Bæjarins besta - 26.01.2012, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 2012
Ekki sátt við vinnu-
brögð Ísafjarðarbæjar
„Ísafjarðarbær er búinn að láta
meta húsið og hefur þar með sett
verðmiða á það,“ segir Ásthildur
Cesil Þórðardóttir íbúi að Selja-
landsvegi 100 á Ísafirði en bæjar-
ráð Ísafjarðarbæjar ákvað í febr-
úar á síðasta ári að hefja viðræður
um uppkaup á fasteign hennar
sem og fasteigninni að Selja-
landsvegi 102, vegna fyrirhug-
aðra varnargarða sem reisa á neð-
an Gleiðarhjalla í Skutulsfirði.
Ásthildur segist hvorki sátt við
vinnubrögð Ísafjarðarbæjar né að
þurfa að flytja.
„Ég er engan veginn sátt við
þetta og mun nota allt mitt til að
berjast gegn þessu. Þeir ætla að
henda mér og fjölskyldu minni
út úr húsinu og láta mig hafa
pening sem dugar rétt til að kaupa
blokkaríbúð. Þetta er þó ekki
spurning um hvað ég fæ fyrir
húsið, heldur að ég vil fá að vera
þarna áfram,“ segir Ásthildur.
„Það á að fara með varnar-
garðinn inn fyrir Engi og þar
með eyðileggja þrjátíu ára starf í
ræktun. Ég vil ekki láta umturna
mínu lífi og rústa öllu því sem ég
hef unnið að síðan 1986 sem og
að ég standi á götunni með fjög-
urra manna fjölskyldu,“ segir Ást-
hildur sem spyr hvaða almanna-
hagsmunir séu í húfi því engin
íbúðarbyggð sé fyrir neðan hana
og aðeins einn íbúi fyrir innan.
Þá er Ásthildur ósátt við vinnu-
brögð Ísafjarðarbæjar í málinu.
Hún segir að litlar sem engar
upplýsingar hafi borist frá bæjar-
yfirvöldum þar til henni barst
bréf um mat á húsinu. Ekki hafi
enn verið haft samband við íbú-
ana og að hún hafi fyrst lesið um
að til stæði að fara í uppkaup á
fasteign hennar í BB í febrúar á
síðasta ári.
– asta@bb.is
Fasteign Ásthildar við Seljalandsveg 100.
Eiríkur Finnur
til Arctic Odda
Eiríkur Finnur Greipsson
hefur verið ráðinn fjármála-
stjóri Arctic Odda ehf., á Flat-
eyri, sem keypti eignir þrota-
bús Eyrarodda ehf., á síðasta
ári. Þá kemur Eiríkur Finnur
einnig til með að starfa fyrir
fiskeldisfyrirtækiðDýrfisk
ehf., sem er að hluta í eigu
Arctic Odda. Forsvarsmenn
fyrirtækisins hafa í hyggju að
efla fiskvinnslu á Flateyri og
auka silungseldi í Dýrafirði
innan tveggja ára.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar
hefur fjallað um breyttar regl-
ur vegna úthlutunar byggða-
kvóta fyrir yfirstandandi fisk-
veiðiár, en ný viðmið við út-
hlutun kvótans munu breyta
mestu fyrir Flateyri, þar sem
miða skal við landaðan afla
síðustu þrjú fiskveiðiár. Ljóst
er að báturinn Stjáni Ebbi ÍS,
sem er í eigu Arctic Odda,
mun hagnast hvað mest við
breytingarnar. Eiríkur Finnur
er jafnframt formaður bæjar-
ráðs Ísafjarðarbæjar.
„Ég sagði mig frá málinu á
föstudag í síðustu viku þegar
það var ljóst að ég myndi þiggja
starfið hjá Arctic Odda. Ég sá
strax að þetta mál myndi valda
titringi, en það er auðvitað
alveg ljóst að fjármálastjóri
svona fyrirtækis hefur mikla
hagsmuni af því að fyrirtækið
fái mikinn byggðakvóta,“
segir Eiríkur Finnur.
