Bæjarins besta - 08.01.2009, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009 13
svarar því neitandi.
„Ég hef aldrei lent í neinu
sem ég get kallað sjávarháska“,
segir hann, en kveðst að vísu
hafa lent í slæmum veðrum.
Annað hvort væri nú á öllum
þessum tíma, myndi kannski
einhver segja.
„Einu sinni fórum við og sótt-
um epli suður í Reykjavík fyrir
jólin. Þá var ég á Örninni, sem
var hérna á Súgandafirði. Hún
er á Ísafirði núna, á safninu niðri
í Neðstakaupstað, grænn bátur,
nítján tonn. Það er eiginlega það
versta veður sem ég hef fengið
á sjó. Ég hef þá verið um
þrítugt.“
Rær enn á
trillunni á sumrin
Fram eftir aldri var Egill á
ýmsum bátum en síðari áratug-
ina hefur hann róið á eigin trillu.
„Eftir að ég kom hingað í Súg-
andafjörð var ég mikið með eig-
in trillu á sumrin en var á línu-
bátunum hérna á veturna, bæði
á Freyjunni og Örninni. Ég hef
aldrei róið trillunni á veturna“,
segir Egill, en trillan hans er
fimm tonna bátur.
Og enn sækir Egill Kristjáns-
son sjóinn á trillunni á sumrin.
Þegar hann er spurður hvort
honum sé kunnugt um nokkurn
annan mann á hans aldri sem
enn sækir sjóinn kveðst hann
reyndar ekki vita um slíkt.
Egill lagði alla tíð upp hjá
Fiskiðjunni Freyju á Suðureyri,
sem nú heitir reyndar Íslands-
saga. Þar vann hann líka nokkra
vetur og sá um flökunarvélarnar.
Demantsbrúðkaup
á liðnu sumri
Þegar nafni Egils er flett upp
í Þjóðskránni kemur fram, að
hann heitir fullu nafni Egill
Klemensson Kristjánsson. Egill
útskýrir það þannig, að faðir
hans og maður að nafni Egill
Klemensson (d. 1918) hafi verið
góðir vinir, „og ég var látinn
heita eftir honum.“
Bróðir Egils nokkru yngri er
Kristján Jón Kristjánsson á Ísa-
firði, betur þekktur sem Kútti
eða Kútti lögga, sem lengi var
lögregluþjónn á Ísafirði.
Eiginkona Egils er Guðrún
Guðjónsdóttir, Súgfirðingur að
uppruna. Heimili þeirra er að
Hjallavegi 3 á Suðureyri. Þau
áttu sextíu ára hjúskaparafmæli
á liðnu sumri, en það mun
kallast demantsbrúðkaup. Þann-
ig er meira en áratugur liðinn
frá gullbrúðkaupinu, sem jafnan
er talið merkilegur áfangi í
hjúskap.
Börnin þeirra fimm
Börnin sem þau hjónin eiga
saman eru þrjú en áður en þau
tóku saman áttu þau sitt barnið
hvort.
Elsta dóttir Egils er Ásta Dóra
Egilsdóttir á Ísafirði, sem hann
átti með Fanneyju Sigurbaldurs-
dóttur.
Fóstursonur hans og sonur
Guðrúnar er Ómar Þórðarson,
sem búsettur er í Reykjavík og
starfar hjá Flutningatækni.
Börn Guðrúnar og Egils eru
Trausti Aðalsteinn Egilsson,
skipstjóri á togaranum Örfiris-
ey, Edda Egilsdóttir, sem vinnur
á Miðborgarpósthúsinu í Reyk-
javík, og Kristín Ósk Egilsdóttir,
sem búsett er á Suðureyri og
vinnur í Sparisjóðnum.
Aldrei orðið misdægurt
„Já, ég held ég megi segja að
mér hafi aldrei orðið misdæg-
urt“, segir Egill þegar hann er
spurður hvort hann hafi jafnan
verið heilsuhraustur. „Alltaf
mætt í vinnu og aldrei verið
borguð króna vegna veikinda-
forfalla alla mína tíð.“
Og hér má minna á það á ný,
að Egill Kristjánsson hefur verið
í fullri vinnu hálfan áttunda tug
ára eða rúmlega það.
Elskulegt fólk
í Súgandafirði
Ekki stendur á svarinu þegar
Egill er spurður hvort hann beri
ekki hlýjan hug til Suðureyrar
við Súgandafjörð, þar sem hann
hefur alið aldur sinn í meira en
sextíu ár.
„Jú! Mér þykir vænna um
Suðureyri en Ísafjörð. Ég gæti
ekki hugsað mér að vera á Ísa-
firði. Þegar ég kom hingað í
Súgandafjörðinn var hér elsku-
legt fólk sem tók vel á móti
mér. Og það sem núna er hér
eftir er ekki síður gott fólk. Það
er bara orðið svo lítið eftir hér
af Súgfirðingum.“
Í lokin á samtali okkar áréttar
Egill að hann sé afar lítið fyrir
að láta á sér bera. „Ég einfald-
lega geri mitt eins vel og ég get,
og svo er það bara búið“, segir
hann.
Leiðarljós okkar
sem yngri erum
Óðinn Gestsson, framkvæm-
dastjóri Fiskiðjunnar Íslands-
sögu á Suðureyri, er fæddur þar
og uppalinn og hefur þekkt Egil
alla sína tíð. Þegar Óðinn er
spurður um Egil og kjörið á
Vestfirðingi ársins farast honum
orð á þessa leið:
„Egill Kristjánsson er vel að
þessum titli kominn. Hann er
ímynd þessa venjulega sjó-
manns og verkamanns sem
gengur til verka sinna af
æðruleysi og dugnaði. Hann
er líka gott dæmi um það
hvernig menn geta breyst
með umhverfi sínu og nýtt
þau tækifæri sem bjóðast.
Uppgjöf er ekki til í orða-
bók Egils. Hann hefur alltaf
reynt að gera sitt besta í þeim
störfum sem hann hefur tekið
sér fyrir hendur. Þannig er
hann leiðarljós okkar sem
yngri erum inn í framtíðina.
Sérstaklega á þetta við í
dag þar sem við þurfum öll
að leggjast á árarnar til þess
að koma Íslandi upp úr þeim
öldudal sem að við erum í.
Ef öll íslenska þjóðin hefði
þá eiginleika sem Egill hefur,
dugnað, æðruleysi, sam-
viskusemi og eljusemi, þá
myndum við svífa mjög fljótt
upp úr þeim öldudal.
Þessi titill er ekki síður
kærkominn fyrir okkur sem
að höfum orðið samferða
Agli síðustu árin. Fólk virðist
taka eftir því sem vel er gert.
Þetta styrkir okkur í því sem
að við höfum verið að gera
og kannski hefur eitthvað af
því verið rétt.“
– Hlynur Þór Magnússon.
Lánsamur maður
á langri ævi
Egill Kristjánsson sjómaður á Suðureyri er Vestfirðingur ársins 2008