Bæjarins besta - 26.01.2012, Síða 11
FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 2012 11
„Reglan hjá okkur er að setja
ekki mannskap í hættu við að
hreinsa upp bensínflekki á sjó.
Það er því meginlínan að fylgjast
vel með og meta hvort að það
séu einhver svæði sem þurfi að
verja sérstaklega þegar svona
kemur upp. Við eigum eftir að
funda með Heilbrigðiseftirliti
Vestfjarða og þá metum við stöð-
una betur,“ segir Kristján Geirs-
son, deildarstjóri umhverfis-
verndar hjá Umhverfisstofnun,
en óttast er að um 25 þúsund
lítrar af bensíni hafi lekið út í
jarðveg og sjó þegar tankbíll
Skeljungs valt á veginum í Hest-
firði í Ísafjarðardjúpi. Þar sem
slysið varð á landi en ekki sjó,
kemur Umhverfisstofnun ekki
beint að slysinu. Það var slökkvi-
lið Ísafjarðarbæjar sem brást fyrst
við en síðan fylgist Heilbrigðis-
eftirlit Vestfjarða með frágangi
á svæðinu.
„Núna er hávetur og lífríki í
algeru lágmarki og því ekki mikil
hætta fyrir það sem slíkt. Það eru
ekki langtímaáhrif af bensín-
mengun líkt og olíu. Bensín gufar
mjög fljótt upp og blandast við
sjóinn, þynnist og dreifist. Síðan
tekur við náttúrlegt ferli sem eyð-
ir því,“ segir Kristján og bætir
við að ef hreyfing sé á sjó þá taki
það aðeins nokkra klukkustundir
fyrir lífríkið að losna við bensínið
en ef það er stilla gæti það tekið
nokkra daga.
Að sögn Kristjáns drepast líf-
verur sem verða fyrir umtals-
verðri bensínmengun fljótt en
það fer allt eftir magni hver áhrif-
in verða. Fuglar verða fyrir bruna
þegar þeir komast í snertingu við
bensín og þá leysir bensínið upp
fitulagið í fuglinum. „Hins vegar
er bensínið fljótt að skolast í burtu
þannig að ekki eru langtímaáhrif
líkt og þegar um olíu er að ræða.
Bensínið getur líka farið í fisk en
að fer eftir því hve mengunin er
mikil hver áhrifin verða, en ef
mengunin er mikil þá drepst fisk-
urinn. Það eru margir þættir sem
hafa áhrif á það hvort hagkvæm-
ara sé að hafa vöruflutninga á sjó
eða landi. Sem dæmi má nefna
álag á vegum, losun gróðurhúsa-
lofttegunda og mengunarefna,
hættur á umferð og mengunar-
óhöpp, en þau geta auðvitað orðið
á sjó líka. En af umhverfissjónar-
miðum hefur stofnunin aðhyllst
heldur sjóflutninga frekar en land-
flutninga þegar kemur að flutn-
ingum á bensíni og olíu.“
Langtímaáhrif af bensínmengun lítil
Spyr hvort rétt sé að flytja hættu-
lega farma við allskyns aðstæður
„Þetta er vissulega svakalegt
slys en það sem maður horfir mest
í er að ekki urðu slys á fólki,“
segir Ómar Már Jónsson sveitar-
stjóri Súðavíkurhrepps inntur
eftir viðbrögðum við mengunar-
slysinu í Hestfirði í síðustu viku.
Ómar var sjálfur á leið vestur
umrætt kvöld en þurfti frá að
hverfa og gisti í Reykjanesi.
Hann var í sambandi við lögreglu
og aðra aðila á staðnum eftir slys-
ið. „Allt verkferlið sem fór í gang
frá því að ljóst var hvað hafði
gerst, finnst mér hafa verið alveg
til fyrirmyndar. Öllum vegfar-
endum var meinaður aðgangur
þar til búið var að fyrirbyggja
frekari slys með því að sandbera,
aftengja rafgeymana og úða
froðu yfir bílinn. Allt ferlið lýsti
mikilli fagmennsku. Við erum
með gott kerfi sem sýndi þarna
að það virkar.“
Ómar segist ekki vita hvað taki
við næst en kanna þarf umfang
umhverfistjónsins. Talið er að
25.000 lítrar af bensíni hafi lekið
úr tank bílsins í jarðveg og jafnvel
út í sjó. „Maður veit ekki hversu
mikið tjón þetta er. Sérfræðingar
munu fara í að meta það hvaða
áhrif þetta hefur. Það er vitað að
bensín er mjög rokgjarnt og gufar
fljótt upp svo vonandi verða
áhrifin minni en ætla mætti í upp-
hafi.“
Ómar segir slysið vekja upp þá
spurningu hvort rétt sé að flytja
hættulega farma með bíl við
hvaða aðstæður sem er. „Í kjölfar
slyssins finnst mér rétt að skoða
við hvaða aðstæður verið er að
flytja svona farm. Umræddan dag
var glerhált, myrkur og slæmt
veður sem vissulega eykur hætt-
una á að svona lagað gerist. Ég
held því að það sé mjög mikil-
vægt að það verði metið hvort
ekki þurfi að koma á einhverjum
reglum um að við vissar aðstæður
séu ekki bílar á ferli á vegum
landsins með hættulega farma.“
Ómar segir erfitt að meta að
svo stöddu hvort slysið geti haft
langtíma afleiðingar. „Maður
veit ekkert með vissu núna og
vonar auðvitað það besta. En það
er þó aldrei að vita. Súðavíkur-
hreppur er til dæmis um þessar
mundir að taka fyrir erindi frá
aðilum sem vilja stórauka fisk-
eldi í Djúpinu og leggja mikið
fjármagn í það. Það skiptir því
mjög miklu máli að fundnar
verða leiðir til að tryggja ekki
skapist stórhætta á umhverfis-
spjöllum. Ef þetta hefði nú verið
olía sem var í bílnum stæðum við
frammi fyrir allt öðrum vanda.
Þó þetta hafi vissulega verið al-
varlegt þá er mikil mildi að ekki
verr.“ – thelma@bb.is
Eins og sjá má var tankbíll Skeljungs mikið skemmdur eftir veltuna.