Bæjarins besta - 24.02.2011, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2011
Til stendur að koma á fót
svokallaðri Fab lab smiðju á
Ísafirði. Er stefnt er að stofnun
stýrihóps sem á að vinna að
uppsetningu slíkrar smiðju og
er ætlunin að halda kynningu á
stafrænni smiðju eða Fab Lab
smiðju (Fabrication Labora-
tory) og jafnframt stofnfund
slíks stýrihóps fyrir verkefnið
mánudaginn 28. febrúar kl. 12
í húsnæði Menntaskólans á Ísa-
firði. Starfssemi Fab Lab smiðju
í Vestmannaeyjum og á Sauðár-
króki verður kynnt og farið yfir
stöðu og framtíðarsýn vegna
verkefnisins á Ísafirði. Að því
búnu verður kosið í undirbún-
ingshóp og eru áhugasamir og
velviljaðir beðnir að gefa kost á
sér með því að senda tilkynningu
fyrir fund á jon@misa.is. Undir-
búningshópurinn mun vinna að
undirbúningi verkefnisins með
það að markmiði að stafræn
smiðja verði komin í notkun á
Ísafirði ekki síðar en haustið
2012.
„Fab Lab smiðja er vel til þess
fallin að efla nýsköpun og þróun
á litlum atvinnusvæðum og getur
eflt verulega möguleika íbúa til
að skapa sér lífsviðurværi með eig-
in hugmyndum. Fab Lab smiðja
á Ísafirði gæti nýst til kennslu í
hönnun og teikningu við Mennta-
skólann á Ísafirði sem og við
grunnskóla Ísafjarðarbæjar, Bol-
ungarvíkur og Súðavíkur. Fab
Lab smiðjan gæti verið aðgengi-
leg fyrir almenning og mun nýt-
ing hennar og aðgengi verða sér-
staklega kynnt þegar uppsetningu
er lokið,“ segir í kynningu.
Á kynningarfundinum mun
Frosti Gíslason starfsmaður Ný-
sköpunarmiðstöðvar Íslands í
Vestmannaeyjum og Þorsteinn
Broddason starfsmaður Nýsköp-
unarmiðstöðvar Íslands á Sauð-
árkróki verða á fundinum og eru
tilbúnir til að setjast niður með
þeim sem vilja til að fara yfir
verkefnið. Til dæmis þeim sem
kæmu að fjármögnun og ekki
síður þeim sem við teljum að
myndu nýta smiðjurnar t.d.
skólastjórum og e-m kennurum
í framhalds- og grunnskólum
á svæðinu, Fræðslumiðstöð,
Vesturafl, Starfsendurhæfing
ofl. Áætlað er að fundinum ljúki
um kl. 13:30 með sérstakri kynn-
ingu fyrir undirbúningshópinn.
– thelma@bb.is
Stafræn smiðja í undirbúningi á Ísafirði
Finna áhrif meðmæla Lonely Planet
Margir sækjast eftir því að vinna
sjálfboðaliðaverkefni hjá Mel-
rakkasetrinu í Súðavík í ár. Á vef
setursins er því þakkað nýjustu
Lonely Planet ferðabókinni þar
sem farið er fögrum orðum um
setrið og svæðið allt. „Von er á
fjölda ferðamanna sem koma
gagngert vegna þess að mælt er
með Vestfjörðum í bókinni, við
höfum strax orðið vör við það,“
segir á melrakki.is. Fyrstu fjórir
sjálfboðaliðarnir hafa verið bók-
aðir í verkefni sem kallast „Hvar
er Frosti“ en þeir eiga að finna
refinn Frosta, sem komst á legg í
setrinu síðasta sumar. Honum var
svo veitt frelsi í nóvember. Verk-
efnið felst í því staðsetja refinn
og sjá hvort hann sé til í að taka
þátt í vetrarljósmyndaverkefnun-
um setursins þetta árið.
Þá er nóg að gera á Melrakka-
setrinu þrátt fyrir vetrarfrí enda
er þetta sá tími sem nota þarf til
að undirbúa sumarið og þau verk-
efni sem stendur til að fara í
þetta árið. Nýlokið er krufningum
á þeim dýrum sem veiðimenn af
Vestfjörðum hafa sent setrinu.
Krufin voru 45 dýr og verður
viðkomandi aðilum sent bréf með
niðurstöðum krufninganna um
leið og aldursgreining liggur fyr-
ir. „Við þökkum þeim sem tóku
þátt og sérstaklega þeim sem
gengu vel frá dýrunum og skiluðu
skilmerkilegri skýrslu en því
fleiri upplýsingar sem fylgja
með, því nákvæmari eru niður-
stöðurnar. Guðmundur og Ragn-
ar Jakobssynir lánuðu aðstöðu
sína í Bolungarvík fyrir verkið
og voru starfsmenn Náttúrustofu
Vestfjarða til aðstoðar,“ segir á
Melrakkavefnum.
