Bæjarins besta - 23.06.2011, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011
Mikill fjöldi var við hátíðarhöldin á Hrafnseyri.
Ólafur B. Halldórsson mætti í sínu fínasta pússi.
Fjölmenni á Hrafnseyri
Á þriðja þúsund manns voru
viðstaddir hátíðarhöld á Hrafns-
eyri við Arnarfjörð á þjóðhátíðar-
daginn sem haldin voru í tilefni
af því að 200 ár voru liðin Jóns
Sigurðssyni. „Þetta var í einu
orði sagt frábært,“ segir Valdimar
J. Halldórsson, forstöðumaður
safns Jóns Sigurðssonar á Hrafns-
eyri. Við þetta tilefni tilkynnti
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætis-
ráðherra að ákveðið hafi verið
að stofna menningarsetur um Jón
Sigurðsson á Hrafnseyri. Í ræðu
hennar kom fram að lögð verði
fram þingsályktunartillaga þar að
lútandi og stendur til að menn-
ingarsetrið taki við staðnum af
Hrafnseyrarnefnd þann 1. janúar.
Jafnframt hefur verið ákveðið að
sett verði á laggirnar prófessors-
staða tengd nafni Jóns Sigurðs-
sonar við Háskóla Íslands.
Sá sem gegna mun stöðunni
skal hafa fasta búsetu á Ísafirði
eða nágrenni og hafa kennslu og
rannsóknir sem starfsskyldu og
samstarf við Rannsóknasetur Há-
skóla Íslands á Vestfjörðum og
Meðal þeirra sem komu fram var Björgvin Halldórsson og meðlimir Karlakórsins Ernis.
að mér að hægt verði að toppa
þetta,“ segir Valdimar.
Vegleg dagskrá var í tilefni
dags þar sem kórar og ýmir tón-
listarmenn komu fram, þeirra á
meðal ástsælu söngvarnir Sigrún
Hjálmtýsdóttir og Björgvin Hall-
dórsson, Karlakórinn Ernir og
Karlakórinn Vestri. Valdimar
segir að fólk hafi skemmt sér hið
besta. Meðal gesta voru forseta-
hjónin og margir þingmenn rík-
isstjórnarinnar. Valdimar segir
að unga kynslóðin hafi skemmt
sér jafnt á við þá sem eldri eru.
„Það er mýta að krakkar geti
ekki skemmt sér án þess að það
séu hoppikastalar eða álíka af-
þreying. Þau skemmtu sér kon-
unglega hér, eins og alltaf á 17.
júní. Þau fóru t.d. á hestbak og
léku sér á Burstabænum.“
Valdimar segir að hann viti
ekki betur en mikil ánægja sé
með hvernig til tókst með hátíð-
arhöldin. „Ég get allavega ekki
annað en verið í skýjunum yfir
þessu öllu saman.“
– thelma@bb.is
Háskólasetur Vestfjarða. Gert er
ráð fyrir því að staðan verði jafn-
framt nátengd hinu nýja setri á
Hrafnseyri. Eitt af lykilverkefn-
um hennar verði að halda árlegar
ráðstefnur og námskeið í sumar-
háskóla á Hrafnseyri með innlend-
um og erlendum kennurum og fyr-
irlesurum.
„Það má eiginlega segja að
hér sé aldarbaráttu lokið en í upp-
hafi 20. aldarinnar var barist fyrir
því að stofnaður yrði skóli á Ísa-
firði eða Hrafnseyri til heiðurs
Jóns Sigurðssyni, það var aldrei
úr því. Svo hefur einnig verið
ákveðið að hér verði menningar-
setur, ég hreinlega get ekki ímynd-
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri á Tálknafirði.
Fjallkona Vestfjarða, Ása Dóra Finnbogadóttir og Ásthildur
Sturludóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar sem var kynnir á hátíðinni.