Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.01.2009, Page 5

Bæjarins besta - 08.01.2009, Page 5
FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009 5 Sveitarstjórn Súðavíkur- hrepps hefur samþykkt að nýta sér heimild til hámarks- útsvars á árinu 2009, úr 13,03% í 13,28%. Súðavíkur- hreppur bætist því í hóp þeirra 54 sveitarfélaga af 78 sem leggja á hámarksútsvar. Eins og kunnugt er samþykkti Al- þingi lög sem heimila að hækka útsvarsprósentu um 0,25 prósentustig, þ.e. úr 13,03% af útsvarsstofni í 13,28%. „Samkvæmt áætlun er gert ráð fyrir aukaframlagi Jöfn- unarsjóðs sveitarfélaga til Súðavíkurhrepps að upphæð 8 milljónir á árinu 2009. Í reglum jöfnunarsjóðs um út- hlutun aukaframlags til sveit- arfélaga til að jafna aðstöðu- mun vegna þróunar í rekstrar- umhverfi og erfiðra ytri að- stæðna, er tekið fram að ein- ungis þau sveitarfélög sem fullnýta útsvarsheimild fái aukaframlag Jöfnunarsjóðs, enda mælist þau með þörf fyrir slíkt framlag“, segir í fundar- bókun Súðavíkurhrepps. Fullnýta heimildina „Við bjuggumst ekki frekar en aðrir við svo miklum nið- urskurði.“ segir Kristín Völ- undardóttir, sýslumaður á Ísa- firði, en fjárveiting til em- bættisins fyrir árið 2009 verð- ur skorin niður um 14,3 millj- ónir króna, fer úr 232,8 millj- ónum í 218,5 milljónir. „Ég hef tekið þá ákvörðun að lækka eigin laun, yfirlög- regluþjónn og aðstoðaryfir- lögregluþjónn hafa einnig samþykkt launalækkun. Síð- an er ég í viðræðum við starfs- menn, það er bara ekki komið að þessu enn. Ég er búin að senda tölvupóst á alla starfs- menn þar sem ég tjái þeim að ég lækki laun mín til sam- ræmis við aðra,“ segir Kristín. Hún segist ekki ætla að lækka grunnlaun lögreglu- manna á Vestfjörðum. „Föst yfirvinna hjá lögreglumönn- um verður skert og sömuleiðis aðgangur þeirra að yfirvinnu en ég hreyfi ekki við grunn- launum,“ segir Kristín. Hún vonast til að þessar aðgerðir nægi til að draga úr þessu áfalli sem fylgir niðurskurð- inum og er stefnan að ekki þurfi að segja upp lögreglu- mönnum. – thelma@bb.is Yfirmenn lögreglunn- ar lækka í launum Bæjarstjórn Bolungarvíkur hefur samþykkt að nýtt verði heimild til álagningar há- marksútsvars fyrir tekjuárið 2009, 13,28%. Auk þess sam- þykkir bæjarstjórn 10% álag á útsvar samkvæmt tillögu eftirlitsnefndar með fjármál- um sveitarfélaga og heimild frá samgönguráðuneytinu. Útsvarsprósenta í Bolungar- vík fyrir tekjuárið 2009 er því ákveðin 14,61%. Með þessari aðgerð ásamt þeirri aðgerðaáætlun sem lögð verður fram í tengslum við fjárhagsáætlun áranna 2009 og 2010, staðfestir bæjarstjórn Bolungarvíkur markmið samn- ings við Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga frá því í október um að stöðva hallarekstur og skuldasöfnun, bæta eiginfjárstöðu og styrkja rekstrargrundvöll sveitarfé- lagsins til framtíðar. Útvarsprósenta Bol- víkinga ákveðin 14,61% Bæjarstjórn Bolungarvíkur hefur sam- þykkt að nýta heimild til hámarksútsvars. Öllum starfsmönnum Spýtunnar sagt upp Öllum starfsmönnum Spýt- unnar ehf. á Ísafirði var sagt upp daginn fyrir gamlársdag. Að sögn Magnúsar H. Jónsson- ar, framkvæmdastjóra Spýtunn- ar er ein af orsökum þess að starfsmönnunum var sagt upp, sú að forsendur vegna verks á vegum Bolungarvíkurkaupstað- ar séu brostnar. Spýtan er und- irverktaki Rafskauts ehf., á Ísafirði, sem sér um endurbætur á Félagsheimili Bolungarvíkur. Elías Jónatansson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, segir