„Byggðakvótinn hefur það
víðtæk áhrif að við sjálfstæð-
ismenn áttum í vandræðum
með að finna aðila á okkar 18
manna lista sem ekki hafði
hagsmuni að gæta til að af-
greiða málið,“ segir Eiríkur
Finnur en það var Hlynur
Kristjánsson sem tók sæti í
bæjarstjórn fyrir hönd sjálf-
stæðismanna við afgreiðslu
málsins.
– asta@bb.is
Tölvuþjónustun Snerpa á Ísa-
firði hefur gengið frá kaupum á
hýsingarreksti fyrirtækisins Net-
heima. Rekstur Netheima var
endurskipulagður fyrir nokkru og
hefur hýsingarþjónustan í milli-
tíðinni verið í umsjón Særafs sem
tók við flestum þeim verkefnum
sem Netheimar sinntu áður.
„Einn af þeim þáttum í rekstri
Netheima, þ.e. hýsingarrekstur-
inn, var ljóst að var til sölu við
þessar breytingar og eftir nánari
skoðun varð úr að Snerpa keypti
þennan hluta rekstursins. Í því
felst að Snerpa kaupir m.a. af
Netheimum allan vélbúnað sem
notaður var til þjónustunnar og
munu viðskiptavinir Netheima
að þessu leyti því framvegis verða
í viðskiptum við Snerpu,“ segir
á vef tölvuþjónustunnar.
Salan á sér nokkurn aðdrag-
anda og var viðskiptavinum kynnt
væntanleg breyting á frumstigi
samningaviðræðna og áhersla
lögð á að rask af breytingunum
yrði sem minnst. Ýmsir nýir
möguleikar opnast þó við yfir-
færslu þjónustunnar og verða þær
betur kynnntar viðkomandi við-
skiptavinum í framhaldinu.
Snerpa kaupir hýsingarrekstur Netheima
Ferðaþjónustufyrirtækið Bor-
ea Adventures á Ísafirði hefur
aflýst ferðum til Jan Mayen sem
skipulagðar höfðu verið í sumar.
Eyjan var gerð að friðlandi fyrir
um einu og hálfu ár og þar með
var umferð um eyjuna takmörk-
uð. Ekki fæst lendingarleyfi á
tveimur afmörkuðu svæðum og
þá eru allar tjaldbúðir á stærstum
hluta eyjunnar bannaðar. Að sögn
Sigurðar Jónsonar, annars eig-
enda Borea Adventures, var fyrir-
tækið á hálfgerðri undanþágu frá
þessum reglum en sú undanþága
fæst ekki framlengd. „Okkur er
ekki beinlínis bannað að fara á
eyjuna en þetta gerir okkur það
erfitt fyrir að við verðum að hætta
við,“ segir Sigurður.
„Helsta ástæða þess að við höf-
um farið til Jan Mayen eru ferðir
á fjallið Beerenberg en miðað
við núverandi reglur þá er nánast
ómögulegt að komast að fjallinu.
Við fáum t.d. ekki að fara í land
nálægt því, heldur verðum að
leggja að hinum megin á eyjunni.
Við ákváðum af þeim sökum að
aflýsa tveimur ferðum sem átti
að fara í sumar,“ segir Sigurður,
en áfram verður fylgst með þró-
uninni og hvort að einhverjar
breytingar verða á túlkun á regl-
um Norðmanna um umgengni á
eyjunni.
„Þetta er auðvitað leiðinleg
þróun og tekur svolitla sneið úr
starfi okkar. Þetta var orðið að
sérsviði hjá okkur þar sem við
vorum eina fyrirtækið sem var
með fastar ferðir til Jan Mayen.
En það opnast einhver ný tæki-
færi annars staðar. Við ætlum að
leggja meiri áherslu á ferðirnar á
Hornstrandir og Jökulfirði en
bókanir eru fínar fyrir sumarið.
Þá ætlum við að halda því opnu
að fara í aðra ferðina til Jan May-
en, ef fólk vill vera á eigin ábyrgð
á eyjunni.“
– asta@bb.is
Aflýsa Jan Mayen ferðum
Sigurður Jónsson, annar eigandi Borea Adventures.