Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.01.2009, Qupperneq 4

Bæjarins besta - 22.01.2009, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009 Fyrsta barn ársins er komið í heiminn á Fjórðungssjúkrahús- inu á Ísafirði en það er drengur sem fæddist 14. janúar. Stoltir foreldrar piltsins eru Hálfdán Bjarki Hálfdánsson og Dóra Hlín Gísladóttir á Ísafirði og er hann fyrsta barn þeirra. Drengurinn vó 4125 grömm við fæðingu og var 53 cm á lengd. Móður og barni heilsast vel. Ljósmóðir var Brynja Pála Helgadóttir. Ekki er von á að árið verði jafn frjósamt á Vestfjörðum og á síð- asta ári þegar 73 börn litu dagsins ljós á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði en ekki hafa verið fleiri fæðingar á FSÍ í tíu ár. Að sögn ljósmóður á FSÍ eru fæðingar skráðar fram að sumri og miðað við þær þarf seinni hluti ársins að vera frekar öflugur til að ná sama fjölda fæðinga og árið 2008. – thelma@bb.is Fyrsta barn ársins á Ísafirði Stoltir foreldrar með drenginn sinn. Gert ráð fyrir aukinni og fjölbreyttri ferðaþjónustu Stefnt er að því að í Ísafjarðar- bæ þróist sjálfbær ferðaþjónusta sem hámarkar ávinning íbúa svæðisins og upplifun ferða- manna en gengur ekki á náttúru- leg eða menningarsöguleg gæði svæðisins. „Náttúra og saga Ísa- fjarðarbæjar er auðlind sem mun draga að sér mun fleiri ferðamenn og er jafnvel gert ráð fyrir að hér verði meiri aukning en að meðal- tali á landinu. Litið hefur verið á ferðaþjónustu sem mikilvægan þátt í framtíðarþróun atvinnulífs á Vestfjörðum og aukningu efna- hagvaxtar. Hafa verður þó í huga að greinin byggir á þeim gæðum náttúru og samfélags sem til stað- ar eru og aukinn fjöldi ferða- manna veldur álagi á náttúru, samfélag og innviði þess“, segir í drögum að aðalskipulagi Ísa- fjarðarbæjar fyrir árin 2008-2020 sem kynnt verður fyrir íbúum og hagsmunaaðilum í mánuðinum. Í greinargerð með drögunum er bent á að ósnortnum svæðum í heiminum fer fækkandi og fyrir vikið verða slík svæði verðmæt- ari. „Hætta er á að atvinnuvegir sem spilla náttúru svæðisins geti haft neikvæð áhrif á ferðaþjón- ustu. Auka þarf skilning og þekk- ingu íbúa og ferðamanna á nátt- úru og samfélagi og stuðla þannig að sjálfbærni. Af þessu má sjá að er að marka skýra stefnu um ferðaþjónustu í aðalskipulaginu. Svæði þola mismikið álag ferða- manna m.t.t. náttúrufars og við- horfa ferðamannanna sjálfra og íbúa svæðisins. Mikilvægt er að aðalskipulagið sé góður grunnur fyrir sjálfbæra ferðaþjónustu, að það styðji við greinina til langs tíma litið.“ Ferðamenn í heiminum í dag sækja í aukum mæli í lítt spillta náttúru sem verður sífellt sjald- gæfari. Jafnframt leitast þeir eftir nýrri upplifun í ferðum sínum. Íslendingar ferðast í meira mæli en áður um eigið land og hafa gönguferðir um náttúruna notið aukinna vinsælda. Samkvæmt könnun á viðhorfum og hegðun ferðamanna á norðanverðum Vestfjörðum frá árinu 2003 er falleg náttúra helsta ástæða fyrir komu erlendra ferðamanna til Vestfjarða. Innlendir og erlendir ferðamenn töldu náttúrufegurð- ina það jákvæðasta við norðan- verða Vestfirði, m.a. útsýni, fuglalíf og annað dýralíf. Ferða- mennirnir sækja í gönguferðir í þéttbýli og utan þéttbýlis, fugla- skoðun, en einnig í söfn, sýning- ar, sund og aðra þjónustu. Aðalskipulagið gerir ráð fyrir aukinni og fjölbreyttri ferðaþjón- ustu í sveitarfélaginu. Umhverfið mun laða að sér ferðamenn, nýja íbúa, námsmenn en eykur einnig lífsgæði núverandi íbúa. Æski- legt er að auka möguleika á af- þreyingu á svæðinu en það hefur sömuleiðis áhrif á íbúa sveitar- félagsins. Mikilvægt er að efla samvinnu og tengslanet ferða- þjónustuaðila til að ná frekari árangri í ferðaþjónustu, m.a. við skipulagningu atburða sem geta haft jákvæð áhrif á ímynd svæð- isins. Nýta á tækifæri sem felast í notkun gamalla bygginga, báta og svæða sem laða ferðamenn og heimamenn að. Staðþekking er dýrmæt og nýta má hana betur t.d. í ferðaþjónustu með áherslu á staðþekkingu leiðsögumanna. Reyna á að lengja ferðamanna- tímann og byggja á enn frekar upp ferðir sérsniðnar að vetrinum og upplifunum á náttúru, menn- ingu og mannlífi tengdu þessari árstíð. Ákjósanlegt og hagkvæmt getur verið að hafa samvinnu milli landssvæða við þróun á vöru og þjónustuframboði. Nýta á komur skemmtiferðaskipa markvisst með góðu aðgengi og markaðssetningu á þeirri afþrey- ingu sem stendur farþegum skip- anna til boða í landi. Skoða þarf þó snemma hvaða áhrif stórauk- inn fjöldi getur haft á samfélagið og náttúru svæðisins. – thelma@bb.is

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.