Bæjarins besta - 26.01.2012, Qupperneq 9
FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 2012 9
báturinn varð til þar. Báturinn
Halldór Sigurðsson var ekki langt
frá og við komumst um borð í
hann. Við ætluðum að reyna að
bjarga bátnum en það gerði vit-
laust veður og hann eyðilagðist.
Okkur tókst að verða okkur úti
um annan bát og halda áfram
veiðum en stuttu síðar hrundi
verðið á skelinni. Þá fórum við á
rækju í Djúpinu aftur.“
Upp og niður
Arnar segir að á næstu árum
hafi gengið vel í rækjunni. „Gísli
bróðir var með bátinn en ég var
nú frekar laus við. Stuttu síðar
keyptum við annan bát til að vera
með á rækju í Djúpinu og vorum
þá komnir með tvö leyfi á rækju.
Það var ekki of vel séð af þeim
sem voru með okkur á rækjunni.
Við þóttum heldur fyrirferðar-
miklir að vera að brölta þetta.
Það jafnaði sig nú allt saman. En
það er þannig með rækjumennn
að þeir halda vel utan um sitt.
Þetta gekk svo ágætlega næstu
árin hjá okkur. Við vorum á út-
hafsrækju á sumrin og í Djúpinu
á veturna.“
Einhverju eftir að bræðurnir
Arnar og Gísli voru komnir með
tvö leyfi var settur rækjukvóti á
Djúpið. „Þá gátu menn farið að
kaupa kvóta. Gísli keypti bát sem
losnaði þannig að hann var
kominn með tvo kvóta. Á svipuð-
um tíma bauðst mér bátur og
keypti hann. Þá vorum við bræð-
ur komnir með fjóra kvóta í Djúp-
inu og þóttum aftur orðnir full
fyrirferðarmiklir. Við stækkuð-
um bátana og höfðum ágætt lifi-
brauð af þessu í einhvern tíma.
En síðar lenti ég í því að ráða
ekki alveg við þessa útgerð. Þá
seldi ég bátinn og keypti Ísborg.
Ég vildi vera á rækju áfram en
Gísli fór á dragnótina. En svo
voru rækjuveiðar bannaðar í Ísa-
fjarðardjúpi árið 2003. Við ætl-
uðum að hanga á leyfunum en
mér tókst það ekki.“
Barist í bökkum
En ekki leið á löngu þar til
Arnar átti þrjú skip. „Já, ég átti
Ísborgu og Sólborgu og bauðst
óvænt að kaupa togarann Dag-
rúnu sem þá lá í Færeyjum. En
ég varð að svara því tilboði á
innan við þremur dögum. Ég sá í
hendi mér að selja hin tvö skipin
og færa mig yfir á togarann.
Kaupi togarann en þeir sem ætl-
uðu að kaupa af mér hin tvö
skipin fengu ekki lán. Bankinn
þeirra sagði við þá að ætluðu
þeir að kaupa yrði ég að lána
kaupverðið. Ég var ekki tilbúinn
erðum að
a saman
til þess. En til að koma Dagrúnu
á sjó þurfti að leggja í hana pen-
inga. Því var ég allt í einu með
þrjú skip en ekki verkefni fyrir
þau öll. Ég seldi Sólborgu en
fékk aldrei neitt meira greitt en
útborgunina. Og náði svo á end-
anum að selja Dagrúnu til útlanda.
En þá voru engin verkefni fyrir
Ísborgu og rækjan sífellt erfiðari
við að eiga. Ég lenti því í miklum
vandræðum með fyrirtækið, ekki
í fyrsta sinn, en hélt skipinu.“
Ísborgin lá bundin við bryggju
næstu fjögur árin. „Það var reynt
að selja skipið en tókst ekki. Mér
buðust einhver verkefni fyrir það
en annars var ætlunin að selja
það í brotajárn. Um svipað leyti
og Íslendingar áttuðu sig á að
það væri ekki lengur grundöllur
fyrir því að selja hver öðrum
verðbréf fór rækjan að hækka
eins og aðrar sjávarafurðir. Þá
fór ég með skipið í slipp og lét
þykktarmæla járnið til að athuga
hvort að það ætti ekki einhverja
framtíð. Í framhaldi af því tók ég
skipið í gegn og kom því á sjó.
