Bæjarins besta - 23.08.2012, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2012
Tillaga að breytingu
á deiliskipulagi Klifs,
snjóflóðavarna
í Vesturbyggð
Bæjarstjórn Vesturbyggðar lengir hér með
áður auglýstan frest vegna breytingar á deil-
sikipulagi Klifs, snjóflóðavörnum Vestur-
byggð. Samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulags-
laga nr. 123/2010.
Deiliskipualgsbreytingin felur í sér að sýndur
er slóði að framkvæmdasvæði varnargarðs á
Patreksfirði ofan Sigtúns.
Breytingingartillagan verður til sýnis á bæjar-
skrifstofunni Aðalstræti 63 og á heimasíðu
sveitarfélagsins. Frestur til þess að skila inn
athugasemdum er hér með lengdur til 5. októ-
ber 2012.
Bæjarstjóri Vesturbyggðar
Atvinna
Orkubú Vestfjarða óskar eftir ráða starfsmann
í vinnuflokk rafveitu á Ísafirði.
Ekki er gerð krafa um rafmagnsmenntun, en
meirapróf og vinnuvélaréttindi eru kostur.
Upplýsingar um starfið veitir verkstjóri
vinnuflokks Henrý Bæringsson s: 863 0827
hb@ov.is
Umsókn um starfið skal skila til fram-
kvæmdastjóra rafveitusviðs Halldórs V.
Magnússonar hm@ov.is
Umsóknarfrestur er til og með 3. september.
Nýr verkefnastjóri hjá menn-
ingarmiðstöðinni Edinborg
„Ég er mjög spennt að takast á
við þetta verkefni,“ segir Ólöf
Dómhildur Jóhannsdóttir, en hún
er komin til starfa sem verkefna-
stjóri hjá menningarmiðstöðinni
Edinborg á Ísafirði. Ólöf mun
skipuleggja viðburði í Edin-
borgarhúsinu og felst starf
hennar í því að styðja við og
styrkja menningarstarfsemi
hússins. „Ég vil fá listamenn að
sunnan til að koma hingað og
sýna, sem og að virkja heima-
menn. Þemað verður það sama
og áður – myndlist, tónlist og
bókmenntir og margt fleira.“
Staða Ólafar er ný af nálinni
sem fullt starf en áður hafa ýmsir
velunnarar hússins sinnt því.
Ólöf Dómhildur
Jóhannsdóttir, nýr
verkefnastjóri í Edinborg.
„Við stefnum á að fá Græn-
fánann afhentan í vor, við
höfum unnið markvisst að því
undanfarin ár,“ segir Jóna
Benediktsdóttir, aðstoðar-
skólastjóri Grunnskólans á
Ísafirði. Grænfáninn er um-
hverfismerki sem nýtur virð-
ingar víða í Evrópu sem tákn
um árangursríka fræðslu og
umhverfisstefnu í skólum.
Þeir skólar sem vilja komast
á „græna grein“ í umhverfis-
málum þurfa að stíga sjö skref
til þess að fá leyfi til að flagga
Grænfánanum næstu tvö árin.
Ísfirðingar binda vonir við að
markmiðið náist í ár en þá mun
skólinn leggja mikla áherslu á
sorpflokkun. „Þetta verður
aukin vinna bæði fyrir nem-
endur og foreldra. Aðallega
snýst þetta um hvernig við
flokkum rusl og endurnýtum
pappír. Þetta eru efnisleg verð-
mæti,“ segir Jóna.
Grunnskólinn á Ísafirði.
Grænfáninn.
Vonast til að
flagga Græn-
fánanum í vor