Bæjarins besta - 26.01.2012, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 2012
en ekki bjálkann í sínu eigin.
Það er mjög ríkjandi hér. Ef ein-
hverjum dettur eitthvað í hug er
það afgreitt sem fásinna. Vest-
firðingar eru auðvitað mjög háðir
sjávarútvegi en okkur hefur ekki
borið gæfa til að byggja hann
upp eftir að heimildirnar fóru frá
okkur. Hverju svo sem er um að
kenna, óduglegum forystumönn-
um eða bara okkur sjálfum.
Það er alveg ljós að við verðum
að fara að standa meira saman
og horfa á samfélagið okkar sem
heild. Að hætta þessari eigin-
hagsmunastefnu, segi ég sem
sjálfstæðismaður. Enda ekki allt-
af sammála þeim í flokknum. En
við verðum að standa meira sam-
an og hjálpast að við að byggja
upp svæðið. Til dæmis bara með
því að versla í heimabyggð og
hygla henni á allan mögulegan
hátt. Ég tel mig gera það. Síðast-
liðið sumar landaði ég á Húsavík
en lét keyra aflann á Ísafjörð.
Mér fannst það vera skylda mín
að styðja við samfélagið alveg
eins og ég vil að það styðji við
mig. Þetta mættu fleiri gera. Það
er of mikið af afla keyrt í burtu
héðan og þá er ég ekki bara að
tala um strandveiðarnar.
Þessi hnignun á Vestfjörðum
er mest okkur sjálfum að kenna.
Við ætlumst of mikið til þess að
aðrir geri hlutina frekar en við
sjálf. Enginn ræktar garðinn sinn
betur en hann sjálfur. Sumir segja
að okkur vanti heimildirnar okkar
til baka. En þótt þær kæmu til
baka myndi ekki fylgja því sama
uppbygging og áður. Okkur vant-
ar varanleg störf í landi. Það er
til dæmis hægt að færa skjöl hvar
sem er á landinu, ekki bara fyrir
sunnan. Einhverntíma varð til
ríkisstjórnarsamþykkt fyrir því
að öll ný störf flyttust út á land.
Við þurfum að kalla eftir þessum
störfum og halda í þau. Háskóla-
menntað fólk er ekki að koma
heim til að fara að vinna í fiski
eða horfa á stjörnurnar. Ferða-
mennskan er ágæt viðbót en við
þurfum meira.“
Arnar bætir við: „Annars er ég
hugsi yfir öllu þessu fólki sem er
á atvinnuleysisbótum. Nú er rík-
issjórnin að bæta við fjórða árinu
sem fólk getur verið á bótum. Ég
hef hringt nokkrum sinnum í
Vinnumiðlun þegar mig hefur
vantað fólk. Til dæmis vantaði
mig vélstjóramenntaða menn í
fyrra. Þá fékk ég lista hjá Vinnu-
miðlun og byrjaði að hafa sam-
band fólk. Þegar ég var búinn að
hringja níu símtöl hitti ég loksins
á einn sem gat komið í tvo túra.
Annars voru þessir atvinnulausu
menn á leið í sumarfrí, til útlanda
og ég veit ekki hvað.“
Orðinn hundlatur
Borðaðu enn rækju? „Já, held-
ur betur. Mér finnst rækja mjög
góð. En sú allrabesta kemur úr
Kolluál í Ísafjarðardjúpi. Hún er
aðeins sætari og bragðmeiri. Mér
finnst hún best beint úr skelinni.
Þannig borða ég líka hörpuskel-
ina. Annars höfum við Íslend-
ingar verið merkilega lengi að
læra á sjávarfangið okkar. Það er
ekki langt síðan að við hentum
öllum humri, hlýra og líka skötu-
sel.“
Aðspurður hvað Arnar geri
þegar hann sé ekki að vinna, svar-
ar hann: „Ég á fjögur börn, tvö
búa fyrir sunnan, eitt á Akureyri
og eitt hér á Ísafirði. Og nú eru
barnabörnin orðin þrjú. Konan
mín kemur úr Keflavík en er
líklega löngu orðin Vestfirðing-
ur. Á meðan krakkarnir voru
yngri hugsaði maður um lítið
annað en koma þaki yfir sig og
sína. Það er kannski fyrst núna
sem maður er farinn að hugsa
um eitthvað annað en vinnuna.
Ég starfa með Kiwanis og tek
þar þátt í allskyns fjáröflunum.
Svo hef ég gaman af því að lesa
ævisögur og þjóðlegan fróðleik.
Ég er antísportisti og horfi því
ekki á íþróttir en er auðvitað fíkill
á fréttir og veður og spurninga-
þætti. Annars er maður orðinn
svo hundlatur í seinni tíð. Ég er
meira að segja hættur að nenna
að drekka brennivín,“ segir Arnar
brosandi. – Huldar Breiðfjörð.
Í tilefni af frétt BB um að KNH
ehf hafi verið tekið til gjaldþrota-
skipta vill Vegagerðin taka eftir-
farandi fram: „Verktakafyrirtæk-
ið KNH ehf. á Ísafirði hefur í
mörg ár verið einn af stærri sam-
starfsaðilum Vegagerðarinnar
við vegagerð í landinu, staðið
sig ágætlega og skilað góðum
verkum sem ástæða er til að
þakka fyrir. Undanfarin misseri
hefur fyrirtækið unnið að þremur
verkefnum sem nefnd eru í frétt-
inni. Engu þeirra er lokið þótt
lítið sé eftir af einu þeirra; Suð-
urstrandavegi, og því ekki rétt
að illa hafi gengið að fá Vega-
gerðina til að ganga frá uppgjöri,
því endanlegt uppgjör fer ekki
fram fyrr en við verklok,“ segir í
tilkynningu frá Vegagerðinni.