Hélt svo á rækjuveiðar í apríl
2010 og var fram í október. Þá
voru akkúrat liðin fimm ár á milli
vertíða. Ég fór aftur síðasta sumar
og það gekk bara ágætlega. En
ég vil ekki gera skipið út á vet-
urna. Þá hoppa ég frekar á ein-
hverja togara og gerist svona
starfsmaður á plani. Þannig að
nú bíður Ísborgin bara eftir næstu
vertíð. Ég er að fara með hana í
slipp í næsta mánuði og svo höld-
um við á rækju í mars eða apríl.“
Fleiri skipaskaðar
- Það er sagt að þú hafi lent
oftar einu sinni og tvisvar í sjó-
skaða. „Já, mig minnir að næsti
skipsskaði hafi orðið 1997. Þá
vorum við á úthafsrækju að vori
til á 60 tonna bát sem hét Litla-
Nes. Við vorum þrír um borð og
það kviknaði í bátnum. Við kom-
umst í björgunarbát en báturinn
brann fyrir augunum á okkur
þarna á Húnaflóa. Þetta var svo-
lítið óþægilegt því það var vax-
andi veður. En sem betur fer voru
nærliggjandi skip þarna því þegar
við vorum hífðir upp úr björgun-
arbátnum voru komin 7-8 vind-
stig. Við vorum svo settir í land á
Skagaströnd og það varð engum
meint af.
Næsti skipsskaði varð í Ísa-
fjarðardjúpi. Þá átti ég bát sem
hét Kolbrún og var inni á Mjóa-
firði, þar sem brúin er. Ég hafði
farið inn fyrir eyju að leita að
rækju og var á leiðinni til baka
þegar ég lenti uppi á skeri. Við
fórum daginn eftir til að ná hon-
um af skerinu og vorum búnir að
rétta hann við þegar við misstum
hann svo hann sökk.“
- Þú ætlaðir þér aldrei að verða
sjómaður og ert búinn að lenda í
þremur skipasköðum en stundar
samt enn sjóinn. „Sem betur fer
hafa ekki orðið nein slys á fólki í
þessum sjósköðum. Það er fyrir
öllu. Þótt maður verði aldrei sátt-
ur við skipsskaða er það mikið
lán ef áhöfnin kemst heil frá hon-
um. Sjálfur er ég löngu orðinn
sáttur við sjómennskuna. Það var
bara á upphafsárunum sem manni
langaði að prófa annað. En mér
leið alltaf vel á togara eftir að ég
hafði mátað mig við önnur störf.“
Kvótakerfið úrelt
- Sagt er að þú sért sjálfstæðis-
maður en Gísli bróðir þinn fram-
sóknarmaður, hvernig fer það
saman?
„Mjög vel. Okkur kemur ágæt-
lega saman bræðrum og það hef-
ur verið gantast með að ákveðið
hagræði sé af því að annar okkar
sé sjálfstæðismaður en hinn
framsóknarmaður ef þarf að reka
erindi einhversstaðar. Þá var sá
sendur sem þótti líklegri til að ná
árangri þar sem átti að leita hóf-
anna. Og þótt við gerum út í
sitthvoru lagi í dag hjálpum við
hvorum öðrum þegar á þarf að
halda.“
- Hvernig líst sjálfstæðismann-
innum Arnari á kvótakerfið?
„Það er engin spurning að það
þurfti að hægja á veiðum á sínum
tíma. Þegar kvótakerfið var sett
á árið 1983 var ég á togara. Þá
var morgunljóst að við vorum að
ganga mjög harkalega á þorsk-
stofninn. En það er ekki mér að
skapi hvernig þessi mál hafa þró-
ast. Mér líst illa á hvernig menn
notfæra sér kerfið til að koma sér
upp stærri og stærri einkaeign.
Ég vil bara að auðlindin sé í eign
þjóðarinnar og ég geti sótt mínar
heimildir til hennar. Það kann
ekki góðri lukku að stýra að auð-
lindin sé á höndum örfárra ein-
staklinga, það getur ekki gengið.
Alveg eins og ég hugsa til þess
með hryllingi ef ég þarf að fara
að spyrja einhvern að því hvort
ég megi drekka vatn.“
- Þannig að þér finnst rétt að
endurskoða kerfið? „Kerfið verð-
ur að endurskoðast. Það er alveg
á hreinu. En hvort að menn eru
að gera það á réttan hátt er annað
mál. Menn verða líka að horfast
í augu við að útlitið væri allt
öðruvísi í dag ef hefði verið farið
í það á sínum að lagfæra þá galla
sem hafa alltaf verið á kvóta-
kerfinu. Áður fyrr létu útgerðar-
menn greinina njóta fjármunanna
sem hún aflaði. Hið sama verður
ekki sagt um kvótakóngana í dag.
Nú fer megnið af peningunum út
úr greininni.“
Samstöðuleysi
Vestfirðinga
Arnar segir að þegar litið sé
yfir útgerð á Vestfjörðum blasi
við að eitthvað hafi farið úr-
skeiðis. „Stundum er sagt að við
hér fyrir vestan séum duglegastir
að eyða okkur sjálfir. Þá er verið
að vísa til þess hugsunarháttar að
sjá alltaf flísina í auga náungans