Bæjarins besta - 03.04.2008, Síða 19
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2008 19
Horfur á föstudag: Norðaustanátt og
snjókoma eða él, en bjartviðri vestanlands.
Frost 0-5 stig. Horfur á laugardag: Lægir
víða og léttir víða til. Talstvert frost.
Horfur á sunnudag: Snýst í suðvestanátt
með súld vestanlands og hlýnar í veðri.
Helgarveðrið
Sælkerar vikunnar eru Margrét Kristín Hreinsdóttir
og Þorsteinn Jóhannesson á Ísafirði
Saltfiskur í ofni
Sælkerar vikunnar bjóða
upp á saltfisk í ofni sem þau
segja að sé frekar fljótlegur
réttur og vinsæll á heimilinu.
Um er að ræða ljúffengan fiski-
rétt sem matreiddur er með
sætum kartöflum og bragð-
góðri rjómaostasósu. Einnig
bjóða þau upp á einfaldan og
fljótlegan eftirrétt sem saman-
stendur af skyri, berjum og
rjóma. Og að lokum er stubba-
steik að hætti afa Jóa sem er
uppskriftar sem klikkar aldrei.
Saltfiskur í ofni
Hnakkastykki
Sætar kartöflur
Mexíkóskur ostur
Matreiðslurjómi
Kartöflurnar flysjaðar og
skornar í sneiðar (magnið eftir
þörfum), mjög gott að for-
sjóða þær þannig að þær verði
mjúkar (gott að gufusjóða þær).
Kartöflunum raðað í botn á
eldföstu móti og hnakkastykk-
in sett þar ofan á (með roðinu.)
Osturinn bræddur við vægan
hita í potti og rjómanum
blandað saman við þar til
blandan er orðin seigfljótandi.
Þessu er síðan hellt yfir fiskinn
og sett í 200 gráðu heitan ofn-
inn og bakað í ca.10 til 15
mín., fer eftir smekk hversu
mikið fólk vill hafa fiskinn
steiktan. Gott að bera fram
með þessu hrásalat.
Desert
1 dós vanilluskyr
0,5 l rjómi
Frosin hindber 1 poki
Sykur (jafnvel hrásykur eða
púðursykur)
Þeytið rjómann og blandið
skyrinu saman við, má líka
setja súkkulaðispænir saman
við það.Hindberin sett í pott
og smá sletta af vatni og sykr-
inum bætt út í (c.a. 1 dl, meira
ef vill). Látið þetta síðan sjóða
smá stund þar til orðið að sósu
,síðan eru fræin sigtuð frá og
sósunni hellt yfir skyrið eða
borin fram sér, svo hver og
einn geti hellt fyrir sig sjálfur.
Stubbasteikað hætti afa Jóa
Súpukjöt
Pipar
Salt
Kjöt og grillkrydd
Laukur
Valdir súpukjötsbitar settir
í ofnpott (emelarður), saltað
og piprað og kryddað með
kjöt og grillkryddinu og lauk-
urinn skorin í 4 bita og settur
í pottinn, lokið yfir og sett í
ofn á 200 gráður í 60 mín
,meira ef frosið.Látið malla
og meyrna,.Lokið tekið af og
grillað aðeins síðustu mínút-
urnar. Vökvinn síðan notaður
í sósu með þessu (venjulega
brúna sósu), og borið fram
með td. brúnuðum kartöflum,
grænum baunum, gulrótum
(soðnum í kjötkrafti), sultu og
salati. Alltaf gott og bregst
ekki.
Við skorum á Baldur Trausta
Hreinsson, hann klikkar aldrei.
Hátt á þriðja þúsund farþegar
Flugfélag Íslands flutti um 2.500 farþega til og frá Ísafirði fyrir og eftir
páska. Miklar annir voru hjá félaginu alla páskahelgina og umferð með
ólíkindum. Aðspurður segir Arnór Jónatansson, umdæmisstjóri Flugfé-
lagsins, að sér lítist mjög vel á árið í heild. „Nú er skíðamót Íslands að
byrja, og um næstu mánaðarmót er blakmótið. Svo líst mér mjög vel á
sumarið með jarðgangavinnu, sjóstangveiði og fleiru. Ætli það endi ekki
með því að það þurfi að fjölga ferðum upp í fjórar á dag“, segir Arnór.
