Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.02.2012, Qupperneq 6

Bæjarins besta - 09.02.2012, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2012 Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564. Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is. Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, thelma@bb.is. · Ásta María Sverrisdóttir, sími 824 0644, asta@bb.is · Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson. Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is. Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson. Lausasöluverð er kr. 400 eintakið með vsk. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. ISSN 1670 - 021X Spurningin Treystir þú íslenskum stjórnmálamönnum? Alls svöruðu 651. Já sögðu 60 eða 9% Nei sögðu 556 eða 86% Veit ekki sögðu 35 eða 5% Netspurningin er birt viku- lega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Ritstjórnargrein Kunnuglegt stef Skuttogarinn Ísbjörn ÍS 304 kom til heimahafnar á Ísafirði í fyrsta sinn síðdegis á fimmtudag. Gunnbjörn ÍS 302 sem var að koma inn til löndunar á Ísafirði, var samferða Ísbirninum inn Djúpið og að bryggju. Nú tekur við vinna við að gera skipið til- búið til veiða og fara næstu vikur í það. „Við gefum okkur allavega febrúar í að gera skipið klárt fyrir veiðarnar. Iðnaðarmennirnir okk- ar fara nú á fullt við að gera allt klárt,“ segir Jón Guðbjartsson stjórnarformaður rækjuvinnsl- unnar Kampa og eigandi útgerð- arfélagsins Birnis sem stóðu sam- eiginlega að kaupum skipsins. Með tilkomu skipsins er ætlun- in að treysta enn frekar hráefnis- öflun fyrir rækjuverksmiðjuna Kampa af eigin skipum. Skipið hét áður Borgin og hefur undan- farin ár verið skráð í Litháen en er smíðuð í Noregi árið 1984 fyrir grænlenska útgerðaraðila og fékk þá nafnið Vilhelm Egede. Það var síðan selt til Íslands og hét þá Gissur ÁR og Hersir ÁR. Síðar var skipinu flaggað út undir litháískum fána og fékk þá nafnið Borgin. Undanfarin 2-3 ár hefur skipið legið í höfn í Reykjavík eftir að fyrrverandi útgerð komst í þrot og var skipið komið í eigu Íslandsbanka. Skipið er 1.103 brúttótonn að stærð með 2.300 hestafla aðalvél. Frystigeta er um 40 tonn á sólar- hring og það hefur 450 tonna burðargetu af frosnum afurðum. Gert er ráð fyrir að í áhöfn verði 12 menn í hverri veiðiferð þannig að væntanlega verður heildar- fjöldi í áhöfn 20 - 25 menn. Að sögn Jóns hefur gengið ágætlega að manna skipið þó því sé enn ekki full lokið. – thelma@bb.is Vel var tekið á móti Ísbirninum þegar hann kom til heimahafnar. Þó nokkrir færðu eigendum skipsins blóm við tilefnið. Ísbjörn í Ísafjarðar- höfn Helgarveðrið Horfur á föstudag: Stíf vestan - og suðvest- anátt og él, en bjarðviðri Austanlands. Hiti í kring- um frostmark. Horfur á laugardag: SV-átt framan af degi og úrkomulítið, en síðan sunnanátt með slyddu eða rigningu. Víða frost 0-5 stig en hlýnar sunnan og vestalands síðdegis. Horfur á sunnudag: Útlit fyrir suðlæga átt með úrkomu. Um leið og örlar á auknum fjárframlögum til vegagerðar utan þétt- býliskjarnans sem nær frá miðvesturlandi og austur fyrir fjall, eru strax uppi efasemdarraddir um þörfina til þess arna, umfram það sem þurfa kann til brúklegs sumarvegar til þess sem kalla mætti atvinnu- kjarna (byggðakjarna), margra ára gamalt fyrirheit og loforð stjórn- valda sem lítið bólar á, og troðninga innan þessara vinnusvæða, þar sem þörfin fyrir aukið öryggi á fjölförnum leiðum fari stöðugt vax- andi, þar sé peninga þörf. Við þetta viðhorf úr röðum hinna mörgu hafa hinir fáu mátt búa lengur en elstu menn muna. Að þessu sinni er stefið kyrjað af býsn yfir þeirri ákvörðun Alþing- is að ætla um 13 milljarða króna til vegaframkvæmda á norðvestur- svæði landsins, samkvæmt samgönguáætlun er spannar árin 2011 til 2014. Rökin fyrir því að hlutfallslega meira fé fari nú í verkefni á Vestfjörðum, en í öðrum landshlutum á tilgreindu tímabili, eru að þar búi menn ekki við sambærilega samgöngumöguleika og íbúar annarra landshluta. Auðvitað viljum við öll hafa sem mest öryggi í samgöng- um, burt séð frá því hvort þær eru á sjó, í lofti eða á láði. Augljóst ætti þó að vera að áður en farið er að krefjast aukins öryggis á vegum, al- mennt séð, þurfa vegirnir að vera til staðar. Það er heila meinið. Þá vantar ansi víða á Vestfjörðum. Bæjarins besta hefur árum saman klifað á þeirri staðreynd að við vegagerð á Íslandi á ekki að ganga út frá því sem sjálfsögðum hlut að klungrast yfir fjöll og firnindi. Íslensk vetrarveðrátta ætti fyrir löngu að vera búin að kenna okkur þá lexíu að fjallabaksleiðir henta ekki fyrir samgöngur í almannaþágu. Vestfirðingum eru því mikil von- brigði að Dýrafjarðargöngum hafi enn eina ferðina verið frestað, að þessu sinni um 8 ár. Lokun vegarins milli Ísafjarðar og Súðavíkur vegna snjóflóðahættu, fyrir nokkru, var áminning um að samgöngur í landshlutum eins og Vestfjörðum og Austfjörðum, svo gleggstu dæmin séu tekin, verða ekki leystar svo viðunandi sé með hálendis- vegum. Staðan í þjóðfélaginu kann hins vegar að vera sú, að um sinn verði að bíta á jaxlinn. Því eru Vestfirðingar öðrum vanari þegar kemur að vegagerð. Möndullinn ,,Stundum er sagt að við hér fyrir vestan séum duglegastir að eyða okkur sjálfir. Þá er verið að vísa til þess hugsunarháttar að sjá alltaf flísina í auga náungans en ekki bjálkann í sínu eigin. - Það er alveg ljóst að við verðum að fara að standa meira saman og horfa á samfé- lagið okkar sem heild.“ Þessi tilvísun í viðtal BB við Adda í Ármúla undirstrikar það sem blaðið hefur klifað á árum saman, að möndullinn að betri tíð á Vestfjörðum er órofa samstaða íbúanna. s.h.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.