Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.02.2011, Page 8

Bæjarins besta - 24.02.2011, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2011 Þjóðbúningafélags Vestfjarða hefur óskað eftir afnoti af skólahúsnæði Grunnskólans á Þingeyri dagana 3.-9. júlí, en á þeim tíma verða starfræktar þar handverksbúðir í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélagið og samtök norrænna heimilisiðn- aðarfélaga, Nordens Husflidsforbund. Gert er ráð fyrir um 130 – 150 þátttakendum frá Norðurlöndunum. Fræðslunefnd hefur lagt til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að styrkur bæj- arfélagsins til verkefnisins felist í láni á grunnskólanum á Þingeyri til kennslu, þó þannig að skólinn beri ekki kostnað af verkefninu. Handverksfólk til Þingeyrar Framkvæmdasýsla ríkisins hefur fyrir hönd Ísafjarðar- bæjar og Ofanflóðasjóðs, óskað eftir tilboðum í snjóflóðvarnir og þvergarð undir Kubba í Skutulsfirði. Verkið felst í að reisa snjóflóðavarnargarð á úthlaupssvæði snjóflóða úr Kubba. Um er að ræða þvergarð sem er u.þ.b 220 metra langur í topp- inn. Í verkinu felst einnig mótun yfirborðs skeringa flóðmegin við garða. Einnig gerð vinnuvega, varanlegra vegslóða, gang- stíga og áningarstaða og gerð drenskurða, lækjarfarvega og vatnsrása, lagning ræsa og jöfnun yfirborðs og frágangur. Verkinu skal vera að fullu lokið í september 2012. Snjóflóðavarnir boðnar út Þrír vestfirskir rithöfundar fengu úthlutað ritlaunum frá Rithöfundasambandi Íslands. Ísfirðingurinn Eiríkur Örn Norðdahl og Bolvíkingurinn Eiríkur Ómar Guðmundsson fengu úthlutað ritlaunum til níu mánaða og Dýrfirðingurinn Vilborg Davíðsdóttir til sex mánaða. Alls fengu 67 höfundar ritlaun. Launasjóður rithöfunda starfar samkvæmt lögum um listamannalaun og miðast launin við lektorslaun við Há- skóla Íslands. Þrír fengu ritlaun Sorpi sem til fellur í Ísafjarðarbæ er ekið til urðunar í Fíflholti á Mýrum, um 390 kílómetra leið. Það þýðir að alls eru eknir að minnsta kosti 30 þúsund kílómetrar á ári. Ekki hefur fundist hentugur sorpurðunarstaður í Ísafjarðarbæ auk þess sem áhöld eru um hvort hagkvæmt sé fyrir sveit- arfélagið að koma sér upp nýjum urðunarstað en það er talið kosta tugi milljóna. Nú falla um 25 tonn af sorpi til á viku og þarf því að fara með sorpið vikulega. Verið er að innleiða nýtt sorpflokkunarkerfi sem ætlað er að draga úr sorpurðun. Langt sorpferðalag Einn besti knattspyrnumaður Íslendinga, Gylfi Þór Sig- urðsson, hefur fjárfest með föður sínum Sigurði Aðalsteins- syni í báti og kvóta fyrir um fimm hundruð milljónir króna. Frá þessu er greint í Séð og heyrt en eins og fram hefur komið er Sigurður Aðalsteinsson einn af forsprökkum Lotnu ehf. sem keypt hefur þrotabú Eyrarodda á Flateyri. Gylfi Þór hef- ur farið hamförum með U-21 árs landsliði Íslendinga í knatt- spyrnu sem tryggði sér þátttökurétt í úrslitakeppni Evrópu- móts U-21 árs landsliða karla sem haldið verður í Danmörku á næsta ári. Gylfi var í haust keyptur til þýska úrvalsdeildar- liðsins Hoffenheim og er annar markahæsti leikmaður liðsins með fimm mörk. Kemur Gylfi Þór að útgerð á Flateyri? „Mér var mjög brugðið við að sjá fréttina um þetta og ég er enn að jafna mig. Ég