Bæjarins besta - 03.04.2008, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2008 5
Menningarráði Vestfjarða
bárust hundrað og tíu umsókn-
ir um styrki til menningar-
verkefna í fjórðungnum en
frestur til að sækja um rann út
um miðjan mars. Um er að
ræða fyrri úthlutun styrkja á
árinu 2008. Þetta eru ívið fleiri
umsóknir en bárust á árinu
2007, en þá bárust ráðinu 104
umsóknir. Þá fengu 52 menn-
ingarverkefni styrki á bilinu
50 þúsund til 1,5 milljón kr.,
samtals rúmlega 20 milljónir.
Heldur lægri upphæð verður
til úthlutunar að þessu sinni
vegna þess að úthlutanir eru
tvær á árinu, en búast má við
að um samtals verði um 30
milljónir settar í styrki á árinu
2008.
„Fjölmargar áhugaverðar
umsóknir bárust og greinilegt
af fjölbreytni og fjölda um-
sókna að mikill hugur er í
Vestfirðingum við að við-
halda öflugu menningar- og
mannlífi í fjórðungnum. Verk-
efnin eru margvísleg og marg-
ir umsækjendur eru stórhuga
og með áhugaverð og spenn-
andi áform. Endurspegla þær
vel þá grósku sem er í vest-
firsku menningarstarfi, upp-
byggingu þess og þróun. Þessi
mikli fjöldi umsókna gefur
líka glögga mynd af því að
menningarstarfsemi á Vest-
fjörðum er mikil og blómleg
og sýnir ennfremur hversu
mikil þörf hefur verið fyrir
sjóð eins og þann sem Menn-
ingarráðið hefur úr að spila“,
segir í tilkynningu.
Menningarráð hefur þegar
hafist handa við að grand-
skoða umsóknir og fjalla um
þær og mun endanlegrar
niðurstöðu vera að vænta eftir
miðjan apríl. Þær upphæðir
sem sótt er um eru umtalsvert
hærri en það fjármagn sem
sjóðurinn hefur úr að spila, en
samtals var sótt um styrki að
upphæð tæpar 86 milljónir
króna.
Sjóðurinn er samkeppnis-
sjóður, þannig að þeir sem
gert hafa vandaðar umsóknir
fyrir góð verkefni sem falla
að úthlutunarreglum og mark-
miðum sjóðsins eiga góða von
um stuðning.
– thelma@bb.is
Yfir hundrað umsókn-
ir um menningarstyrki
Atvinna
Starfsfólk óskast til afgreiðslu- og pökk-
unarstarfa. Vinnutími fyrir hádegi.
Upplýsingar gefur María í símum 456
3226 og 846 7473.
Gamla bakaríið.
REFA- OG MINKAEYÐING
Ísafjarðarbær auglýsir eftir refaskytt-
um og minkabönum til að taka að sér
eyðingu refa og minka í lögsögu Ísa-
fjarðarbæjar sunnan Ísafjarðardjúps
og umhverfis æðarvörp norðan Ísa-
fjarðardjúps árið 2008.
Upplýsingar um tilhögun veiðanna
veitir starfsmaður landbúnaðarnefnd-
ar, Þórir Örn í síma 450 8000.
Umsóknir skulu berast til skrifstofu
Ísafjarðarbæjar, Stjórnsýsluhúsinu á
Ísafirði, fyrir kl. 12:00 á hádegi mánu-
daginn 21. apríl 2008.
Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ.
Blaðamenn
Blaðamenn óskast til starfa á Bæjarins
besta og bb.is. Um er að ræða sumaraf-
leysingar og framtíðarstörf.
Nánari upplýsingar gefur Sigurjón í síma
456 4560.
Yfir tvö hundruð manns
voru í lokahófi Skíðamóts
Íslands á Ísafirði sem fór
fram í Edinborgarhúsinu á
laugardag. Afhent voru
verðlaun fyrir þær greinar
sem farið höfðu fram frá
fimmtudegi til laugardags
en verðlaunaafhending á
sunnudag fór fram á mót-
stað. Einnig veitti Skíða-
samband Íslands verðlaun
fyrir bikarmót sem fram
hafa farið í vetur. Mugison
spilaði lög fyrir viðstadda
og menntskælingar á Ísa-
firði sýndu atriði úr söng-
leiknum The Rocky Horror
Show. Kaffiveitingar voru
í boði Ísafjarðarbæjar en
kökur voru í boði foreldra
ísfirskra þátttakenda á And-
rés andar leikunum í ár.
Lokahófinu lauk á ávarpi
Margrétar Halldórsdóttur,
formanns Skíðafélags Ís-
firðinga, þar sem hún þakk-
aði öllum sem komu að
skíðamótinu og óskaði þátt-
takendum góðrar heimferð-
ar.
– thelma@bb.is
Fjölmenni
í lokahófi
Fundarsókn var afar góð.
Einar Kristinn Guðfinnsson og Sturla Böðvarsson voru viðstaddir fundinn.
Húsfyllir var á opnum fundi
landssambands sjálfstæðis-
kvenna á Hótel Ísafirði á laug-
ardag. Alþingismennirnir Guð-
finna S. Bjarnadóttir og Herdís
Þórðardóttir og Birna Lárus-
dóttir, bæjarfulltrúi í Ísafjarð-
arbæ sátu fyrir svörum að lok-
inni framsögu og mynduðust
líflegar umræður um olíu-
hreinsistöð. Þingmennirnir
voru inntir eftir afstöðu sinni
gagnvart mögulegri byggingu
olíuhreinsistöðvar og þótt þeir
tækju ekki beina afstöðu
sögðu þeir að málið væri þess
vert að skoða.
Fram kom í máli Guðfinnu
S. Bjarnadóttur, sem einnig
er formaður nefndar mennta-
málaráðuneytis um uppbygg-
ingu háskólanáms á Ísafirði,
að nefndin væri á lokasprett-
inum með að vinna tillögur
sínar og stefnt er að því að
niðurstöður hennar verði
kynntar í vor.
Fundarstjóri var Drífa Hjart-
ardóttir, formaður landssam-
bands sjálfstæðiskvenna, en
viðstaddir fundinn voru Sturla
Böðvarsson, forseti Alþingis
og Einar Kristinn Guðfinns-
son, sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra. Fundurinn
var liður í ferðalagi sjálfstæð-
iskvenna um landið þar sem
þær ræða nýja möguleika í
mennta- og atvinnumálum.
– thelma@bb.is
Niðurstöður nefndar um
háskólanám kynntar í vor