Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.01.2009, Qupperneq 19

Bæjarins besta - 22.01.2009, Qupperneq 19
FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009 19 Símaver- ið flytur Símaver Glitnis á Ísafirði verður flutt úr Neista yfir í húsnæði Glitnis í Stjórn- sýsluhúsinu á Ísafirði. Verð- ur símaverið staðsett þar sem Síminn var áður með aðsetur í húsinu. Ekki er komin nákvæm dagsetning á flutningana að sögn Hallgríms Magnúsar Sigurjónssonar, útibússtjóra Glitnis á Ísafirði, en hann segir ástæðuna vera að ódýr- ara sé að vera með starfsemi fyrirtækisins í húsnæði í eigu bankans heldur en í leigu út í bæ. Átta manns starfa við símaverið en níu manns starfa við útibúið. Fimmtán hjónavígslur á síðasta ári Fimmtán hjónavígslur voru í Ísafjarðarprestkalli á síðasta ári og af þeim voru níu í Ísafjarðarkirkju. Að sögn sr. Magnúsar Erlings- sonar, sóknarprests á Ísa- firði, voru þrjár vígslur í ná- grannakirkjunum og ein í Neðstakaupstaðnum á Ísa- firði. Hann segir ekki margar hjónavígslur vera skráðar í Ísafjarðarprestkalli á þessu ári. „Það er ekki fyrr en fer að draga nær sumri að bókun- um fer að fjölga. Það er ekki bókað hjá okkur með mikl- um fyrirvara. Það er einstaka sinnum sem eru tvær gift- ingar sama laugardaginn að sumri til. Fólk getur því hringt þegar það vill og við bókum. Það er ekki nema fólk sé með ákveðinn klukku- tíma á ákveðnum degi í huga, þá er ágætt að taka það frá,“ segir sr. Magnús. Nýr vegur eykur ekki aðsókn „Nei því miður þá er það ekki að gerast,“ segir Gunnar Línberg Sigurjónsson, stað- arhaldari að Reykjanesi í Ísa- fjarðardjúpi, aðspurður hvort aðsókn að hótelinu í Reykja- nesi hafi aukist eftir að nýr vegur um nesið var tekinn í notkun. Hann segist þó vongóður um að aðsóknin aukist næsta sumar þegar Mjóafjarðarbrú verður tekin í notkun. Í Ísafjarðarbæ eru skráðar 22 friðlýstar fornminjar samkvæmt friðlýsingaskrá. Að því er fram kemur í drögum að greinargerð með aðalskipulagi Ísafjarðar- bæjar fyrir árin 2008-2020 voru 165 bæir á skipulagssvæðinu á 19. öld. Sé reiknað með 20 minja- stöðum á jörð að meðaltali, má búast við að í Ísafjarðarbæ séu samtals um 3300 minjastaðir. Búið er að skrá 278 minjastaði, eða eingöngu 12% af öllum minjastöðum í sveitarfélaginu. Minjar sem eru eldri en 100 ára eru að jafnaði taldar til forn- leifa og eru friðaðar samkvæmt þjóðminjalögum. Sumar forn- leifar eru jafnframt friðlýstar sér- staklega, einnig er hægt að frið- lýsa yngri minjar skv. 9. grein þjóðminjalaga 107/2001. Rétt er að hafa í huga að margar minjar nálgast 100 ára aldur og því mun fornleifum fjölga hratt á næstu árum miðað við núgildandi lög. Í 11. grein Þjóðminjalaga segir að skylt sé að fornleifaskráning fari fram á skipulagsskyldum svæðum áður en gengið er frá skipulagi eða endurskoðun þess. – thelma@bb.is Búið að skrá 12% af minjastöðum Tuttugu og fjögur hús eru friðuð í Ísafjarðarbæ auk þess sem u.þ.b. 55 hús verða 100 ára á skipulagstímabilinu og teljast þar með til fornleifa. Í frumvarpi að lögum u m menningarminjar er gert ráð fyrir að öll mannvirki sem byggð voru fyrir 1900 verði friðuð. Verði frumvarpið að lögum mun það styrkja aðalskipulag Ísafjarðar- bæjar í sessi sökum þeirrar stefnu sem mörkuð er í drögum að aðalskipulagi fyrir árin 2008- 2020. „Fornleifar og aðrar búsetu- minjar geyma upplýsingar um sögu og menningu svæðisins, einkum, búskaparhætti, bygg- ingarlag og lifnaðarhætti fyrri tíma. Á norða- nverður Vestfjörð- um er tækifæri til að rannsaka þessa þætti því byggð hefur minnkað og þést, auk þess sem stórt svæði er ein- angrað, þ.e. án vegtengingar við önnur svæði og þannig hafa verð- mætin varðveist“, segir í greinar- gerð með drögunum. Öll hús sem eru reist fyrir 1850 eru friðuð svo og allar kirkjur reistar fyrir 1918 samkvæmt lög- um. Tilgangur laganna er að varðveita íslenska byggingar- arfleið sem hefur menningarsögulegt gildi. Eigendum húsa sem reist eru fyrir 1918 er einn- ig skylt að leita álits hjá húsa- friðunarnefnd. Samkvæmt lögunum má friða mannvirki, hús eða húshluta, sem hafa menningarsögulegt eða list- rænt gildi. Auk þess getur menntamálaráðherra ákveðið að friða mannvirki, hús eða húshluta sem hafa menningar- sögulegt eða listrænt gildi. Sömuleiðis getur hann ákveðið brottfella friðun. Í drögum að aðalskipulaginu er stefnt að því að vernda skal búsetuminjar, m.a. fyrir skóg- rækt, ágangi búfjár, landbroti vegna ágangs sjávar og öðrum framkvæmdum, að kerfis- bundin skráning verður gerð á fornleifum í Ísafjarðarbæ þann- ig að hægt sé að taka tillit til þeirra í frekari skipulagi og aðíbúar og gestir geti notið menningu og sögu sem felast í búsetuminjum svæðisins. – thelma@bb.is Á þriðja tug friðaðra húsa í Ísafjarðarbæ

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.