Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.04.2008, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 03.04.2008, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 20088 STAKKUR SKRIFAR Útlendingar á Íslandi Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefn- um hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Eru útlendingar á Íslandi vandamál? Svarið er einfalt, þótt alltof margir pólitískir rétttrúnaðarsinnar neiti að horfast í augu við staðreyndir. Sumir útlendingar á Íslandi eru vandamál, ekki bara viðfangsefni sem hægt er að tala sig frá með fögrum orðum. Það gerir heimsku og sinnuleysi ekki betri að færa þetta tvennt í fagran búning orðagjálfurs og ímyndaðrar góðmennsku. Við verðum ekki betri fyrir það eitt að stinga höfðinu í sandinn og neita að horfast í augu við veröldina eins og hún er. Flestir útlendingar á Íslandi eru vandræðalaust fólk, sem hefur helst unn- ið sér það til saka að neita að aðlagast íslensku samfélagi oftast vegna þess að það annað hvort vill ekki eða getur ekki lært íslensku að eigin dómi. Heldur einhver að Íslandingar kæmust upp með það í Danmörku nú eða Bretlandi, að ekki sé talað um Bandaríkin, að tala ekki tungumál sem notað er í viðkomandi ríki? Svarið við þessari spurningu er líka einfalt. Að sjálf- sögðu myndi slík hegðun ekki duga. Svo mætti nú ímynda sér hvernig það væri ef við værum í einhverju múslimaríki. Íslendingar standa frammi fyrir því að skoða alvarlega stöðu sína og menningu og hvort hún sé þess virði að henni verði viðhaldið. Útlendingar eiga að sjálfsögðu að vera velkomnir, en þeir eiga ekki að fá einhverja sér meðferð og þeir eiga ekki að geta hundsað íslenska menningu á grundvelli trúarskoðana, líkt og við sjáum gerast í Danmörku. Vítin eru til þess að var- ast þau. Á Íslandi er tiltölulega opið samfélag, sem byggir á því að mannréttindi séu höfð að leiðarljósi og vonandi í hávegum. Því má velta fyrir sér hver áhrif mismunandi trú hefur á fjölþjóðlega menningu. Íslenskt samfélag hefur byggst á kristilegu siðgæði, þó velta megi því fyrir sér hvort þjóð- kirkjan hafi alltaf verið í fararbroddi. Það er ekki ýkja langt síðan fólk var brennt á báli að undirlagi presta. Galdrafárið sem er ekki mikið eldra en svo að um þrjár aldir eru frá því fólk var brennt á báli fyrir galdra, sem voru ekki til. Nú er svo komið að erlendar glæpaklíkur virðast vaða uppi á Íslandi. Á þeim þarf að taka og eftir atvikum breyta lögum svo lögreglu sé það kleift. Því má ekki gleyma að útlendingar á Íslandi eiga rétt á vernd gangvart út- lendum glæpaklíkum. Ljóst er að fólk sem við höfum talið sæmilega upp- lýst hefur ótta af íslenskri lögreglu, en að sjálfsögðu hafa Íslendingar það ekki, heldur útlendingar sem búið hafa við kúgun líka þeirri sem ríkti aust- an járntjalds á tímum kommúnista. Hér þarf átak, en fyrst og fremst verður að gera þá kröfu til þeirra sem hér vilja vera að þeir tali íslensku. Annars brotnar samfélag á Íslandi upp í eina stóra og margar smáar eindir. Fá- fræðin leiddi af sér galdrabrennur. Taka þarf á vandanum áður en galdrafárið vaknar á ný. Hjúkrunarnám í boði á Ísafirði Háskólinn á Akureyri býður nú upp á fjarnám í hjúkrunarfræði á Ísafirði í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða. „Þeir sem hafa áhuga á að leggja stunda á hjúkrunarfræðinám eru hvattir