Bæjarins besta - 07.11.2013, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2013
Rannveigu Hjaltadóttur
kennara
Karl Geirmundsson og fjölskylda
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu,
móður okkar, tengdamóður og ömmu
Guð blessi ykkur öll.
Alls voru 350 sjúkraflug farin
frá fimm flugvöllum á Vestfjörð-
um árin 2007–2012, þar af 194
frá Ísafirði og 140 frá Bíldudal.
Einnig voru farin sjúkraflug frá
Hólmavík, Gjögri og Þingeyri. Í
heild voru farin 2.973 sjúkraflug
á landinu á þessu tímabili, flest
frá Akureyri eða 667. Þetta kemur
fram í svari heilbrigðisráðherra
við fyrirspurn Svandísar Svavars-
dóttur á Alþingi, en Svandís ósk-
aði eftir upplýsingum um fjölda
sjúkrafluga á þessu tímabili,
sundurliðað eftir brottfararstað,
áfangastað og hvort um bráðatil-
vik væri að ræða eða ekki.
Í svarinu er sundurgreind flokk-
un sjúkrafluga frá flugvöllum
þaðan sem fleiri en 20 sjúkraflug
eru farin á ári. Þar kemur fram að
58% sjúkrafluga frá Ísafirði séu
bráðatilvik, en 49% fluga frá
Bíldudal. Bráðatilvik eru helm-
ingur alls sjúkraflugs á landinu,
slétt 50%. Bráðatilvik eru 64%
sjúkraflugferða til Reykjavíkur,
sem er langsamlega algengasti
áfangastaður sjúkraflugs. Hverf-
andi hlutfall sjúkraflugs til ann-
arra staða en Reykjavíkur og Ak-
ureyrar eru bráðatilvik, en 58
sjúkraflug voru farin til Ísafjarð-
ar, 22 til Bíldudals og 2 til Hólma-
víkur á tímabilinu.
– herbert@bb.is
Helmingur alls sjúkraflugs bráðatilvik
Kalla þarf hátt á annað hundrað
díselbíla inn á verkstæði og
hreinsa eldsneytistanka þeirra, en
fyrir mistök var litaðri olíu dælt
á díseltanka eldsneytisstöðva ÓB
á Ísafirði og í Bolungarvík. „Þessi
mistök gerast í eldsneytisdreif-
ingunni sjálfri, en þegar haldið
er til að fylla á stöðvarnar er sett
lituð olía á bílinn,“ segir Jón Ól-
afur Halldórsson, framkvæmda-
stjóri sölusviðs hjá Olís.
„Við erum að hringja í þá sem
settu díselolíu á bílinn hjá sér og
láta þá vita. Við erum náttúrulega
afskaplega leiðir yfir þessum
mistökum, en svona getur gerst.
Við biðjumst afsökunar á því
ónæði sem þetta kann að valda.
Þetta á ekki að hafa neinar af-
leiðingar í för með sér, og það er
alls ekki þannig að þeir viðskipta-
vinir sem verða fyrir þessu verði
sakaðir um neitt svindl. Þetta
veldur ákveðnum óþægindum,
þar sem nauðsynlegt er að fara
með bílana á verkstæði. Þar verða
þeir tæmdir, tankarnir hreinsaðir
og fyllt á þá að nýju. Með því
ætti litarefnismagnið alltaf að
vera undir mörkum, og því ekki
ástæða til að hafa áhyggjur, en ef
eitthvað gerist er alltaf hægt að
vísa til þessa atviks. Við höfum
þetta allt skráð hjá okkur. Þeir
sem við höfum náð sambandi
við hafa tekið þessu afskaplega
vel, og við erum þakklátir fyrir
góð viðbrögð.“ – herbert@bb.is
Litaðri olíu dælt á díseltanka
Vegna mistaka fór lituð olía á díseldælur ÓB á Ísafirði og í Bolungarvík.
