Bæjarins besta - 07.11.2013, Qupperneq 17
FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2013 17
ástæðu fyrir flutningnum: „Ég er
búinn að ná mér í svo góða konu
sem er frá Suðureyri að ég tími
ekki að sleppa henni. Þess vegna
er ég nú að flytja til Suðureyrar í
vetur.“ Kolbrún Elma Schmidt
heitir sú góða kona sem hann var
svo heppinn að næla sér í. Sjálfur
á Víkingur þrjú börn og Kolbrún
eina dóttur, Friðrikku Líney, sem
býr hjá þeim, auk þess sem yngri
sonur hans, Baldur Hrafn sem er
þriggja ára, kemur reglulega til
þeirra.
„Friðrikku og Baldri kemur
frábærlega vel saman. Við feðg-
arnir erum mjög nánir og hann
kemur oft til okkar. Það er yndis-
legt að sjá hvað litlu una sér
saman. Ég á svo eina þrettán ára
stelpu sem heitir Stefanía Arna
og frumburðurinn Tómas varð
tvítugur núna um daginn.“
Í sumar fékk Víkingur styrk til
að skrifa verk fyrir Vesturport
og eyddi hann sumrinu í skriftir
á Suðureyri. Hann frumsýndi
verkið sem hann hafði varið
sumrinu í að skrifa, Tribbjút, á
einleikjahátíðinni Act Alone á
Suðureyri í ágúst. „Ég sýndi
verkið bara einu sinni, fyrir troð-
fullu húsi, og hef reyndar ekki
sýnt það síðan, en það stendur til
bóta. Ég hyggst þvælast með það
um Vestfirði og síðan hefur mitt
fólk fyrir sunnan verið að sækjast
eftir því að ég komi með verkið
suður,“ segir hann.
Þegar Víkingur er ekki á fullu
í leiklistinni starfar hann hjá
fiskvinnslufyrirtækinu Klofningi
á Suðureyri. Aðspurður hvernig
honum lítist á að vera komin aftur
vestur segir hann: „Heyrðu, mér
líst svona ljómandi vel á mig
hérna. Það var reyndar fyndið
hvernig allir héldu að það hefði
verið Kolbrún sem hefði farið í
höfuðborgina og dregið karl
hingað en það er náttúrulega ekki
rétt! Það er að stórum hluta ég
sem ber ábyrgð á því að við erum
hérna því mig var farið að þyrsta
í eitthvað nýtt. Kannski er það
líka þetta sem ég hef frá föður
mínum, þörfin að breyta til og
prufa eitthvað nýtt. Það er að
minnsta kosti partur af mínum
karakter og þó það sé að vissu
leyti eins og að koma heim aftur,
þá er þetta samt nýtt, ég er að
vinna í fiski í Klofningi, sem
mér fannst eiginlega bara tilheyra
því að flytja hingað,“ segir hann.
Hann segist líka vera hálffeg-
inn að vera staddur annars staðar
en í höfuðborginni núna. „Ég lék
í auglýsingu um daginn og and-
litið á mér er allt í einu plasterað
á öll strætóskýli í borginni. Ég
gerði þetta líka fyrir einhverjum
árum fyrir Vodafone og það var
skelfilegt að sjá sjálfan sig á öll-
um strætóskýlum og auglýsinga-
skiltum, þannig að ég er afar feg-
inn að vera hérna núna.
Það hefur líka verið vitlaust að
gera hjá mér síðan ég kom. Fyrir
utan vinnuna hjá Klofningi og
skriftir og Act Alone hef ég verið
að sýna Bjórsögu Víkings hér í
Kaupfélagi Súgfirðinga.“ Bjór-
saga Víkings er eftir hann sjálfan
og Nönnu Kristínu Magnúsdóttur
leikkonu.
„Ég hef verið að sýna þetta
verk á Kex Hostel í Reykjavík.
Það má segja að þetta sé eins
konar fræðsluleikrit vegna þess
að í því felst mikill fróðleikur
fyrir bjóráhugafólk. Ég fer líka
yfir mín kynni af bjór, reyni að
vera sniðugur og skemmtilegur,“
segir hann. Þá hefur hann einnig
tekið að sér veislustjórn á jóla-
hlaðborðum Hótels Ísafjarðar
núna í desember og nýverið hóf
hann að leikstýra hjá Leikfélagi
Flateyrar. „Þetta er farsi sem ber
heitið Allir á svið! Þrælfyndið
alveg hreint. Og hópurinn svona
. Við fyrirhugum að frumsýna
þann 22. nóvember,“ segir Vík-
ingur. – harpa@bb.is
„Skarphéðinn Ólafsson
skólastjóri kemur til
okkar og segir að við
þyrftum að fara til Ísa-
fjarðar, flugvélarinnar
sem pabbi var í sé
saknað. Við vissum
að hann hafði ætlað
suður en vissum
ekki að hann
hefði farið
með þessu
flugi.“