Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.02.2012, Síða 13

Bæjarins besta - 09.02.2012, Síða 13
FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2012 13 Fasteignaskattur hækk- aður meira en til stóð Þau mistök voru gerð hjá Ísa- fjarðarbæ við álagningu fast- eignagjalda að fasteignaskatt- ur, sem er einn þriggja prós- entuálagninga fasteignagjalda, var hækkaður meira en til stóð, eða úr 0,45% á síðasta ári í 0,65% í ár í stað 0,625%. Að því er fram kemur á vef Ísa- fjarðarbæjar var ætlunin að hækka fasteignaskattinn í lög- bundið hámark en lækka vatns- og holræsagjald á móti eða úr 0,3% árið 2011 í 0,205% árið 2012 en þau mistök voru gerð að gjaldið var breytt í 0,18% í stað- inn. Álagningu fasteignagjalda er lokið og þýðir þetta að leggja þarf á að nýju. Að sögn Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, er ástæða mistakanna mannleg yfir- sjón. Ætlunin er að jafna út vatns- gjald til móts við fasteignaskatt þannig að niðurstaðan verði sú sama, heildarálagning upp á 1,08 % af fasteignamati sem er sama prósentutala og árið 2011. Heildarupphæð greið- enda ætti því að vera óbreytt og þurfa þeir sem hafa þegar greitt sín fasteignagjöld engu að breyta. Breytingar eru tilkynntar með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. Grunnskólanemum á Vestfjörð- um fækkaði um 24% á sex ára tímabili, frá 2004-2010 eða um 304 nemendur. Alls voru 942 grunnskólanemar skráðir á Vest- fjörðum árið 2010 en þeir voru 1.246 árið 2004, að því er segir í skólaskýrslu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ef litið er á landið í heild þá fækkaði nemendum mest á Vestfjörðum en fjölgaði mest á Suðurnesjum. Einnig fækkaði nemum í 1. bekk grunn- skólanna hlutfallslega mest á Vestfjörðum en fjöldaþróun þess bekkjar segir til um endurnýjun nemendahópsins. Nemendum í 1. bekk fækkaði um 37% á Vest- fjörðum, úr 135 árið 2004 í 85 árið 2010. Mesta fjölgunin var hins vegar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum þar sem aukn- ingin var rúm 20%. Hlutfall grunnskólanema mið- að við fjölda íbúa var svipað á Vestfjörðum og annar staðar á landinu eða 12,8% en hlutfallið hefur lækkað alls staðar á tíma- bilinu. Hlutfallið var þó lægst í Reykjavík eða 11,7% og á Vest- fjörðum eða 12,8%. Hæst var hlutfallið á Norðurlandi vestra eða 14,7%. Á Vestfjörðum fjölgaði kenn- urum með kennaramenntun um 57% á árunum 1998 til 2010 eða úr 77 árið 1998 í 121 árið 2010. Kennurum án kennsluréttinda fækkaði hins vegar á tímabilinu, úr 67 árið 1998 í 25 árið 2010. Þrátt fyrir þetta var hlutfall grunnskólakennara hvað lægst Vestfjörðum árið 2010 eða 83% en það var aðeins lægra á Aust- fjörðum þar sem það var 81%. Hæst var hlutfallið í Reykjavík eða 98%. Þó er athygli vakin á því að munurinn innan landshluta er ekki síst minni en milli þeirra. Þannig er t.d. hlutfall grunnskóla- kennara 100% í tíu sveitarfélög- um úti á landi og þar af í tveimur sveitarfélögum á Vestfjörðum, í Bolungarvík og í Súðavík. Lægst var hlutfallið í Árneshreppi eða 48%. Þá fækkaði nemendum á hvert stöðugildi um 27% á Vestfjörð- um eða úr 8,9 nemendur á hvert stöðugildi árið 2000 í 6,5 árið 2010. Þannig voru grunnskólar á Vestfjörðum að meðaltali með fæsta nemendur á hvert stöðu- gildi árið 2010 meðan grunn- skólar á höfuðborgarsvæðinu, utan Reykjavíkur, voru með flesta eða 10,1. Rekstrarkostnaður grunnskóla á Vestfjörðum, Austurlandi og í Reykjavíkurborg jókst á árinu 2010 miðað við árið 2009 en rekstrarkostnaðurinn dróst sam- an í öðrum landshlutum. Meðal sveitarfélaga á Vestfjörðum voru rekstrarútgjöld vegna grunnskóla sem hlutfall af skatttekjum hæst hjá Árneshreppi eða 81%, en hlut- fallið var lægst hjá Ísafjarðarbæ eða 31%. – asta@bb.is Grunnskólanemum fækkaði um 24% Morðgáta að Núpi Blásið hefur verið til svo- kallaðrar vináttuhelgar að Hótel Núpi dagana 17.