mun kanna rétt- arstöðu mína,“ segir Ásthildur Cesil Þórðardóttir, íbúi að Selja- landsvegi 100 á Ísafirði, en bæj- arráð Ísafjarðarbæjar hefur lagt til að farið verði í viðræðum um uppkaup á fasteign hennar sem og fasteigninni að Seljalandsvegi 102, vegna varnargarða sem gera á fyrir ofan Ísafjörð. „Mér finnst þetta ekki góð vinnubrögð og furða mig á því að ekki hafi verið haft samband við okkur íbúana áður en ákveðið var að ráðast í þetta. Það var mjög óþægilegt að frétta þetta í gegnum fjölmiðla,“ segir Ásthildur í samtali við blað- ið. Hún hefur einnig skrifað um málið á bloggsíðu sinni og segir þar m.a.: „Í fyrsta lagi hefðu menn nú átt að sjá sóma sinn í að aðvara okkur um að þetta stæði til, því svo sannarlega hef ég ekki haft grænan grun um að verið væri að véla um að svipta mig heimili mínu og jafnvel fyrirtæki, fyrir utan það að við hjónin höfum verið að duna okkur í gegnum áratugi að gróðursetja tré fyrir ofan húsið og eru með samning upp á það. Svo kemur þetta högg. Ég sem var svo ánægð með hvað ég væri að ná góðum árangri í að ná mér eftir áföllin og hélt að nú lægi gatan grein fram. Þá er ég slegin niður með fjöður. Það á að hrifsa af mér lífið, og það á harkalegan hátt. Hvað eru menn eiginlega að hugsa?“ Aðspurð segist Ásthildur ekki samþykkja uppkaup þegjandi og hljóðalaust. „Ég þarf að byrja upp á nýtt með allt mitt, þá er ég að hugsa um minn andlega status og hvernig ég tækla tilveruna.“ Samþykkir ekki uppkaup Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur lagt til að hafnar verði viðræður, í samráði við Ofanflóðasjóð, um uppkaup á fasteignum við Selja- landsveg 100-102 á Ísafirði vegna framkvæmda við ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla í Skutuls- firði. Frumathugun á ofanflóða- vörnum, sem unnin var árið 2009 ef verkfræðistofunni Verkís, gerði ráð fyrir að verkinu yrði skipt í fimm hluta. Þær fram- kvæmdir sem nú standa yfir eru á garði nr. 5, sem er fyrir ofan Hjallaveg. Að því er fram kemur í minnisblaði bæjartæknifræð- ings er garður 1 um 14 metra hár og 260 metra langur og ver í sjálfu sér ekki mörg hús. Ofan- flóðasjóður vill því að skoðað verði hvort hægt sé að fara aðrar leiðir þar, t.d. með uppkaupum á húsunum við Seljalandsveg 100 og 102. Til að hægt sé að halda áfram með málið verður Ísafjarðarbær að gera upp við sig hvort fara eigi í uppkaup eigna eða byggingu varnargarðs. Í minnisblaðinu kemur fram að kostnaður við uppkaup sé um 60-80 milljónir sem er ódýrari leið en bygging varnargarðs. Þegar ákvörðunin liggi fyrir verður hægt að hefja vinnu við umhverfismat, deili- skipulag og endanlega hönnun mannvirkisins. Framkvæmdir við ofanflóða- varnirnar hófust s.l. sumar en KNH ehf., hefur verkið með höndum. Markmið framkvæmd- anna er að auka öryggi íbúa og vegfarenda á núverandi ofan- flóðahættusvæðum undir Gleið- arhjalla. Um er að ræða íbúða- byggðir við Hjallaveg og Hlíðar- veg. Framkvæmdasvæðið nær frá Urðarvegi og út fyrir Hjalla- veg, að Ísafjarðarvegi. Gert er ráð fyrir að varnarvirkin verji um 60 íbúðir samkvæmt deiliskipulagi. Mælt með uppkaup- um tveggja fasteigna Seljalandsvegur 102 og 100 á Ísafirði.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.