Þar segir ennfremur: „Ágrein-
ingur hefur hins vegar verið uppi
um ýmsar kröfur verktakans, sem
Vegagerðin hefur reynt að mæta
með sanngirni, en því fer fjarri
að sýnt hafi verið fram á réttmæt-
ar kröfur upp á hundruð milljóna
króna. Að mati Vegagerðarinnar
er lítið ef nokkuð ógreitt fyrir
þau verk sem unnin hafa verið
og því útilokað að uppgjör á kröf-
um hefði haft nein úrslitaáhrif á
fjárhagslega endurskipulagningu
KNH ehf.“
– thelma@bb.is
Athugasemd frá Vegagerðinni
vegna fréttar um gjaldþrot KNH
KNH tekið til
gjaldþrotaskipta
Stjórn verktakafyrirtækisins KNH
ehf., á Ísafirði lagði í síðustu
viku fram beiðni til Héraðsdóms
Vestfjarða um að félagið yrði
tekið til gjaldþrotaskipta. Allt frá
upphafi síðasta árs hafa stjórn-
endur fyrirtækisins leitað leiða
til að endurskipuleggja fjárhag
félagsins og rekstur. Í byrjun maí
á síðasta ári fékkst heimild hér-
aðsdóms til greiðslustöðvunar
sem stóð til 24. nóvember. Í fram-
haldinu var óskað eftir heimild
dómsins að leita nauðasamninga
á grundvelli framlagðs frumvarps
um nauðasamninga.
„Skipaður umsjónarmaður fé-
lagsins á nauðasamningstíma
sendi Hérðasdómi Vestfjarða síð-
an bréf þar sem hann beindi þeim
tilmælum til dómsins að heimild
til nauðasamninga yrði afturköll-
uð, þar sem stjórnendum félags-
ins hafi ekki tekist að sýna fram
á getu félagsins til að greiða þann
kostnað sem félli á það á nauða-
samningstímanum. Föstudaginn
13. janúar síðastliðinn var heim-
ild félagsins til nauðasaminga
síðan afturkölluð og í beinu fram-
haldi af því hefur það orðið nið-
urstaða stjórnar félagsins, að í
þessari stöðu verði ekki hjá því
komist að leggja fram beiðni til
Héraðsdóms Vestfjarða um að
bú félagsins verði tekið til gjald-
þrotaskipta,“ segir í tilkynningu.
Þar segir ennfremur: „Stjórn
félagsins harmar þá niðurstöðu
sem komin er í þessu máli. Fé-
lagið hóf rekstur árið 1995 og
þegar mest umsvif voru hjá fé-
laginu störfuðu um 100 manns
hjá því og verkefni stór sem smá
hafa verið unnin á vegum þessu
um land allt. Öllum starfsmönn-
um félagsins var sagt upp störfum
1. nóvember s.l. og voru það á
fjórða tug starfsmanna. Stærsti
verkkaupi félagsins hefur verið
Vegagerðin og samskiptin við
hana verið góð á flesta lund.
Félagið hefur til dæmis lagt um
246 km. af vegum um land allt,
þar af 226 km. með bundnu slit-
lagi og á í dag aðeins ólokið
hluta af verkinu „Vopnafjörður-
Bunguflói“ austur á fjörðum, eða
hluta af svokallaðri „Millidala-
leið.“ Þá á félagið lítils háttar
verkefni eftir á Barðaströnd í
verkinu „Kraká-Skálanes.“ Alls
eru þetta um 12 km. sem eftir er
að ganga frá en uppbyggingu að
mestu lokið. Stór verkefni hafa
ennfremur verið unnin fyrir einka-
aðila og lögaðila á starfstíma fé-
lagsins, má þar meðal annars
nefna snjóflóðavarnir á Ísafirði
og Bíldudal.
Þegar halla tók undan fæti eftir
efnahags- og bankahrunið 2008,
fór hins vegar að bera á hnökrum
í samskiptunum og var svo komið
á síðastliðnu ári að ekkert gekk
né rak í því að fá Vegagerðina til
að ganga frá uppgjörum vegna
tveggja stórra verka, þ.e. verkefn-
anna „Vopnafjörður – Bungu-
flói“ og „Suðurstrandavegur“.
Taka ber fram að þessa döpru
samskiptasögu er ekki unnt að
yfirfæra á Vegagerðina í heild
sinni, þetta á aðeins við einstakar
umdæmisskrifstofur sem hafa
umsjón með þessu máli. Kröfu-
gerð félagsins á Vegagerðina er
hundruðir milljóna króna og sam-
kvæmt áformum félagsins hefði
hluti þeirra krafna dugað til að
greiða áfallinn kostnað á greið-
slustöðvunar- og nauðasamn-
ingstíma. Auk þessara samskipta-
erfiðleika verður því ekki leynt
að staða verkefna í íslensku sam-
félagi fyrir jarðvinnuverktaka er
ekki uppörvandi og ljóst að þessi
verktakastarfsemi er ekki enn
komin á botnin og mun verða
lengi að ná sér að nýju með
óbreyttum áformum stjórnvalda,“
segir í tilkynningu frá félaginu.