„Girl Power“ á Vestfjörðum
Endurnýja þarf girðingu um-
hverfis kirkjugarðinn á Réttar-
holti í Engidal. Björn Baldursson,
formaður sóknarnefndar Ísafjarð-
arsóknar, hefur óskað eftir því
við Ísafjarðarbæ að gengið verði
frá kaupum á girðingarefni en
skv. 12. grein laga um kirkju-
garða, greftrun og líkbrennslu er
sveitarfélagi skylt að sjá fyrir
bæði landi og girðingarefni til
kirkjugarða. „Það var á tímabili
sem kirkjugarðurinn á Réttarholti
var ekki fjárheldur, og það kom
fyrir að það væru kindur að valsa
um hann. Þeir fóru í það hjá
áhaldahúsinu að laga það til
bráðabirgða, en það liggur fyrir
að það þurfi að setja varanlegri
girðingu upp í vor,“ segir Björn.
Fram kemur í erindi hans til
Ísafjarðarbæjar að gert sé ráð
fyrir að girðing umhverfis garð-
inn verði látlaus á þrjá vegu, en
að gert sé ráð fyrir veglegri girð-
ingu á austurhlið garðsins, þar
sem sáluhlið hans er.
– herbert@bb.is
Vilja fjárhelda girð-
ingu við kirkjugarðinn
Ferðaþjónustufyrirtækið Pink
Iceland, sem sérhæfir sig í að
aðstoða LGBT (samkynhneigða,
tvíkynhneigða og transfólk) ferða-
langa sem vilja koma til Íslands,
hyggst bjóða upp á 12 daga
stelpuferð til Vestfjarða í maí á
næsta ári. „Við heimsóttum Vest-
firði árið 2011, þegar fyrirtækið
var kannski viku gamalt, og heill-
uðumst algjörlega. Síða höfum
við komið á Aldrei fór ég suður
og reynum að koma vestur eins
oft og við getum. Við beinum líka
ferðamönnum mikið þangað,“
segir Birna Hrönn Björnsdóttir,
einn eigenda Pink Iceland.
„Við settum því ferðina upp í
samstarfi við ferðaþjónustuaðila
í Þýskalandi og Englandi og erum
einnig að vinna með Markaðs-
stofu Vesturlands og Vestfjarða.
Ferðin hefur fengið mikla athygli
þar sem við höfum auglýst hana
og samstarfsaðilar okkar erlendis
hafa fengið mikið af fyrirspurn-
um,“ segir Birna. Ferðin hefst
með tveggja daga stoppi í Reyk-
javík. Þaðan verður haldið um
Vesturland og til Stykkishólms
þar sem siglt verður yfir Breiða-
fjörð með viðkomu í Flatey. Á
Vestfjörðum verður lögð áhersla
á náttúruna, tánum dýpt í jarð-
hitalaugar, farið í gönguferðir og
margt fleira.
Í viðtali við Gayiceland.is
sagði Birna að ferðin hafi verið
hönnuð þannig að aldrei verði of
löngum tíma varið í bílnum. „Ef
þú ert í tiltölulega góðu formi
ættu gönguferðirnar líka að vera
lítið mál,“ segir Birna. Ferðin er
kölluð „Women Only West“ sem
líklega mætti þýða sem „Kvenna-
ferð til Vestfjarða“ og er að mestu
auglýst fyrir erlenda ferðamenn
en Birna bendir heimamönnum á
Vestfjörðum, hvort sem um er
að ræða homma, lesbíur, tvíkyn-
hneigða eða transfólk, á að þeir
allir velkomnir að taka þátt þegar
þær mæta á staðinn.
Birna segir að ferðin hafi vakið
mikla athygli frá því þær byrjuðu
að auglýsa hana á netinu og nú
þegar hafi skráning tekið við sér.
„Þannig að það er óhætt að segja
að þetta séu frábært viðbrögð
miðað við að ferðin er ekki fyrr
en í maí eða eftir heila sjö mán-
uði.“ Hún segir að nokkuð margir
karlmenn hafi spurst fyrir um
svipaðar ferð, bara fyrir karla, og
hún segir þá ekki þurfa að ör-
vænta lengi því slík ferð sé nú
þegar í undirbúningi, með smá-
vægilegum breytingum þó. Hing-
að til hefur Pink Iceland boðið
upp á ferðir fyrir bæði konur og
karla en „Woman Only West“ er
fyrsta ferðin sem er einungis í
boði fyrir annað kynið.
– harpa@bb.is
Pink Iceland býður upp á Kvennaferð til
Vestfjarða í maí 2014. Myndir: Pink Iceland.