Bæjarins besta - 07.11.2013, Qupperneq 15
FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2013 15
Hvað ertu að gera þessa dagana?
Er bara að vinna og þjálfa mig fyrir inntökuprófið í Lögregluskólann.
Hvaða fjögur orð lýsa þér best?
Þrjóskur, lífsglaður, skemmtilegur og hreinskilinn.
Hvernig færðu útrás fyrir gremju?
Fer í ræktina og tek hana út þar.
Í hvernig klæðnaði líður þér best?
Kósýbuxum og Liverpool bol.
Hver er mesta eftirsjá þín í lífinu?
Engin ennþá.
Hver er óvenjulegasta lífsreynsla sem þú hefur lent í?
Að vakna einn upp á ríkissjúkrahúsi á Spáni þar sem enginn talaði ensku
og ég vissi ekkert hvað hefði gerst, með verki í öllum skrokknum.
Hefurðu komplexa?
Já, á ég það stundum til að fresta hlutunum.
Hver er besta kvikmynd allra tíma?
Annað hvort Fight club eða Gladiator.
Hvernig Facebook-týpa ertu?
Er alltaf með það opið en nenni voða sjaldan að skoða það.
Hvað fer mest í taugarnar á þér?
Fólk sem lætur bíða eftir sér (Aggi)
Hefur þú gert uppreisn?
Nei, held ekki, er það nokkuð mamma?
Hver er eftirlætis bókin þín?
Ætli það sé ekki Harry Potter serían.
Áttu þér óuppfylltan draum?
Já, langar til að ferðast um heiminn og síðan langar mig líka að taka
næsta skref í lyftingum.
Hvernig bregstu við höfnun?
Ég reyni alltaf að líta á björtu hliðarnar.
Hver er þín versta martröð?
Að vera einhversstaðar einn
Hvert er helsta takmark þitt í lífinu?
Vá, þau eru svo mörg. Ætli helsta sé ekki að reyna ferðast sem mest.
Hvenær og hvar ertu hamingjusamastur?
Í sveitinni, Tröð í sauðburði
Hver er besta setning eða orðtak sem þú hefur heyrt?
When people are trying to bring you down, it’s only because you are
above them.
Hvaða fræga persónu mundir þú vilja vera og af hverju?
Arnold Schwarzenegger þar sem hann hefur bæði áhuga á líkamsrækt og
leiklist, vildi spyrja hann að svo mörgu.
Hvar er fallegast á Vestfjörðum að þínu mati?
Get eiginlega ekki gert upp á milli Skálavíkur og Önundafjarðar.
Hvar er fallegast á landinu öllu (fyrir utan Vestfirði)?
Lónsöræfi.
Hvaða stað í heiminum langar þig til að heimsækja?
Ástralíu, veit ekki afhverju
Ertu bjartsýn(n) á framtíð Vestfjarða?
Já mjög. Mig langar að búa hérna í framtíðinni.
Hvað skortir á Vestfirði að þínu mati?
Ég myndi segja að þetta væri bara nokkuð solid staður mætti alveg
bara halda honum eins og hann er.
Hvernig hljóma síðustu SMS-skilaboð sem þú fékkst í símann þinn?
Þú tekur dagvaktina á lau og sun.
Vestfirðingur vikunnar
er Finnbogi Dagur Sigurðsson, stuðn-
ingsfulltrúi, þjálfari og lögreglumaður
Nafn:
Finnbogi Dagur Sigurðsson
Aldur:
21
Atvinna:
Stuðningsfulltrúi í Grunnskólanum í Bolungarvík, þjálfari
fótbolta hjá UMFB og héraðslögreglumaður hjá
lögreglunni á Vestfjörðum.
Stjörnumerki:
Vogin
Maki:
Single and ready to mingle.
Börn:
Enginn