Þá hafa nokkrir gestir borið að
garði það sem af er ári og hafa
þeir þurft að sýna nokkurt um-
burðarlyndi gagnvart ástandinu
þar sem verið er að vinna í end-
urbótum á húsnæðinu þessa dag-
ana. „Um síðustu helgi kom heil
rúta af félögum í Oddfellow regl-
unni í heimsókn en þau voru í
„óvissuferð“ um svæðið. Það var
gaman að hitta þetta fólk en
margir hverjir höfðu aldrei komið
í setrið og voru menn almennt
ánægðir með hversu húsið og
sýningin er vel heppnað. Líklega
hafa aldrei verið eins margir sam-
ankomnir í litla kaffihúsinu okk-
ar,“ segir á melrakki.is.
– thelma@bb.is
Fjörutíu og fimm ára gam-
alt líka af eyrinni í Skutuls-
firði hefur verið sett upp til
sýnis í Stjórnsýsluhúsinu á
Ísafirði. Líkanið, sem sýnir
eyrina árið 1866, var gert í
tilefni af 100 ára afmæli Ísa-
fjarðarkaupstaðar árið
1966. Líkanið er í eigu
Ísafjarðarbæjar, en hefur ver-
ið í geymslu á lofti Byggða-
safnsins við Austurveg um
árabil að sögn Jóns Sigurpáls-
sonar, forstöðumanns Byggða-
safns Vestfjarða. Það var Jón
Hermannsson, loftskeytamað-
ur og málari á Ísafirði sem á
heiðurinn af líkaninu. Gera
má ráð fyrir að stór hluti
íbúa Ísafjarðarbæjar hafi
aldrei séð líkanið og því eru
þeir hvattir til að leggja leið
sína í Stjórnsýsluhúsið.
„Þetta er mjög skemmtilegt
og vel gert verk og gaman
skoða það,“ segir Jón
Sigurpálsson.
Líkan af eyrinni í
Skutulsfirði til sýnis
Líkanin er af Ísafirði eins og álitið er að bærinn hafi verið 1866.
Nefnd um byggðarmerki Ísafjarðarbæjar hefur lagt fram þrjár
tillögur sem ákveðið hefur verið að leita álits íbúasamtaka sveitar-
félagsins til. Á fundi nefndarinnar kom fram að núverandi byggðar-
merki uppfyllir ekki lög um byggðarmerki, það er fjögur merki
samsett. Merki Ísafjarðarkaupstaðar er nothæft en laga þarf lög-
un þess. Merki Vestur Ísafjarðarsýslu er nothæft óbreytt, en
merki Suðureyrar og Flateyrar uppfylla ekki skilyrði umræddrar
reglugerðar en þarfnast mikilla breytinga, samkvæmt. mati Gísla
B. Björnssonar, ráðgjafa á Einkaleyfisstofu. Tillögur nefndarinnar
eru því að efna til samkeppni um nýtt merki en kostnaður þess er
áætlaður 1,5 milljónir króna, að nota merki Vestur Ísafjarðarsýslu
óbreytt eða nota merki Ísafjarðarkaupstaðar, með lítillegum
breytingum. Það þarf að laga lögun merkisins og er áætlaður
kostnaður við það er um 250 þúsund krónur.
Tillögur lagðar
fyrir íbúasamtök
Líkamsræktar-
stöð í Reykjanesi
„Þetta er eitt skref í þá átt að byggja hér upp heilsutengda ferða-
þjónustu,“ segir Jón Heiðar Guðjónsson, hótelstjóri í Reykjanesi
við Ísafjarðardjúp, en ferðaþjónustan festi nýverið kaup á líkams-
ræktartækjum sem sett verða upp í íþróttahúsinu á staðnum.
„Við erum að setja tækin upp í íþróttasalnum og í vor verður þar
komin fullbúin líkamsræktarstöð.“ Jón Heiðar segir að ekki
standi til að hafa fastan þjálfara við stöðina. „Til að byrja með
munum við fá til okkar hópa þar sem þjálfari verður með í för. Við
munum svo þreifa okkur áfram með þetta og hver veit hvað ger-
ist,“ segir Jón Heiðar. Hann segir þorrablótin hafa verið vel sótt
á staðnum. Í mars verði síðan tvær stórar ráðstefnur í Reykjanesi
og bókanir gangi vel fram á vorið.