til að nýta sér þetta tækifæri þar sem það gætu orðið allnokkur ár þar til tækifæri til að hefja fjarnám í hjúkr- unarfræði stendur aftur til boða“, segir á vef Háskólasetursins. Umsóknarfrestur í fjarnámið er 15. apríl en nemendur munu stunda námið frá Háskólasetri Vestfjarða í gegnum fjarfundarbúnað. Háskólinn á Akureyri hefur átt farsælt samstarf við Vestfirði í gegnum tíðina, en fyrir næstum tíu árum eða haustið 1998 hófu fyrstu nemendurnir á Ísafirði nám í fjarnámi í hjúkrunarfræði við HA. Atvinnulausum fækkaði Atvinnulausum fækkar gríðarlega í Ísafjarðar- bæ milli loka ágústmánaðar 2007 og febrúar í ár. Í lok fyrrasumars voru 40 skráðir án atvinnu, en fyrir um mánuði einungis sex. Er þetta fækkun upp á 34 einstaklinga, eða um 85% af heildarfjölda atvinnulausra. Kemur þetta fram í vefriti fjármálaráðuneytisins. Endurhæfingarsviði sjúkraþjálfunar Heilbrigð- isstofnunar Bolungarvík- ur var í síðustu viku af- hent gjöf frá Sjálfsbjörg, félagi fatlaðra í Bolung- arvík. Anna Torfadóttir, formaður Sjálfsbjargar, birtist óvænt í æfingarsal sjúkraþjálfara með ferða- útvarp með geislaspilara sem kemur m.a. að góð- um notum við dansæfing- ar hjá leikfimihóp eldri borgara. Á vef stofnunarinnar er haft eftir Fanneyju Páls- dóttur sjúkraþjálfari að aðstaða í salnum sé frá- bær og það beri helst að þakka Sjálfsbjörgu. Sjúkraþjálfun hefur verið starfrækt við Heil- brigðisstofnunina í Bol- ungarvík frá árinu 1982. Í fyrstu var hún staðsett í litlu herbergi á neðri hæð sjúkraskýlisins en er nú komin í vel tækjum búna aðstöðu í kjallara Árborg- ar. Þar er æfingasalur með göngubretti, krossþjálfa, þrekhjólum og fjölbreytt- um æfingatækjum sem og heitur pottur. – thelma@bb.is Sjálfsbjörg færir gjafir Vegagerðin hefur sótt um framkvæmdaleyfi vegna end- urbyggingar Djúpvegar (61) frá Hreggnasa um Hnífsdal að Skarfaskeri og þaðan í göngum að bæjarmörkum við Bolungarvíkurkaupstað. Um- hverfisnefnd Ísafjarðarbæjar tók erindið fyrir á fundi í síð- ustu viku og leggur til við bæjarstjórn að framkvæmda- leyfi verði veitt með fyrirvara, þar sem aðalskipulagsbreyt- ing vegna jarðgangnanna hef- ur ekki verið auglýst í B-deild stjórnartíðinda. Umhverfis- nefnd telur að framkvæmdin sé í samræmi við gildandi að- alskipulag Ísafjarðarbæjar 1989-2009 með síðari breyt- ingum. Nefndin mælir með að framkvæmdaleyfið verði veitt á grundvelli þess að fram- kvæmdaraðilinn, Vegagerðin, taki tillit til ábendinga Um- hverfisstofnunar er varðar frá- gang á efnistöku- og haug- svæðum. Jafnframt er lögð áhersla á að fráveituútrásir séu framlengdar út fyrir stór- straums-fjöruborð í samráði við tæknideild Ísafjarðarbæj- ar. Vegagerðin þarf að skil- greina öryggis- og fram- kvæmdasvæði. Við fram- kvæmd skal draga úr raski á landi, úr sjónrænum áhrifum og áhrifum vegna hávaða og ónæðis vegna framkvæmd- anna. Gera skal ráð fyrir göngustígum innan fram- kvæmdasvæðis. Mælst er til þess að sérstaklega verði gætt að tengingu frá Strandgötu að Skarfaskeri, þar sem gerður verði útsýnis- og áningastað- ur. – thelma@bb.is Sótt um framkvæmdaleyfi til endurbyggingar Djúpvegar Vegagerðin hefur sótt um framkvæmdaleyfi vegna endurbyggingar Djúpvegar (61) frá Hreggnasa um Hnífsdal að Skarfaskeri og þaðan í göngum að bæjarmörkum við Bolungarvíkurkaupstað.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.