikarkeppni karla af fjárhagslegum ástæðum. „Það þarf að borga helming ferðakostnaðar liðanna hvort sem er leikið heima eða heiman“, segir Svavar. Strax farinn að sjá áhrif jarðgangagerðar Grímur Atlason bæjarstjóri í Bolungarvík segist þegar vera farinn að verða var við áhrif væntanlegrar jarðgangagerðar milli Hnífsdals og Bolungarvíkur og segir ákveð- inn bjartsýnistón að heyra í ákveðnum aðilum í bænum. „Menn eru greinilega byrjaðir að hugsa sér til hreyfings og eru að sjá tækifæri í þessu. Við sjáum tæki- færin að sjálfsögðu líka. Fasteignir hafa selst, meðal annars iðnaðarhúsnæði. Við gerð Siglufjarðaganga eru að jafnaði 70-100 manns í vinnu. Hérna verða þeir kannski eitthvað um 60 auk þeirra sem vinna við gerð snjóflóðavarnargarðsins.“ Tólf milljónir til endurbóta Fjórum milljónum króna verður veitt úr Húsafriðun- arsjóði til endurbyggingar Silfurgötu 5 á Ísafirði, sem yfirleitt er nefnt Straumur eða Norska bakaríið, verði ákveðið að gera húsið upp. Þessar upplýsingar koma fram í lista yfir úthlutanir sjóðsins á árinu 2008, en úthlutað var úr sjóðnum þann 4. mars síðastliðinn. Þá hefur verið ákveðið að veita fimm milljónum til endurbóta á Faktorshúsinu í Hæstakaupstað, einni milljón til Austurvegs 11, einni milljón til Mjallargötu 5, hálfri milljón í endur- bætur á Silfurgötu 6 og öðru eins til endurbóta á Silfur- götu 7, og 200 þúsund krón- um til viðgerða á Smiðju- götu 8. Alls verður ríflega 44 milljónum króna veitt til endurbóta á gömlum húsum á Vestfjörðum á árinu, þar af rúmlega 12 milljónum á Ísafirði. – halfdan@bb.is Fyrsta ferð vertíðarinnar Aurora, skúta Borea ad- ventures fyrirtækisins, kom að landi á Ísafirði á föstudag eftir fyrstu ferð vertíðarinn- ar. Farið var í Jökulfirði með átta manna hóp kanadískra og bandarískra kvikmynda- tökumanna sem gera árlega skíðamynd sem sýnd er við miklar vinsældir í öllum hinum enskumælandi heimi. „Það er náttúrlega mjög mikilvægt fyrir okkur að þetta takist vel“, segir Rúnar Óli Karlsson, einn eigenda Borea og annar þeirra tveggja sem skipuðu áhöfn skút- unnar. „Veðrið hefði alveg mátt vera betra, en kvikmynda- tökumennirnir vilja meiri birtu en var í boði. Þeir eru þess vegna heitir fyrir því að koma aftur í apríl, og það eru í sjálfu sér góð með- mæli fyrir okkur.“ Farið var í Hesteyrarfjörð og Lóna- fjörð og farið í land á báðum stöðum. Veðrið varð þó til þess að erfitt var að aðhafast mikið. Önnur ferð Auroru var farin á mánudag þegar siglt vart með ferðamenn og einn kvikmyndatöku- mann á sömu slóðir. – halfdan@bb.is Nærri 130 skotvopn voru til sýnis á glæsilegri afmælis- sýningu Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar sem haldin var á laugardag. Vopnin voru af ýmsum stærðum og gerðum og voru sum talsvert eldri en önnur. „Þarna voru til að mynda skammbyssur, meðal annars ein sem var framleidd árið 1937 af Luker gerð sem var notuð af þýsku storm- sveitunum“, segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélagsins. Aðspurður segist hann telja að um 200 manns hafi rúllað í gegn yfir daginn og að meðlimir hins tvítuga félags séu mjög ánægðir með það hvernig til tókst. Glæsileg sýning Urmull glæsilegra skotvopna var á sýningunni. Fjármálastjóri Bolungar- víkur hefur mælst til að fjár- hagsáætlun sveitarfélagsins verði endurskoðuð. Í ljósi efnahagsástandsins, m.a. þreng- inga á lánamörkuðum, hafa forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008 breyst og því tekur bæjarráð undir tillögu fjármálastjóra. Þegar áætlunin var tekin fyrir í árslok var gert ráð fyrir tæplega 40 milljóna króna halla á rekstri