Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.04.2008, Side 4

Bæjarins besta - 03.04.2008, Side 4
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 20084 Svissneski smíðakennarinn Svisslendingurinn Ralph Trylla kom til Ísafjarðar síð- asta sumar til að viða að sér efni í ritgerð. Stoppið átti að vera stutt, ekki nema nokkrir dagar. En hér er hann enn og orðinn smíðakennari í grunn- skólanum á Ísafirði. Blaða- manni lék forvitni á að vita hvernig þetta kom til „Nú það var þannig að síð- asta sumar kom ég til Ísafjarð- ar til að viða að mér efni í ritgerð. Ég ætlaði að vera í nokkra daga en var í tæpar tvær vikur. Ég kynntist kær- ustunni minni hérna og ég ákvað að koma aftur í október og klára að skrifa ritgerðina hér. Ég þurfti náttúrulega að finna mér einhverja vinnu. Ég er með menntun sem útivist- arkennari í Sviss og í haust var enginn smíðakennari í grunnskólanum og ég var í sambandi við stjórnendur hjá skólanum og ákveðið að í stað þess að krakkarnir héngu bara og létu sér leiðast þegar þau áttu að vera í smíði þá tók fór ég með þau út, niður í fjöru, upp í skógrækt og gerði snið- uga hluti með þeim. Upp úr nóvember þá fór ég að kenna þeim smíði. Ég hef smíðað flugmódel í mörg ár og unnið mikið með við auk þess að hafa lært þessa útivist- arkennslu, þetta hefur gert þeim í skólanum auðveldara fyrir að fá mig til að kenna smíði.“ Mikill munur á krökkunum – Hvernig hefur kennslan gengið? „Það hefur bara gengið vel. Í byrjun var það mjög erfitt. Ný menning og nýtt og skrýtið tungumál. Oft misskildi ég hlutina eða skildi þá alls ekki. Síðast en ekki síst eru krakk- arnir allt öðruvísi en því sem ég á að venjast í Sviss. Munur á uppeldi og lífsstíl Íslendinga og Svisslendinga er mikill. Frelsið er miklu meira á Ís- landi og ég þurfti að breyta fullt af atriðum hjá sjálfum mér. Þá á ég við því sem mér hafði verið kennt um kennslu- aðferðir því þær virka ekki allar hér þó þær geri það í Sviss. Krakkarnir hérna eru að eins villtari. 10 ára krakkar eru alltaf 10 ára krakkar sama hvar þú ert í heiminum en öskur og læti eru algengari hér en í Sviss. Hér eru börnin vön að gera það sem þau vilja. Svo spilar það inn í að ég var nýr kennari sem skyldi ekki mikið í íslensku og krakkar reyna að prófa nýja kennarann. En mér finnst að íslensk börn beri ekki eins mikla virðingu fyrir kennurum og þau svissnesku En mér líkar mjög vel við börnin og þau eru mjög skemm- tileg en þetta getur verið erfitt þegar þú vilt gera eitthvað með þeim og kenna þeim. Maður upplifir þetta eins og enginn sé að hlusta á mann og öllum sama hvað er verið að gera. En það er önnur hlið á þessu og það er sú að mér finnst vera mikið af krökkum hérna sem eru skapandi og ég held að það hafi mikið að gera með frelsið. Ef ég ber það saman við Sviss þá kemur Ís- land betur út en það er mjög erfitt að bera þessi tvö lönd saman vegna þess að þau eru gjörólík menningarlega.“ Sviss kassalaga „Það getur verið erfitt að venjast og aðlagast íslenskri menningu en á sama tíma vel þess virði. Þó það sé klisja að Sviss og svissneski hugsunar- hátturinn sé „kassalaga“ þá er mikið til í því og það sé ég þegar ég er kominn með þessa fjarlægð. Ef lestir og strætóar eru ekki á mínútunni þá er eitthvað að. Á Ísafirði detta niður allar samgöngur í vond- um veðrum og enginn kippir sér upp við það. Ef fólk elst upp við þetta ástand þá hefur það áhrif á það. Í Mið-Evrópu gerir fólk áætlun og heldur sig við hana og það eru engir utanaðkomandi þættir sem geta haft áhrif á hana. Á Íslandi er svo margt sem getur haft áhrif. Þú skipuleggur ferðalag frá Ísafirði til Reykja- víkur að vetrarlagi en veist að það eru miklar líkur á því að þú komist ekki á þeim tíma sem þú ætlaðir. Þetta hefur áhrif á fólkið sem elst upp við þessar aðstæður og er partur af því sem ég skrifaði um í ritgerðinni minni og kallaði „the Icelandic freestyle“ – Hvað áttu við með því? „Fyrir fimm árum var ég að vinna á bóndabæ á Suður- landi. Mér var kannski sagt að gera eitthvað, moka þessu upp í hrúgu þá skipti ekki máli hvernig ég gerði það bara að ég geri það einhvern veginn, því þetta reddast. Þetta redd- ast-hugsunarhátturinn er djúpt í íslenskri þjóðarsál. Það er sprungið hjá þér lengst í burtu frá öllum byggðum og þá er bara sagt „þetta reddast“ og það gerir það yfirleitt og algjör óþarfi að vera með eitthvað drama. Ef krakkarnir koma tíu mínútum of seint í skólann eru allir bara afslappaðir yfir því. En ef Ísland tapar þessu mentalíteti þá tapar það svo miklu af því sem gerir Ísland að Íslandi.“ – Þú komst hingað til að skrifa ritgerð. Um hvað var hún? „Ég var að skrifa um nátt- úrutengda ferðamennsku á Ís- landi en viðfangsefnið var allt of stórt og ég endaði með því að skrifa bara um Vestfirði. Vestfirðirnir urðu fyrir valinu vegna þess að þeir eru af- skekktir og ekki margir ferða- menn sem sækja þá heim. Vestfirðirnir eru einnig aug- lýstir fyrir náttúru sína. Ég var að skoða hvernig ferða- mannaiðnaðurinn er að þróast og hvort hann sé að þróast í ranga átt. Einnig var ég að skoða hvaða möguleikar eru í náttúrutengdri ferðamennsku á Vestfjörðum. – smari@bb.is

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.