Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.01.2009, Blaðsíða 17

Bæjarins besta - 22.01.2009, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009 17 hingað vestur var sú, að ég réð mig til Háskólaseturs Vestfjarða. Hugmyndin að hótelrekstrinum kviknaði í framhaldinu. Ég er í vetrarstarfi við Háskólasetrið en sumarstarfið mitt er á Núpi. Ég tók hótelið á leigu á mínu nafni og stofnaði síðan eignar- haldsfélag sem heitir Sveitasæla. Félagið ber nafn með rentu. Síðan tók ég Guðmund bróður minn inn sem partner núna í haust. Hann var búinn að vinna sem kokkur á Friðriki V. á Akureyri í mörg ár. Hann lærði kokkinn á sama tíma og ég þjóninn á Hótel Sögu. Einnig sá hann um eld- húsið í Húsi málarans og Kaupfé- laginu, þannig að við bræður erum búnir að vinna saman í nokkuð mörg ár. Hann verður í reynd hótelstjóri á komandi sumri.“ Slátrað yrði á hverjum bæ Nú eru ekki lengur nein slátur- hús á Vestfjörðum. Og víst ekkert við því að gera út af reglugerða- fargani. Lömbin þarf að flytja á bílum úr Dýrafirði allt norður í Skagafjörð, skelfileg meðferð á blessuðum skepnunum, og slátra þeim þar og flytja svo kjötið aftur vestur í Dýrafjörð. Sigurður Arnfjörð hefur hug- myndir til úrbóta. „Já, það er hugmynd fyrir hinar dreifðari byggðir, reyndar fengin frá Noregi, að útbúa fjörutíu feta gáma sem löggilt sláturhús. Þeir yrðu fluttir milli bæja og svo slátruðu menn bara sjálfir undir sama eftirliti dýralæknis og í öðr- um sláturhúsum. Þetta vildi ég sjá að hægt væri að gera hérna fyrir vestan. Við erum að flytja úr fjórðungnum mikla vinnu og verðmætasköpun við slátrun og við að saga og vinna kjötið. Þetta mætti auð- veldlega gera „beint frá býli“ enda eru bændur ekkert óvanir slátrun, þar sem þeir mega slátra einhverju heima fyrir sjálfa sig. Úr því að þetta er hægt annars staðar á Norðurlöndum, þá ætti það auðvitað að vera hægt hér líka. Draumurinn er að fá lög- gildingu á kjötvinnsluna á Núpi, þar sem bændur gætu sjálfir unn- ið sitt kjöt og selt það beint í verslanir hvar sem er.“ Vestfirska lambið langbest „Þetta sem gert er nú, að setja vestfirska lambakjötið í einhverja landshít, þá erum við að setja langbesta kjötið með öðru mjög misgóðu kjöti, með annars fullri virðingu fyrir íslensku lamba- kjöti í heild sinni. Eins og einn ágætur Vestfirð- ingur sagði við mig, þá ganga vestfirsku lömbin frá fjalli og niður í fjöru og lifa á öðrum og fjölbreyttari gróðri en víðast annars staðar. Þetta er ekki eins og grjótbörðu vegalömbin á Suð- urlandi heldur vestfirsk villibráð. Munurinn á vestfirsku lömb- unum og flestum öðrum er líka sá, að hér fara þau um erfiðari fjöll og heiðar, þar sem víðast annars staðar eru þau að mestu á láglendi eða sléttlendi. Maður þekkir það, að í ræktinni byggist upp vöðvamassi, og ég vil meina að vöðvamassi í hlutfalli við fitu sé miklu meiri í vestfirsku lamba- kjöti en öðru. Það er ekki aðeins bragðbetra en annað kjöt, heldur er fituhlutfallið í fullkomnu jafn- vægi og miklu betra en í öðru lambakjöti á Íslandi“, segir Sig- urður Arnfjörð Helgason, hótel- rekandi á Núpi í Dýrafirði og áhugamaður um hráefni úr heima- byggð. – Hlynur Þór Magnússon. og þá runnu á mig tvær grímur. Ég held að einkum verði tvenns konar nemendur minnisstæðir kennurum: Annars vegar af- burðanemendur og hins vegar mjög erfiðir nemendur. Ég er hálfhræddur um að ég hafi frekar verið í seinni flokknum, en þeir báru mér samt ágætlega söguna. Þegar ég spurði Valda hvort hann myndi eftir mér vegna þess hvað ég hefði verið erfiður, þá færðist hann undan að svara.“ Fimm ára tímabil – Í fyllingu tímans lærðirðu svo til þjóns. „Já, ég lærði þjóninn á Hótel Sögu og starfaði þar í rúm fimm ár. Ég náði að útskrifa tvo nema í þjóninum. Sá fyrri var tengda- móðir mín fyrrverandi og sá seinni var félagi minn, sem náði þeim merka áfanga að verða Norðurlandameistari þjónanema í árlegri keppni sem haldin er fyrir nemendur í þjóninum og kokkinum frá öllum Norðurlönd- um. Þegar ég var að læra úti í Bandaríkjunum vann svo ég allt- af með náminu sem þjónn á veit- ingastað til að framfleyta fjöl- skyldunni aðeins betur en með LÍN-lánunum einum. Eftir að ég var á Sögu var ég sölustjóri til veitingahúsa hjá Ölgerðinni í rúm fimm ár. Svo var ég rúm fimm ár á veitinga- stöðunum Sólon Íslandus og Húsi málarans og Kaupfélaginu í miðborg Reykjavíkur, átti og rak þessa staði með öðrum. Það er eins og ævi mín skiptist stöðugt í fimm ára kafla. Eftir þetta fór ég til Bandaríkjanna og var þar í fimm ár. Og núna er í gildi fimm ára samningur um Núp í Dýrafirði. Fimm ár virðast vera minn tími og þá verði ég að snúa mér að einhverju allt öðru. Það verður bara að koma í ljós hvort ég sé núna búinn að róast nóg með aldrinum til að þetta gildi ekki lengur.“ Sveitasæla á Núpi „Ástæðan fyrir því að ég kom Heildarskuldir og skuld- bindingar Bolungarvíkurkaup- staðar námu 960 milljónum króna í árslok 2007 en Elías Jónatansson, bæjarstjóri Bol- ungarvíkur, sagði í samtali við Viðskiptablaðið að gera megi ráð fyrir að þær hafi ekki verið undir 1,250 milljónum um síð- ustu áramót og heildartekjur verði nálægt 600 milljónum. Bæjarins besta spurði Elías hvernig þessar skuldir skiptust og sagði hann 85% af skuldun- um vera langtímaskuldir og skuldbindingar eða 1.062 millj- ónir. 14% skammtímaskuldir eða 175 milljónir og 1% erlend- ar skuldir eða 12,5 milljónir. Hann tekur þó fram að tölurnar séu miðaðar við ársreikning 2007 og endurskoðaða fjár- hagsáætlun 2008, en ekki liggja fyrir endanlegar tölur í árslok 2008. – birgir@bb.is Heildarskuldir Bolung- arvíkur 1,2 milljarðar

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.