Bæjarins besta - 26.01.2012, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 2012 13
Steingrímur Jónsson, bóndi á
Efri-Engidal í Skutulsfirði, segir
niðurstöður beitartilraunar í daln-
um breyta litlu og leitar réttar
síns með aðstoð lögmanns. Beit-
artilraunin sem gerð var í ná-
grenni við sorpbrennslustöðina
Funa í Skutulsfirði sýnir að
svæðið hentar aftur til búfjár-
halds og ætlar Matvælastofnun
að aflétta banni á nýtingu fóðurs.
Ráðlegt er þó talið að vakta af-
urðir fyrst um sinn, sérstaklega
er varðar kýr og hross.
Steingrímur segir í samtali við
Fréttablaðið að þrátt fyrir að nið-
urstöðurnar segi að fóðra megi
skepnurnar þá sé nýr bústofn eins
og hann átti fyrir ekki galdraður
fram, enda myndi það kosta fimm
til átta milljónir að kaupa hann
aftur. Hann felldi allan sinn bú-
stofn: 80 kindur og 19 nautgripi.
Eins var 200 kindum fargað frá
öðrum bændum í dalnum.
Matvælastofnun (MAST) skip-
aði fyrir ári sérfræðihóp til að meta
áhrif díoxínmengunar á framtíð
búskapar í Skutulsfirði. Hópur-
inn skilaði skýrslu í vor þar sem
lagt var til að gerð yrði beitartil-
raun til að ganga úr skugga um
hvort gripir sem þar ganga tækju
upp díoxín úr gróðri á svæðinu.
Þrjár ær og fjögur lömb voru á
beit í sérstöku hólfi í landi Kirkju-
bóls í Engidal. Þeim var slátrað í
haust til efnagreiningar og sýna-
töku. Þess má geta að Umhverf-
isstofnun hafði fyrr gefið út að
jarðvegur á svæðinu væri hættu-
laus, og höfðu bæjaryfirvöld á
Ísafirði gert athugasemdir vegna
þess að stofnanirnar væru tvísaga
um hvort landið væri nýtanlegt.
Niðurstaða beitartilraunarinn-
ar er að þó að mengun sé enn til
staðar, er ekki talið tilefni til að
ætla að sauðfé taki lengur upp
mikið magn díoxíns í gegnum
beitina á svæðinu. Gert er ráð
fyrir að áfram dragi úr mengun,
en sorpbrennslustöðin er ekki
lengur í rekstri. Kjartan Hreins-
son, sérgreinadýralæknir hjá
MAST, segir í samtali við Frétta-
blaðið niðurstöðuna þá bestu úr
því sem komið var í vondri stöðu.
Banni til framleiðslu og sölu af-
urða sé aflétt. „Það þarf samt
eitthvað að fylgjast með þessu.
Díoxín mælist aðeins hærra en í
landinu almennt en þau eru undir
öllum viðmiðunargildum.“
Hæsta gildið sem mældist í
beitartilrauninni var 60% yfir að-
gerðarmörkum, en fari matvæli
yfir þau mörk, ber að leita
uppsprettu og draga úr losun út í
umhverfið. „Ég held að þetta sé
mjög góð niðurstaða fyrir búskap
á þessu svæði,“ segir Kjartan.
Leitar réttar síns
Minni áhorfendastúka í skoðun
Fram hefur komið sú hugmynd
að fyrsti áfangi byggingu áhorf-
endastúku á Torfnesi verði minn-
kaður þannig að í fyrstu verði
einungis gert ráð fyrir 300 manna
stúku. Hún yrði þar af leiðandi
mun styttri og kostnaður yrði
væntanlega minni sem því nemur
en upphafleg áætlun gerði ráð
fyrir 36 milljóna króna kostnaði
við fyrsta áfanga. Þetta kemur fram
í minnisblaði Daníels Jakobsson-
ar, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar,
sem lagt hefur verið fyrir bæjar-
ráð.
Um nokkurt skeið hefur Hér-
aðssamband Vestfirðinga í sam-
starfi við Boltafélag Ísafjarðar,
Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar
og áhugamannafélag um bygg-
ingu stúku átt í viðræðum við
Ísafjarðarbæ um aðkomu bæjar-
ins að byggingu áhorfendastúku
og aðstöðu fyrir skotíþróttamenn.
Félagið hafði í hyggju að byggja
rúmlega 500 manna stúku með
50 metra langri skotbraut fyrir
skotíþróttamenn í rými undir
stúkunni.
