Bæjarins besta - 07.11.2013, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2013
„Málið er enn í ferli hér. Það
er auðvitað reynt að hraða þessu
eins og kostur er,“ segir Hlynur
Snorrason, yfirlögregluþjónn á
Vestfjörðum, aðspurður um
framgang rannsóknar á kæru um
meint kynferðisbrot á Þingeyri
en um miðjan febrúar á þessu ári
handtók lögreglan á Vestfjörðum
karlmann vegna gruns um kyn-
ferðisbrot. Fleiri en ein kæra
hafði þá borist á hendur mannin-
um. Maðurinn var sóttur á heimili
sitt og yfirheyrður og síðan sleppt
að yfirheyrslum loknum.
Lögreglan framkvæmdi einnig
húsleit á tveimur stöðum vegna
málsins. Gangurinn á málum sem
þessum er sá að mál sem varða
meint kynferðisbrot eru rannsök-
uð hjá lögreglu. Þegar rannsókn
er lokið fer það til Ríkissaksókn-
ara sem tekur ákvörðun út frá
gögnum sem liggja fyrir, hvort
gefin verði út ákæra. Hlynur
sagðist ekki geta tjáð sig um hve-
nær niðurstöðu úr rannsókn væri
að vænta. – harpa@bb.is
Þingeyrarmálið: Enn
í ferli hjá lögreglu
„Vestfirðingar skila sér ágæt-
lega í þessa rútínu sem hér er í
gangi,“ segir Sigurjón Guðmunds-
son, tannlæknir á Ísafirði, en hann
telur að tannheilsa Vestfirðinga
sé góð. Lítil tölfræði er gefin út
um tannheilsu og sókn til tann-
lækna, og hefur minnkað frá því
sem áður var. Heyrst hefur að
meðal sparnaðarúrræða sem
menn leiti til í efnahagsþreng-
ingum síðustu ára sé að draga
við sig að leita til tannlækna, en
erfitt er að staðfesta það með
opinberri tölfræði.
„Við höfum ekki orðið varir
við það, þrátt fyrir allar hremm-
ingar, að menn hafi dregið við
sig að mæta í reglulega athugun.
Það er kannski einn og einn sem
reynir að spara með því að fara
ekki til tannlæknis, óháð efna-
hagsástandi, en það gengur ekki
yfir heildarlínuna. Það er enda
vitlausasti sparnaður sem hugsast
getur. Karíus og Baktus taka
hæstu dráttarvextina.“
– herbert@bb.is
Tannheilsa
Vestfirðinga góð
„Skólastarfið gengur afskap-
lega vel. Hér ríkir eldmóður með-
al kennara þrátt fyrir bág kjör og
niðurskurð. Það hefur ekki truflað
okkur mikið og við eru í því á
fullu að gera skólann enn betri.
Ég er virkilega ánægður með
stöðuna. Ég finn ekki annað en
að nemendur séu líka ánægðir.
Hér ríkir jákvætt og gott and-
rúmsloft,“ segir Jón Reynir Sig-
urvinsson, skólameistari Mennta-
skólans á Ísafirði. Jón Reynir
segir jákvætt og gott andrúmsloft
í skólanum og nefnir í því sam-
bandi félagsmiðstöð sem verið
er að setja á stofn í skólanum í
samstarfi við Ísafjarðarbæ.
„Við höfum reynt þetta áður.
Við vorum þá í samstarfi við
Gamla apótekið og það gafst afar
vel en reyndist bænum ofviða.
Það er ánægjulegt að geta nýtt
þetta húsnæði.“ Jón Reynir er
öllu myrkari í máli þegar kemur
að rekstri skólans, en mikill nið-
urskurður hefur verið á starfsemi
framhaldsskóla undanfarin ár.
„Það gætir ákveðins misskilnings
varðandi niðurskurðinn, en nú er
ekki verið að skera niður rekstr-
arfé skólans. Það eru ný verkefni
og framkvæmdir sem eru skornar
niður, þannig að það sem hafði
verið ákveðið að setja í farveg er
slegið af. Þetta hefur auðvitað
þýtt að við höfum þurft að skerða
námsframboð og þjónustu við
nemendur.“
„Reiknilíkan fyrir fjárveitingar
er orðið að deililíkani, þannig að
það er fyrirfram ákveðið hversu
miklum peningum er varið í
rekstur framhaldsskólanna, og
líkanið sem slíkt breytir engu
nema þeim reglum sem farið er
eftir við að skipta peningunum.
Það sitja allir við sama borð, sem
er of lítið. Þetta þýðir að það er
of lítið fjármagn til að reka fram-
haldsskólana. Það verður tæplega
betri staða eftir áramót, þegar
búið verður að semja um launa-
hækkun til kennara. Hvað þetta
varðar er staðan virkilega slæm,“
segir Jón Reynir.
Gott skólastarf en erfiður rekstur