ekki hafi verið hætt við framkvæmdir á félagsheimilinu. „Við erum í viðræðum við verktakann um að stöðva framkvæmdir í ákveð- inn tíma og færa verklok til árs- ins 2010. Um þetta er þó ekki búið að taka formlega ákvörðun í bæjarstjórn,“ segir Elías. Hann segir sveitarfélagið vera vinna að fjárhagáætlun fyrir næsta ár og er þetta eitt af þeim atriðum sem þar er uppi á borðinu til fyrri umræðu í bæjarstjórn. „Það er því ekki búið að taka formlega ákvörðun um þetta í bæjarstjórn og þessa dagana er verið að fara yfir hvernig heppi- legast er að skilja við verkið áður en það verður sett í bið- stöðu. Í slíkum samningi yrði gengið frá því hvaða verkþættir yrðu kláraðir áður en verkið yrði sett í biðstöðu, hvenær verk hæf- ist aftur og hvenær verklok yrðu,“ segir Elías. Aðspurður hvort uppsagnir starfsmanna Spýtunnar komi til með að hafa áhrif á samning Bolungarvíkur við Rafskaut segir Elías sveitarfélagið aðeins gera sinn samning við aðalverk- takann. „Ég á ekki von á öðru en að við munum eiga mjög gott samstarf við aðalverktaka um að breyta verktíma,“ segir Elías. Hann segir ekki hægt að orða það þannig að þetta sé krafa frá eftirlitsnefnd sveitarfélaganna. „Þegar við setjum saman fjár- hagsáætlun þá eru allir þættir til endurskoðunar og við förum ofan í allar framkvæmdir og rekstur. Okkar markmið í fjár- hagsáætluninni er að endar nái saman árið 2010. Árið 2009 verður erfitt og sjáum við ekki fram á að endar nái saman þá,“ segir Elías. Aðspurður segist hann ekki eiga von á því að sveitarfélagið þurfi að greiða verktakanum skaðabætur þótt hægt verði á framkvæmdum. „Þetta verður allt gert í góðu samkomulagi við verktakann. Ef það lægi fyrir að það kostaði okkur skaða- bætur þá þýðir það að við mynd- um endurskoða málið. Við erum auðvitað bara að leita hagkvæm- ustu leiða í rekstri og fram- kvæmd,“ segir Elías. – birgir@bb.is Vestfirðingum fjölgar á milli ára en þeir voru 7.374 talsins þann 1. desember sl., eða 65 fleiri en á sama tíma í fyrra. Mest fjölgar íbúum í Bolungar- vík eða um 58 íbúa á milli ára. Íbúar Ísafjarðarbæjar voru fimm fleiri í ár en á síðasta ári, þeim fjölgar um einn í Súðavíkur- hreppi, þrettán í Reykhóla- hreppi, tólf í Tálknafjarðar- hreppi, átta í Kaldrananeshreppi og um einn í Árneshreppi. Ekki var þó íbúafjölgun í öllum sveit- arfélagsins og fækkar íbúum í Vesturbyggð um 19, í Bæjar- hreppi fækkar íbúum um fjóra og tíu í Strandabyggð. Er þetta í fyrsta sinn um árabil þar sem íbúum fjölgar á Vestfjörðum en þeir voru 7.299 í byrjun árs og hefur þeim því fjölgað um 75. Þess má til gamans geta að karl- menn eru í meirihluta íbúa á Vestfjörðum eða 3.800 á móti 3.574 konum. Ef litið er á landið í heild hefur fólksfjölgun verið óvenju mikil undanfarin fjögur ár. Sam- kvæmt íbúaskrá þjóðskrár voru landsmenn 319.756 hinn 1. des- ember síðastliðinn samanborið við 312.872 ári áður. Á vef Hag- stofunnar segir að þótt náttúru- leg fólksfjölgun eigi enn tals- verðan þátt í fjölgun íbúa hér á landi verður fólksfjölgun und- anfarin ár öðru fremur rakin til mikils aðstreymis fólks frá út- löndum. Frá 1. desember í fyrra til 1. desember í ár var fjöldi aðfluttra umfram brottflutta rúmlega 4.000. Á sama tíma voru fæddir umfram dána rúm- lega 2.800 talsins. Vestfirðingum fjölgar Mesta íbúafjölgunin á Vestfjörðum átti sér stað í Bolungarvík.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.