Eins og kunnugt er setur Knatt-
spyrnusamband Íslands (KSÍ)
fram ákveðnar kröfur um aðstöðu
og aðbúnað fyrir þau félög sem
keppa í deildarkerfinu í knatt-
spyrnu. Fram að þessu hefur fé-
lögum verið veittur frestur til
framkvæmda en nú hefur KSÍ
ákveðið að ekki verði veittir frek-
ari frestir en til 2012. Þó er KSÍ
heimilt að veita félagi sem kemur
upp í 1. deild í fyrsta skipti eftir
2006 eins árs aðlögunartíma ef
samþykktur leikvangur finnst
ekki innan hæfilegrar fjarlægðar
frá aðsetri félags. Sá tími er út-
runninn hjá BÍ.
Til að mega spila í fyrstu deild
er gerð krafa um að völlurinn
uppfylli kröfur samkvæmt C
flokki sem þýðir að vellir þurfa
að hafa 300 aðskilin sæti. Ekki
er gerð krafa um yfirbyggð sæti.
Áhugamannafélag um bygg-
ingu stúkunnar fór fram á að Ísa-
fjarðarbær myndi leggja til 10 millj-
ónir króna til byggingar rúmlega
500 manna áhorfendastúku með
aðstöðu undir henni fyrir skotfé-
lagið. Í minnisblaði bæjarstjóra
er nú óskað eftir afstöðu bæjarins
til þess hvort hugsanlegt sé að
bærinn komi að byggingu áhorf-
endastúkunnar þannig að gert
verði ráð fyrir að heildarkostn-
aður við bygginguna yrði 21
milljónir. Bærinn myndi leggja
til þriðjung þess eða 7 milljónir
krónur, þar af yrði lóð og bygg-
ingarleyfisgjöld metin á 1 milljón
króna en afgangurinn greiddur í
tvennu lagi, 3 milljónir króna á
þessu ári og þrjár á næsta ári.
KSÍ kæmi svo með 7 milljónir
króna og BÍ og Skotfélagið með
afganginn. Þá yrði hluti vinnunn-
ar væntanlega unninn í sjálfboða-
vinnu.
Við verklok fyrsta áfanga
myndi Ísafjarðarbær eignast
mannvirkið. „Áætlaður rekstrar-
kostnaður er óverulegur en hug-
myndir eru uppi að byggja
mannvirkið þannig að viðhalds-
kostnaður sé í lágmarki. Ekki er
gert ráð fyrir að rýmið undir stúk-
unni sé upphitað í fyrsta áfanga,“
segir í minnisblaði bæjarstjóra.
Bæjarráð frestaði afgreiðslu á
erindinu og verður það tekið aftur
fyrir í bæjarráði síðar.
– thelma@bb.is
Torfnesvöllur.
Engidalur í Skutulsfirði.
Alls voru taldir 17.500 fuglar
af 35 tegundum í árvissri vetr-
artalningu á fuglum á norðan-
verðum Vestfjörðum. Talið var
í Bolungarvík, á Óshlíð, í Skut-
ulsfirði, Álftafirði, Súganda-
firði, Önundarfirði og í Dýra-
firði í kringum áramótin. Mest
var æðarfugli eða tæplega 10
þúsund fuglar. Hávellur voru
rúmlega 1600, hvítmáfar 1220,
ógreindir máfar (hvít- eða
bjartmáfar) 1040, snjótittlingar
tæpir 1100 og aðrar tegundir voru
undir þúsund.
Af flækingum voru þrír æðar-
kóngar, tveir gráþrestir og einn
svartþröstur. Sá síðast nefndi er
reyndar varpfugl á Íslandi en telst
frekar til flækingsfugla á Vest-
fjörðum. Óvenjulega stór hópur
(30) sást af lómi í Önundarfirði.
„Það náðist ekki að telja eitt
svæði og tvö voru aðeins talin að
hluta. Eitt svæðið er Óshlíðin
en vegna snjóflóða var leiðin
alveg ófær. Samt náðist að telja
1/3 af því svæði. Öll svæðin
voru talin úr bíl nema eitt sem
var Tungudalur á Ísafirði, það
svæði var talið á gönguskíð-
um,“ segir á vef Náttúrustofu
Vestfjarða sem hafði umsjón
með talningunni. Nánari upp-
lýsingar um fjölda fugla má
finna á nave.is.
Mest af æðarfugli
meðal vetrarfugla
Óvenjulega stór hópur sást af lómi í Önundarfirði.