Bæjarins besta - 22.01.2009, Síða 20
20 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009
Keppa fyrir
Íslands hönd
Skíðafélag Ísafjarðar mun eiga
þrjá af tíu fulltrúum Íslands á Ólym-
píudögum æskunnar sem fram
fara í Póllandi dagana 14.-21. febr-
úar. Rannveig Jónsdóttir og Silja
Rán Guðmundsdóttir keppa í
skíðagöngu og Ólafur Njáll Jak-
obsson í alpagreinum. Stúlkurnar
eru einu fulltrúar Íslands á göngu-
skíðum en Ólafur Njáll keppir
ásamt bestu svigskíðamönnum
landsins í þessum aldursflokki.
Bæjarins besta spjallaði við
krakkana um þátttöku á þessum
vetrarleikum Ólympíuhátíðar
Evrópuæskunnar.
– Eruð þið spennt?
„Já og svolítið stressuð. Maður
finnur það að maður er mun
stressaðri fyrir þetta heldur en
þau mót sem maður hefur tekið
þátt í hér heima á Íslandi“, segir
Rannveig.
„Þarna er keppt í öllum
vetraríþróttunum, ekki bara á
skíðum. T.d. er keppt í list-
dansi á skautum, curling
(krullu) og bara öllu. Þetta
eru vetrarólympíuleikar fyrir
unglinga“, segir Ólafur Njáll.
– Nú eru tíu að keppa
frá Íslandi,
þekkið þið hina krakkana?
„Já, þau eru öll að keppa á
svigskíðum eins og ég. Svo ég
hef oft áður keppt með þeim.
Valdir voru þeir fjórir bestu af
strákum og stelpum á FIS-lista
þeirra sem fæddir eru ´92-93,“
segir Ólafur en stúlkurnar eru
hins vegar þær einu sem keppa á
gönguskíðum.
„Ég og Rannveig vorum valdar
í unglingahóp af Skíðasamband-
inu í sumar og við vorum þær
einu sem voru á réttum aldri til
þess að geta tekið þátt í Ólympíu-
dögunum“, segir Silja.
– Eru stífar æfingar fram að
móti?
„Nei, ekki getum við sagt það.
Maður má ekki ofþjálfa sig. Við
höldum bara áfram á æfingum
eins og vanalega og bætum svo
kannski ein-
hverju við
þær“, seg-
ir Rann-
veig.
„Það yrði erfitt fyrir mig að fá
séræfingar þar sem ég æfi í 20
manna hópi. En maður reynir að
æfa sig eitthvað sjálfur með hin-
um æfingunum“, segir Ólafur
Njáll.
– Hafið þið farið áður út að
keppa?
„Já við kepptum í Noregi fyrir
nokkrum árum“, segir Rannveig.
„Ég hef nokkrum sinnum
keppt í Noregi“, segir Silja.
„Ég hef aldrei keppt en hef
farið í æfingaferðir til Geilo í
Noregi og Austurríkis.“
„Það verður því gaman að fara
til Póllands og fá að sjá það. Sér-
staklega af því að landið er ekki
líklegt að verða fyrir valinu þegar
maður er að fara í önnur ferða-
lög“, segir Silja.
Draumurinn
hennar mömmu
– Hvað hafið þið æft skíði
lengi?
„Ég hef
æft í tíu
á r .
Allan tímann á gönguskíðum en
ég var eitthvað á svigskíðum með
þegar ég var lítil“, segir Silja.
„Ég hef æft í átta ár og alltaf
verið á gönguskíðum“, segir Rann-
veig.
Mig minnir að ég hafi byrjað
6-7 ára að æfa eða bara um leið
og ég hafði aldur til. Ég byrjaði
að læra á skíði nokkurra mánaða
gamall með mömmu, það var
draumurinn hennar mömmu að
ég yrði skíðamaður“, segir Ólafur
Njáll.
„Það er einmitt það góða við
þessa íþrótt. Maður getur verið í
henni alla ævi. Allt frá því að
maður er lítið barn og þar til
maður verður gamall“, segir Rann-
veig.
„Já það er helling af gömlum
körlum alltaf á skíðum hérna. Ég
ætla að stunda skíði eins lengi og
ég get“, segir Silja.
„Ég stefni að því að komast
eins langt og ég kemst í íþróttinni.
Ég stefni á að komast í FIS-liðið
innan fjögurra ára en það er næsta
fyrir neðan landsliðið,“ segir
Ólafur Njáll.
– Finnst ykkur vera mikil skíða-
menning á Ísafirði?
„Já ég myndi segja það. Frá
því að ég byrjaði að æfa hefur
verið góður hópur sem fylgdist
að en þennan vetur eru margir í
útlöndum. En það eru alltaf ein-
hverjir nýir að bætast inn, sérstak-
lega hjá yngri krökkunum“, segir
Silja.
Að lokum vilja Silja og Rann-
veig koma á framfæri þakklæti
til þeirra sem styrkja þær til
ferðarinnar. „Við fengum að vita
þetta í nóvember og höfum verið
að vinna í þessu síðan þá. Okkur
hefur verið mjög vel tekið og við
erum mjög þakklátar fyrir það.“.
„Ég fékk að vita þetta í janúar
en hef þegar fengið styrki og er
afar þakklátur fyrir það. Ferlið
til að öðlast þátttökurétt á Ólym-
píudagana er mun lengra hjá
svigskíðamönnunum. Við þurf-
um að fara eftir alþjóðlegum
punktum og því þurftum við að
taka þátt í mótum til að vinna
okkur þá inn“, segir Ólafur Njáll.
Bæjarins besta óskar þeim góðs
gengis og mun fylgjast
með gengi þeirra á vetr-
arleikunum.
– thelma@bb.is
Ólafur Njáll, Silja Rán
og Rannveig skíðakrakkar.