Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.01.2009, Side 14

Bæjarins besta - 08.01.2009, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009 Rabarbarinn vannýtt auðlind Dorothee Lubecki og Kjartan Ágústsson á Löngumýri á Skeið- um rækta rabarbara til sölu og framleiðslu. Þau selja rabarbara- karamellur og -sultur og hafa vörurnar hlotið góðar viðtökur. Ísfirðingar og nærsveitamenn hafa án efa tekið eftir þessum nýstárlegu en í senn gamal- kunnu vörum þar sem þær eru seldar í Gamla bakaríinu á Ísa- firði. Það hefur því ýmislegt drifið á daga skötuhjúanna frá því að þau fluttu frá Vestfjörðum og Bæjarins besta forvitnaðist um þessa nýju vöruþróun. „Stærsti hlutinn í verkefninu eru rabarbarakaramellurnar og þetta byrjaði allt með því að við fengum upphringingu frá Listaháskólanum fyrir um ári síðan og vorum spurð hvort við vildum taka þátt í þróunarverkefni á vegum skólans. Verk- efnið kallast stefnu- mót Listaháskólans við bændur en það var búið að frétt- ast að við vær- um með svolítið af rabarbara sem hingað til hefur verið álitin frekar vannýtt auðlind. Fjórir bændur tóku þátt í þessu tiltekna verk- efni með mismunandi afurðir og frá þessum fjórum aðilum voru tvö verkefni valin til áfram- haldandi úrvinnslu og vöru- þróun á framleiðslustigi. Við duttum þar í lukkupottinn og áframhaldið fólst í því að rabar- barakaramelluhugmyndin var fullunnin og hugmynd um rab- arbaradrykk var tekin á næsta stig. En sultuhugmyndin var búin að blunda lengi í okkur, eða allavega í mér, frá því að ég var að vinna hjá Atvinnuþróun- arfélagi Vest- fjarða. Þá var ég að reyna fá einhvern til að vinna út frá þessari hug- mynd en það gekk ekki og á endan- um gerði ég það bara sjálf.“ Vekur upp æskuminningar – Rabarbaravörurnar hafa fengið góðar viðtökur. „Já heldur betur. Við erum alveg í skýjunum yfir því hve vel þetta hefur gengið. Ennþá erum við að mestu leyti ein í þessu en það getur vel verið að við ráðum fleira fólk í framleiðsluna, enda erum við í öðrum störfum. Við vorum bara að prófa þetta og athuga hvort það væri einhver grundvöllur fyrir svona verkefni. Bara smá aukabúgrein til að nýta rabar- barann. Karamellan er skemmti- leg að því leyti að hún er mjög óvenjuleg að stærð. Hún lítur út eins og rabarbarastöngull og hugmyndin var sú að vekja gamlar bernskuminningar með þessu gamalkunna sætu og súru bragði eins og þegar maður stakk rabarbara í sykurglas úti í garði á fallegum sumardegi. Sulturnar eru í raun hliðaraf- urð en við fengum stúlkurnar í Listaháskólanum til þess að hanna umbúðir í stíl við rabar- barakaramellurnar þannig að úr er að verða rabarbaravörulína. Rabarbarinn er undirstaðan og svo blöndum við vestfirskum aðalbláberjum við og svo jarðar- berjum og engifer í annarri upp- skrift. Svo eru væntanlega fleiri sultuuppskriftir á leiðinni.“ – Hvernig sjáið þið fyrir ykkur framhaldið? „Það er nú erfitt að segja. Við erum búin að byggja fram- leiðsluhús þar sem við skerum rabarbara á sumrin, sem við höf- um svo sem lengi gert, en svo erum við þar komin með stórt tilraunaeldhús og við erum með lífræna vottun þannig að ég býst fastlega við að það sé áfram- haldandi vöruþróun framundan. En varðandi karamellurnar þá verðum við bara að draga djúpt andann og taka stöðuna nú á nýju ári. Við höfum aðeins verið í þessu í tvo mánuði og þetta hefur nokkurn veginn rúllað yfir okkur. Við bjuggumst ekki við því að þetta myndi ganga vel svona fljótt. Auðvitað er það ánægjulegt en maður hefur ekki haft tíma til að spá verulega í hlutina. Hægt er að fá karamellurnar eins og er í Gamla bakaríinu og Sjóræningjahúsinu á Patreks- firði en ef allt gengur eftir verður það til sölu á fleiri stöðum í nýju ári. En það er enn í athugun svo það er ekki hægt að segja frá því strax.“ – Eitthvað að lokum? Það er gaman að geta stússast í þessu þótt við séum annað slagið með heimþrá heim til Vestfjarða. Við söknum fjall- anna og hafsins en hér erum við á algjöru flatlendi. En allt hefur sína kosti og galla og við njótum þess að vera komin út í sveit. Svo komum við líka í heimsókn vestur af og til.“ – thelma@bb.is

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.