Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.02.2011, Page 14

Bæjarins besta - 24.02.2011, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2011 Þorrablót Átthagafélags Sléttu- hrepps var haldið í félagsheimil- inu í Hnífsdal á laugardag og mættu um 180 manns á blótið hlaðnir súrmeti, rófustöppu og öðru því sem til siðs er að hafa með á þorrablót. Í boði skemmti- nefndar, sem að venju var skipuð fulltrúum úr sveitunum í Sléttu- hreppi hinum forna, voru skemmti- atriði í formi sjónvarpsþáttarins Landans. „Þetta gekk ljómandi vel og það var mikið fjör og mikið gam- an,“ segir Magni Guðmundsson sem sæti átti í skemmtinefnd. Veislustjóri var Aðalvíkingurinn og leikarinn Baldur Trausti Hreinsson sem óvænt lék eitt hlutverkið í Landanum. Að venju var sungið undir borðum undir stjórn nokkurra af söngelskari meðlimum átthagafélagsins. Að- spurður hvort eitthvað hafi staðið úr segir Magni að allt hafi gengið vel. „Það var eiginlega bara allt sem stóð upp úr, allir voru af- skaplega glaðir og ánægðir og skemmtu sér vel.“ Að áti loknu var borðum rutt til hliðar og dansað við undirleik hljómsveitarinnar Kraftlyftingar. „Ballið var til klukkan 2 og við höldum að það hafi valdið því að mun færri fóru heim áður en það var búið. Áberandi margir voru á blótinu allan tímann,“ segir Magni. – thelma@bb.is Gleði þorrablóti Sléttuhreppinga

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.