þegar að- alsjóður og B-hluta stofnanir voru teknar saman í sam- stæðureikningi. Veltufé frá rekstri í samstæðu án fjár- magnsliða er jákvætt um 36 milljónir króna. Niðurstaða A hluta, áður en tekið er tillit til eignasjóðs, er jákvæð um 17 milljónir. Að viðbættum eigna- sjóði er niðurstaðan hins vegar neikvæð um 17 milljónir. Eins og kunnugt er ætla Bolvíkingar að ráðast í miklar framkvæmdir í ár. Gert er ráð fyrir 236 milljónum í fjárfest- ingar á árinu. Helstu verkefni ársins eru við snjóflóðavarnir sem kosta eiga um 27 milljónir króna, endurbætur á félags- heimilinu sem metnar eru á 120 milljónir, endurnýjun Höfðastígs sem kosta á um 44,2 milljónir og endurnýjun stálþils við Brimbrjótinn en kostnaðaráætlun þess verks hljóðar upp á 33 milljónir króna. Fjárhagsáætlunin 2008 var lögð fram á miklu umbrota- tímum á svæðinu. Niðurskurð- ur aflaheimilda þorsks eru þungur baggi að bera fyrir sjáv- arútvegspláss eins og Bolung- arvík. Í greinargerð Gríms Atlasonar, bæjarstjóra Bol- ungarvíkur, sem lögð var fram með fjárhagsáætluninni segir: „Heyrst hafa raddir sem ekki telja það skynsamlegt að fara í allar þessar framkvæmd- ir í einu. Það sjónarmið á vissulega rétt á sér eins og önnur sjónarmið í þessu máli. Hins vegar er það gríðarlega mikilvægt fyrir okkar kalda hagkerfi að blása til sóknar og koma hjólum þess aftur af stað. Það krefst sameiginlegs átaks allra íbúa sveitarfélags- ins ásamt bjartsýni og trú á samfélagið. Fyrir ári fór und- irritaður nokkrum orðum um samskipti ríkis og sveitarfé- laga í greinargerð með fjár- hagsáætlun. Þessi staða er að mörgu leyti algjörlega óbreytt og það er með ólíkindum hversu langan tíma það tekur að leiðrétta þann mikla halla sem er á tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga,“ segir í fjár- hagsáætluninni. – thelma@bb.is Fjárhagsáætlun endurskoðuð? Geirþrúður heiðruð Fimmtíu ára afmæli Sjálf- stæðiskvennafélags Ísafjarðar var fagnað með pompi prakt á laugardaginn. Meðal gesta voru Sturla Böðvarsson, for- seti Alþingis og oddviti Sjálf- stæðisflokksins í Norðvestur- kjördæmi, Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem og Drífa Hjartardóttir, for- maður Landssambands sjálf- stæðiskvenna. Halldór Hall- dórsson, bæjarstjóri Ísafjarð- arbæjar, var veislustjóri og þótti standa sig með stakri prýði. Geirþrúður Charlesdóttur var heiðruð af þessu tilefni fyrir mikið og gott starf í þágu Sjálfstæðisflokksins. Meðal fjölmargra trúnaðarstarfa fyrir hönd flokksins var hún bæjar og varabæjarfulltrúi í bæjar- stjórn Ísafjarðarkaupstaðar um langt skeið. Sat í nefndum og ráðum sveitarfélagsins og átti sæti í stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Vest- fjarðakjördæmi auk þess sem hún var formaður þess um nokkurra ára skeið og er hún eina konan sem gengt hefur því embætti. Einnig hefur hún verið mjög liðtæk í örðum fé- lagsstörfum í bænum. Hún var ötul í starfi Tónlistarfélags Ísa- Geirþrúður (fyrir miðju) ásamt þeim Hildi Einarsdóttur (tv) og Elísabetu Agnarsdóttur. fjarðar, var í Sunnukórsins og í dag er hún formaður eldri borgara á Ísafirði. Félagið af- henti henni heiðursskjal og ljósmynd tekin af Árný Her- bertsdóttur af Bókhlöðunni Á Ísafirði en þar starfaði Geir- þrúður um 20 ára skeið. Sjálfstæðiskvennafélag Ísa- fjarðar var stofnað 12. septem- ber árið 1957 og er því rétt rúm hálf öld liðin frá stofnun þess. Fyrsti formaður félags- ins var kjörin Bergþóra Egg- ertsdóttir en núverandi for- maður er Áslaug Jóhanna Jensdóttir – thelma@bb.is Ráðhúsið í Bolungarvík.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.