Myndir af matar-
leifum starfsmanna
Ljósmyndarinn Spessi hef-
ur opnað sýningu á nýrri
myndaröð í húsi Orkuveitu
Reykjavíkur. Myndirnar sýna
leifar af máltíð í mötuneyti
stofnunarinnar og er matseð-
illinn gefinn upp í titli mynda-
raðarinnar: Kjúklingalund
„fajitas“ að hætti Google-
manna, mexíkósk maíssúpa
og súkkulaðiís. „Það sem við
sjáum í myndunum eru hins
vegar ekki réttirnir sjálfir, ekki
kokkarnir þegar þeir voru að
elda þá og ekki starfsmenn
Orkuveitunnar að borða mat-
inn. Í stað þessa sýnir Spessi
okkur það sem eftir er á mat-
arbökkunum þegar öllu er lok-
ið og þeir eru á leið aftur inn í
eldhús í uppvaskið. Þessi und-
arlega leið að myndefninu er
dæmigerð fyrir verk Spessa
og vekur spurningar sem ná
langt út fyrir myndefnið og
varða sjálfan tilgang og eðli
ljósmyndalistarinnar“, segir í
tilkynningu.
„Jafnframt má líta á mynd-
irnar sem eins konar mann-
fræðirannsókn þar sem lesa
má ótrúlega mikið af því
hvernig við skiljum við áhöld
og matarleifar að lokinni mál-
tíð. Eins og svo oft áður um
ljósmyndaverk Spessa verða
myndirnar áleitnari eftir því
sem við gaumgæfum þær nán-
ar og þær sýna að oft er dýpsta
innsæis einmitt að leita þar
sem við eigum þess síst von.“
Á sama tíma kemur mynda-
röð Spessa út í veglegri bók
sem er 120 blaðsíður og inni-
heldur nær hundrað myndir
úr röðinni sem alls telur nálægt
tvöhundruð myndir. Í bókinni
eru einnig textar eftir Sjón og
Jón Proppé sem báðir taka
sérstaklega á þessu mikla
verki Spessa og þeim hug-
leiðingum sem af því vakna.
Ljósmyndarinn Spessi heit-
ir réttu nafni Sigurþór Hall-
björnsson, er fæddur árið 1956
á Ísafirði og lauk námi í ljós-
myndun frá AKI (Akademie
voor Beeldende Kunst) í Hol-
landi. Hann hefur haldið fjölda
sýninga á ljósmyndum sínum
á Íslandi, í Hollandi, Svíþjóð,
Finnlandi, Bandaríkjunum og
á Bretlandi, og myndir hans
hafa víða birst á prenti í fjöl-
mörgum tímaritum og bókum.
Bók helguð verkum Spessa,
Bensín, var gefin út í tengslum
við einkasýningu hans á Kjar-
valsstöðum árið 1999 sem
skömmu síðar var einnig sett
upp í New York.
Á síðasta ári kom út stærsta
ljósmyndabók Spessa til þessa,
Location, sem í eru myndir
víða að af Íslandi en næsta
ólíkar því sem fólk á að venjast
af slíkum bókum. Þar eru
m.a. myndir af blokkum í
Reykjavík, atvinnuhúsnæði á
Akureyri, vinnuskúrum við
Kárahnjúka og íbúðarhús á
Raufarhöfn, myndað bæði að
utan og að innan. Spessi ljós-
myndar þá umgjörð sem við
búum í og þótt hann fegri hana
hvergi. Myndirnar eru nær-
göngular og finnum við fyrir
nærveru fólks og hvernig líf
þess endurspeglar líf okkar
sjálfra. – halfdan@bb.is
Myndirnar sýna matarleifar úr mötuneyti OR.