-19. febrúar. „Sú vinátta sem þar svífur yfir vötnum breytist reyndar fljótlega því morð- æði grípur einhvern gest- anna,“ segir í tilkynningu. Glæpasagnahöfundurinn og umsjónarmaður helgarinnar, Ævar Örn Jósepsson, segist þó vona að helgin geti farið vel fram en hann sé ekki bjartsýnn á það í ljósi fyrri reynslu. „Það virðist vera að í hvert sinn sem ég er um- sjónarmaður svona vináttu- helgar á Hótel Búðum á Snæfellsnesi þá sé framið eitthvað hræðilegt ódæði á staðnum og einhver drepinn. Ég skil því eiginlega ekki í Núpsbræðrum að leggja í að fá mig til að stýra svona helgi því það þýðir varla nema eitt,“ segir Ævar Örn. Morðgátan er sérsniðin að aðstæðum fyrir vestan og geta gestir helgarinnar fetað í fótspor Sherlock Holmes, Matlocks nú eða Jessicu Fletcher í Murder she Wrote og aðstoðað rannsóknarlög- regluna við að leysa stórt morðmál. Glæpafélag Vest- fjarða aðstoðar Núpsbræður yfir helgina en til stendur að um árvissan viðburð verði að ræða ef undirtektir verða góðar. Forsvarsmenn nýstofnaðs fyr- irtækis, Trésmiðju Ísafjarðar ehf., stefna að því að hefja starfsemi á næstu dögum í húsnæði sem áður hýsti trésmíðaverkstæði TH við Sundahöfn á Ísafirði. Það eru fjórir fyrrum starfsmenn TH sem standa að hinu nýja fyrirtæki, þeir Halldór Antonsson, Vignir Guðmundsson, Júlíus Ólafsson og Einar Björnsson auk Ísfirð- ingsins Hjálmars Guðmundsson- ar, sem búsettur er í Reykjavík. „Við ráðgerum að kveikja á vél- unum öðru hvoru megin við helg- ina. Við erum mjög bjartsýnir á nýju ári og teljum að þetta gangi upp. Við höfum haft augun opin fyrir verkefnum og erum komnir með þó nokkur nú þegar. Þá er Hjálmar með verktakastarfsemi í Reykjavík og því getum við boðið í verk þar. Það er nauðsyn- legt að hafa fulltrúa á höfuð- borgarsvæðinu til að fylgjast með hvað er í gangi þar og passa upp á að við tökum þátt í útboðum sem þar bjóðast,“ segir Halldór. Eins og greint hefur verið frá hætti TH starfsemi í lok nóvem- ber og í kjölfarið misstu 30 manns vinnuna, bæði á Ísafirði og Akranesi. Að sögn Halldórs Antonsson hafa þeir félagar feng- ið húsnæði TH undir nýju starf- semina og gengið frá kaupum á þeim eignum sem þeir félagar óskuðu eftir úr þrotabúi TH. Hall- dór segir að Trésmiðja Ísafjarðar verði með trésmiðju í hæsta gæðaflokki enda séu þeir félagar hoknir af reynslu eftir mörg ár í trésmíðabransanum. „Stefnan er að þjónusta Vest- firðinga og aðra landsmenn með innréttingar og hurðir. Við leggj- um sérstaka áhersla á vönduð vinnubrögð og að tímasetningar afhendinga standist. Við erum með tilboðsgerð og hönnun á inn- réttingum, þannig að fólk getur fengið þær teiknaðar fyrir sig hjá okkur. Þá verður sérstök áhersla lögð á flókna smíði, þ.e. við mun- um smíða stiga, afgreiðslur, hús- gögn og fleira. Svo bjóðum við upp á úrvinnslu hugmynda. Fólk getur mætt á staðinn til skrafs og ráðagerða. Þannig að það er ým- islegt sem við ætlum að gera,“ segir Halldór. Þá er fyrirtækið í samtarfi við Eldaskálann í Reykjavík, líkt og TH á sínum tíma. – asta@bb.is Trésmiðja Ísafjarðar hefur starfsemi Vignir Guðmundsson, Halldór Antonsson og Júlíus Ólafsson. Á myndina vantar Einar Björnsson og Hjálmar Guðmundsson.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.